Síða 1 af 3
X360 og PS3 grafískur samanburður
Sent: Mið 11. Apr 2007 08:39
af DoRi-
Mér fannst
þetta frábært, samanburður á graíkinni á þessum tvem vélum í sama leiknum
segir sig sjálft
Sent: Mið 11. Apr 2007 08:49
af ÓmarSmith
Þarna sést klárlega hvar XBOX360 hefur vinninginn enda með mun betri skjástýringu frá ATI en PS3 vélin.
Þetta er bara alveg þokkalega mikill munur myndi ég segja ( með fullri virðingu fyrir ps3 ) En hún er bara ekkert það flott ennþá. Ekki einu sinni Restistance leikurinn er eitthvað Grafík undur í henni.
Ég varð mjög svekktur akkúrat með þann leik. Hélt alveg að hann myndi toppa GOW en vá nei .... langt í frá.
Það eina flotta sem maður sá frá PS3 voru fyrirfram Renderuð skot úr leikjum sem sýna akkúrat ekkert.
En það er spurning hvernig MGS4 á eftir að looka ..
Sent: Mið 11. Apr 2007 11:19
af ManiO
Ekki gleyma samt að það er verið að bera saman eina tölvu sem er búinn að vera í um ár á markaðinum og þar af leiðandi framleiðendur orðnir frekar vanir, en hins vegar vél sem var í raun bara að koma út, og þar af leiðandi eru framleiðendurnir enn að venjast að framleiða leiki á PS3, og ekki hjálpar að fáir eru hrifnir af SDKinu fyrir PS3. Verður athyglisvert að sjá leikjasamanburð eftir um ár eða svo.
Sent: Mið 11. Apr 2007 12:50
af ÓmarSmith
Skjákortið í PS3 vélinni verður ekkert betra á næsta ári
Ekki gleyma að ps3 var tilbúin eflaust á sama eða svipuðum tíma og Xbox360 en markaðslega séð drulluðu Sony upp á bak með að koma henni úr framleiðislu í sölu.
Biðin fólst líka í BluRay spilurunum.
Útgefið Hardware í báðum þessum vélum var tilbúið minnir mig á afar svipuðum tíma og Þar hafa Xbox klárlega vinning hvað skjákort varðar en Ps3 hvað örgjörva varðar ( Þó hann nýtist ekkert sem skildi amk enn sem komið er )
Sent: Mið 11. Apr 2007 13:03
af ManiO
ÓmarSmith skrifaði:Skjákortið í PS3 vélinni verður ekkert betra á næsta ári
Útúrsnúningur
Berðu t.d. saman leiki sem eru nýjir á 360 og svo þá sem komu út um það leyti sem hún komu út, eða svipað fyrir PS2, PSX, PSP og sennilega mun fleiri. Staðreyndin er sú að leikir sem koma seinna út á leikjatölvur eru oftast mun flottari en þeir sem koma snemma út.
Gott dæmi er GT3 í samanburði við GT4, eða GTA 3 og svo GTA:VC og svo GTA:SA.
Sent: Mið 11. Apr 2007 14:30
af ÓmarSmith
Jájá vissulega er þetta rétt hjá þér en Staðreyndin er samt sem áður sú að skjákortið í Xbox vélinni er mun öflugra en í PS3 og ræður við betri og fullkomnari Grafík en Ps3 vélin.
Eina sem PS3 vélin gæti toppað hana í er Physix, sem er jú auðvitað frábært og verður gaman að sjá þegar það sparkar inn í leiki.
Alveg destructable environments og fleira..
Sent: Mið 11. Apr 2007 14:57
af Tjobbi
ÓmarSmith skrifaði:Jájá vissulega er þetta rétt hjá þér en Staðreyndin er samt sem áður sú að skjákortið í Xbox vélinni er mun öflugra en í PS3 og ræður við betri og fullkomnari Grafík en Ps3 vélin.
Eina sem PS3 vélin gæti toppað hana í er Physix, sem er jú auðvitað frábært og verður gaman að sjá þegar það sparkar inn í leiki.
Alveg destructable environments og fleira..
Á kortið í PS3 vélinni ekki að vera eitthvað svipað og 7800gtx í performance?
Sent: Mið 11. Apr 2007 15:18
af ÓmarSmith
Ekki hugmynd.
Það styður amk ekki HDR og FSAA á sama tíma.
Sent: Mið 11. Apr 2007 18:18
af ICM
Það er engin afsökun fyrir Sony að þeir kunni ekki að gera nothæf SDK og að flestir framleiðendur gagnrýni þá harðlega fyrir það
Veit ekki hverskonar vörn það á að vera hjá þér 4x0n.
Eina sem það þýðir er það er miklu auðveldara að gera leiki á Xbox og auðvelt að fá aðgang að krafti vélarinnar samanborið við PS3 sem flestir framleiðendur eiga gífurlega erfitt með. Það gerir það að verkum að flestir leikir eru hannaðir fyrir Xbox og síðan portaðir yfir á PS3, yfirleitt með lakari grafík en Xbox 360 útgáfan.
