Síða 1 af 1

Mikið lagg í leikjum!

Sent: Þri 22. Maí 2007 21:20
af Alcatraz
Þrátt fyrir að ég er nokkuð viss um að þetta sé vélbúnaðurinn set ég þráðinn hér af því að þetta hér af því að ég er að lenda í þessu í leikjum. Málið er að fyrir stuttu byrjaði ég að "lagga" í Call of Duty 2. Venjulega er ég með 250 í FPS en núna er ég að fara alveg niður í 50-70. Þetta gerist eftir að ég hef spilað í einhvern tíma. Fyrst er allt í lagi en svo minnkar þetta stöðugt. Til að gá hvort að þetta sé bara CoD fór ég í Oblivion og leikurinn hökkti fáránlega. Veit einhver hvað gæti verið að?

Sent: Þri 22. Maí 2007 21:37
af Zorba
Hefuru prófað nýjann driver?..

Sent: Mið 23. Maí 2007 00:13
af Alcatraz
Ég er nokkuð viss um að ég sé með nýjasta skjákortsdriverinn. Fáránlegt að þetta sé bara allt í einu byrjað... hef ekki verið að breyta neinu í tölvunni nýlega.

Sent: Mið 23. Maí 2007 08:13
af ManiO
Búinn að vera skoða "skuggalegar" síður? :wink:

Sent: Mið 23. Maí 2007 08:14
af ÓmarSmith
Harði diskurinn í PIO mode ? Eða bara að hrynja ?

Sent: Mið 23. Maí 2007 18:48
af Taxi
Hefur þú defraggað harða diskinn þinn nýlega. :?:

Sent: Mið 23. Maí 2007 20:58
af Alcatraz
Já, það er frekar stutt síðan ég defraggaði diskinn, og hann er ekki í PIO mode og vonandi ekki að hrynja!

Búinn að vera skoða "skuggalegar" síður?


Aðalega bara vaktin.is :8)

Gæti þetta ekki líka verið bara af því að harði diskurinn er að verað fullur af drasli? Spurning um formatt bara, fínt að gera það reglulega.

Sent: Mið 23. Maí 2007 22:31
af kristjanm
Ég skil ekki hvernig þið fáið út að þetta gæti verið harði diskurinn..

Prófaðu að uppfæra driverana þína.

Sent: Mið 23. Maí 2007 22:53
af urban
ef að harði diskurinn fer í pio mode þá hægist á öllu

Sent: Fim 24. Maí 2007 09:08
af Stutturdreki
Ef harðidiskurinn er fullur þá getur verið að stýrikerfið sé alltaf að 'trasha' (stanslaust að lesa/skrifa í page file) og þá hægist á öllu.

Sent: Fim 24. Maí 2007 10:49
af ÓmarSmith
Jamm, ég er samt sammála Kristjáni að því leiti að maður spáir alltaf fyrst í driverum sem iðulega eru vandamálið .

En í svona tilfellum þar sem að diskur er orðinn jafnvel 85-90% fullur þá oftar en ekki verða þeir skelfilega slow.

Og PIO mode kálar allri vinnslu sama hversu góða vél þú ert með.

Sent: Fim 24. Maí 2007 16:02
af Alcatraz
Jæja, nú er ég búinn að uppfæra drivera, defragmenta, vírushreinsa, og skemmta mér með TuneUp. FPS-ið er ekki að fara jafn mikið niður en það er samt ekki jafn hátt og það á að vera :?

Sent: Fim 24. Maí 2007 16:37
af ManiO
Spurning um að finna eldri drivera, hugsanlega driverana sem þú notaðir áður en þetta FPS fall varð.

Sent: Fim 24. Maí 2007 19:15
af Taxi
Keyrðu Memtest á etta,ef skjákortið er með nýjan driver og harði diskurinn er í lagi,þá er ekki úr vegi að athuga með minnin. :?