Síða 1 af 1

Demoar og plástrar innanlands?

Sent: Mán 14. Maí 2007 03:28
af Heliowin
Finst ekki neitt almennilegt innlent vefsvæði þaðan sem hægt er að hlaða niður demoum og plástrum?
Hugi er ekki inn í dæminu enda er Hugi ekki almennilegt þegar kemur að þessu.

Það vantar sárlega vefsvæði innanlands þar sem almennilegt úrval af demo og plástrum er hægt að hlaða niður, ótrúlegt að engin sé með metnað til þess, eða hvað?

Hlóð niður plástri (613MB) frá New York í nótt og tók það ca. 4 tíma (engin skárri þjónn var í boði). Þetta hefði bara tekið fáeinar mínútur frá innlendum þjóni.

Hvernig eru áskriftir hjá leikjaniðurhals síðum erlendis að gera sig, er hægt að fá sómasamlegan hraða með því?

Sent: Mán 14. Maí 2007 10:40
af Stutturdreki
600MB er ekki plástur.. það er bara næstum því nýr leikur!!! (eða hvað sem þetta var)

Góð hugmynd annars. Væri sniðugt að koma upp td. torrent með demoum, patches og kannski helstu driverum og svoleiðis. Eitthvað sem allir gætu sótt frá en náttúrulega bara löglegt stuff.

Sent: Mán 14. Maí 2007 11:18
af SolidFeather
Sjálfur reyni ég alltaf að finna torrenta fyrir patcha og demo. Það var nú til síða sem var bara með þannig en hún hætti.

Ef ég neyðist til að nota HTTP/FTP þá nota ég GetRight. Það getur tengst við marga servera í einu sem hjálpar til við hraða.

Sent: Mán 14. Maí 2007 15:36
af gunnargolf
Stutturdreki skrifaði:600MB er ekki plástur.. það er bara næstum því nýr leikur!!! (eða hvað sem þetta var)

Góð hugmynd annars. Væri sniðugt að koma upp td. torrent með demoum, patches og kannski helstu driverum og svoleiðis. Eitthvað sem allir gætu sótt frá en náttúrulega bara löglegt stuff.


Ég reikna með því að það hafi verið PAtch 1.2 fyrir Medieval 2: Total War :!:

Sent: Mán 14. Maí 2007 17:24
af Heliowin
gunnargolf skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:600MB er ekki plástur.. það er bara næstum því nýr leikur!!! (eða hvað sem þetta var)

Góð hugmynd annars. Væri sniðugt að koma upp td. torrent með demoum, patches og kannski helstu driverum og svoleiðis. Eitthvað sem allir gætu sótt frá en náttúrulega bara löglegt stuff.


Ég reikna með því að það hafi verið PAtch 1.2 fyrir Medieval 2: Total War :!:


Hárétt! :)

Sent: Mán 14. Maí 2007 17:48
af ManiO
Úff 600 megs? Hvað var eiginlega að?

Sent: Mán 14. Maí 2007 18:52
af Heliowin
4x0n skrifaði:Úff 600 megs? Hvað var eiginlega að?

Viðbætur held ég átti stærstan hlut í plástrinum.

Sent: Mán 14. Maí 2007 22:19
af gunnargolf
Það sem átti stærstan hlut í plátrinum voru nýjar hljóðskrár, t.d þegar óvinurinn er búinn að missa helminginn af mönnunum sínum segir einhver gaur ''Our enemy have lost halve their men'' og fleira, t.d ''Our men are getting tired. Cinematic editorinn og battle editorinn voru í leiknum fyrir og patchið opnaði í raun bara aðgang að því.