Þú lætur einnig eins og Xbox 360 leikir eigi ekki eftir að skána grafíklega meðan PS3 mun halda áfram að þróast -sem er tóm steypa.
Microsoft veita Ubi Soft mikla tæknilega aðstoð (senda sérfrðinga til þeirra og aðstoða með kóðan og Ubi Soft leitar mikið til þeirra) meðan Sony segja basicly "screw you." Microsoft með superior SDK og mikinn vekfræðilegan stuðning frá sérfrðingum sem flestir leikjaframleiðendur hafa aðgang að. Platform sem henntar mikið betur fyrir leiki, finnst fólki það virkilega óvenjulegt að PS3 útgáfurnar séu yfirleitt óæðri? Það er ekki eingöngu vegna þess að PS3 sé nýrri vél.
4x0n útskýrðu leiki eins og Fight Night Round 3 þar sem vinnan var byrjuð á PS3 útgáfunni mörgum mánuðum áður en Xbox útgáfan? Síðan var hann gefinn út næstum ári seinna á PS3 með örfáum viðbótum, lighting effectarnir eru flottari á 360 útgáfunni og grafíkin sú sama. Ridge Racer 6 á 360 var með skýrari textures en Ridge Racer 7 á PS3 og sama á við um Full Auto á Xbox 360 og Full Autio 2 á PS3, samt höfðu þeir MARGA mánuði til að fínpússa kóðan á PS3.
Vélarnar eru mjög svipaðar í heildina litið ég viðurkenni það, skjákortið og minnið nýtist betur á 360 einnig sem örgjörvin nýtist betur í venjulega hluti eins og A.I. en PS3 hentar betur fyrir physics og þessháttar. Það er þó eitt sem skilur vélarnar, að mér finnst. Báðar vélarnar mælast til þess að notað sé viss API til að hafa samskipti við vélarnar, en Microsoft veitir þeim framleiðendum sem gerast svo djarfir beinan aðgang að vélinni (þótt það sé virkilega risky) Þá er þetta advantage sem mun líklega nýtast í framtíðinni þar sem PS3 býður bara uppá samskipti í gegnum vissan layer.
Cross platform leikir eins og Colin Mc'Rae Rally munu yfirleitt koma nokkrum mánuðum fyrr á 360 og vera með skárri eða sömu grafík og PS3 útgáfan.
Nenni ekki að eyða meira púðri í þig 4x0n þú ættir að lesa meira um vélarnar það eru ýtarleg specifications á netinu og svo einfaldaðar útgáfur á síðum eins og Ars Technica, annars ætti þér að duga að flestir virtustu forritarar vesturlandanna hafa lýst yfir hversu superior 360 er, menn eins og John Carmack.
Sent: Fim 12. Apr 2007 08:06
af ÓmarSmith
Haleluja.
Sony menn ættu að troða þessu í pípu og reykja
Sent: Fim 12. Apr 2007 19:11
af Arkidas
Tölvurnar hafa sínar sterku og veiku hliðar, t.d. er örgjörvi PS3 mun öflugri.
PlayStation 3 er með 22.4GHz og 204 gigaflops 3.2GHz
Xbox 360 er með 9.6Ghz og 115.2 gigaflops 3.2GHz
Sá að þetta hafði ekki komið fram og ákvða að skella því inn.
Sent: Fim 12. Apr 2007 21:05
af DoRi-
4x0n skrifaði:GTA:VC og svo GTA:SA.
ég sá lítinn sem engann mun á þeim tvemur, örlítið uppfærð lýsing er ekki mikil breyting
Sent: Fim 12. Apr 2007 21:06
af ÓmarSmith
Rétt en þeir nýta þetta ekkert, og efast ég um að þeir eigi nokkurntímann eftir að fullnýta þetta.
Meðan að skjákortið og minnið er ekki betra í vélinni þá sé ég ekki hvenær þessi ofur örri á að sparka svona rosalega inn.
Jú, ef þeir koma með e-a svakalega leiki með fáránlega miklu physix þá svínvirkar hann eflaust.
Made For Tv
Sent: Fim 12. Apr 2007 21:29
af ronnachai
Skjákortið (GPU) í PS3 er gert af Nvidia og er byggt á Geforce 7 línunni, það er ekki alveg jafn háþróað og restin að PS3 og lítur út fyrir að sony hafi einbeitt sér aðeins of mikið að örgjövanum og einhvernvegin ákveðið að sleppa því að gera eitthvað háþróað skjákort.
Skjákortið í Xbox 360 er hinsvegar mjög vel gert. Það er byggt á Ati Radeon R600 kortinu, sem er svar Ati við Geforce 8800. Ati hafa ekki sagt hvort að skjákortið í xbox 360 muni notast við directX 10, en núna notar það við eitthvað á milli DirectX 9 og 10.
Sent: Fim 12. Apr 2007 22:51
af Alcatraz
Ég veit bara að ég myndi ekki eyða 70.000 kr. í PS3 núna
Ég kaupi Xbox360 eða PS3 samt sem áður! Ég ætla bara að bíða og sjá hvernig þeta þróast.
Sent: Fös 13. Apr 2007 01:50
af gnarr
Arkidas skrifaði:Tölvurnar hafa sínar sterku og veiku hliðar, t.d. er örgjörvi PS3 mun öflugri.
PlayStation 3 er með 22.4GHz og 204 gigaflops 3.2GHz
Xbox 360 er með 9.6Ghz og 115.2 gigaflops 3.2GHz
Sá að þetta hafði ekki komið fram og ákvða að skella því inn.
uhh.. Vélarnar eru báðar 3.2GHz. Maður margfaldar ekki klukkuhraða með kjarnafjölda! punktur! Fyrir utan það að örgjörfinn í 360 er með 3 general purpose kjarna með HyperThreading á meðan PS3 er með 1 General Purpose og svo 7 SPE unit.
Sent: Fös 13. Apr 2007 03:06
af ICM
Floating Points hafa líitð með afköst á leikjum að gera, eins og áður var tekið fram
Örgjörvin í PS3 hentar best í hluti eins og Folding@Home sem vélin er að standa sig vel í, þá er það aðalega skortur á minni sem gerir hana ekki eins hentuga fyirr flókna vísindalega útreikninga. Eða streaming aðgerðir... Þessir SPE kjarnar á Cell eru svo dumbed down að þeir gagnast mjög illa í tölvuleiki og er gífurlega erfitt að notfæra þá almennilega meðan Xbox er með 3 "hyper threaded" kjarna sem styðja hefðbundnar reikniaðgerðir og branch prediction sem hentar betur í tölvuleiki og gervi-greind.
Man ekki betur en að PS2 hafi verið með meiri reiknigetu en Xbox 1.0 en samt var hún með mun verri grafík og hentaði ekki eins vel fyrir leiki og Xbox, hvað architecture varðar...
Sent: Fös 13. Apr 2007 09:49
af ÓmarSmith
oleeeeoleeeoleeeoleeeeeee
Sent: Fös 13. Apr 2007 10:34
af Alcatraz
Svo er það ekki bara kraftur tölvunnar sem skiptir máli! Leikirnir eru líka mikilvægir
Swing Swing
Sent: Fös 13. Apr 2007 16:52
af ronnachai
Ég á X360 Hún er bara geðveik en stundum langar mér í ps3 bara út af SingStar. X360 er svona meira af alvöru skotleikjum. Það er ein vandamál hjá PS3 Þegar maður fyllir HDD
hvað gerir maður þá ? Það er nefnilega hægt að skipta HDD á X360
Ég heyrði líka að það væri hægt að setja HDD fyrir PC tölvur í ps3! hmmm! þarf kannski að taka vélin í sundur? ég nenni það ekkert!
Re: Swing Swing
Sent: Fös 13. Apr 2007 19:40
af Pandemic
ronnachai skrifaði: Ég heyrði líka að það væri hægt að setja HDD fyrir PC tölvur í ps3! hmmm! þarf kannski að taka vélin í sundur? ég nenni það ekkert!
Það er hægt á Xbox360.
Re: Swing Swing
Sent: Fös 13. Apr 2007 21:23
af andribja
Pandemic skrifaði:ronnachai skrifaði: Ég heyrði líka að það væri hægt að setja HDD fyrir PC tölvur í ps3! hmmm! þarf kannski að taka vélin í sundur? ég nenni það ekkert!
Það er hægt á Xbox360.
Nei, það er ekki hægt en það er auðveldlega hægt að skipta um HDD í PS3 án þess að taka hana í sundur.
Re: Swing Swing
Sent: Fös 13. Apr 2007 23:14
af hakkarin
Hvað er þessi svo kallaði umsjónamaður gamall? Getur ekki verið mjög gamall úr því að hann lætur nokkrar myndir sanfæra sig um að xbox 360 mali ps3 í grafík setur svo broskall á eftir. Segir ekkert um getu ps3. Svo er hvorug tölvan með BETRI grafík bara fer eftir leiknum og hvernig
leikurinn notfærir kraft tölvunar.
Sent: Fös 13. Apr 2007 23:33
af Arkidas
Þetta er ekta console war þráður, hvers vegna erum við að þessu? Þeir sem kjósa PS3 eða Xbox 360 munu ekki breyta skoðunum sínum hvað sem á gengur.
Sent: Fös 13. Apr 2007 23:40
af ICM
hakkarin það hefur ekkert með aldur að gera
Það er engin að láta þessar myndir sannfæra sig, ef þú lest þér vel um þá ættu þessi screenshot ekki að koma á óvart. Sony eiga þetta umtal skilið eftir að ljúga stöðugt til um afkasta getur þeirra.