Síða 1 af 1

[Kaldhæðni]MS og Xbox Live 4tW[\Kaldhæðni]

Sent: Þri 27. Mar 2007 00:23
af ManiO

Sent: Þri 27. Mar 2007 22:21
af hakkarin
Og afhverju er þetta kaldhæðni :?

Re: [Kaldhæðni]MS og Xbox Live 4tW[\Kaldhæðni]

Sent: Mið 28. Mar 2007 12:54
af Stebet
4x0n skrifaði:http://www.shacknews.com/onearticle.x/46290

:shock:


Er nokkur vottur af PS3 biturleika í þessu? :P

Re: [Kaldhæðni]MS og Xbox Live 4tW[\Kaldhæðni]

Sent: Mið 28. Mar 2007 13:13
af ManiO
Stebet skrifaði:
4x0n skrifaði:http://www.shacknews.com/onearticle.x/46290

:shock:


Er nokkur vottur af PS3 biturleika í þessu? :P



Hvernig er það biturleiki að pósta frétt af skelfilegum mistökum hjá MS?

Re: [Kaldhæðni]MS og Xbox Live 4tW[\Kaldhæðni]

Sent: Mið 28. Mar 2007 17:34
af Stebet
4x0n skrifaði:
Stebet skrifaði:
4x0n skrifaði:http://www.shacknews.com/onearticle.x/46290

:shock:


Er nokkur vottur af PS3 biturleika í þessu? :P



Hvernig er það biturleiki að pósta frétt af skelfilegum mistökum hjá MS?


Það er það ekki enda var þetta grín hjá mér. Mér fannst bara vottur af svona "best að senda inn póst til að rakka niður Xbox Live afþví ég á PS3" lykt af þessu. Það er samt örugglega bara ég að finna hana afþví ég hef orðið vitni að mögnuðum og afar vitlausum umræðum um 360 vs. PS3 undanfarið.

Þetta er hins vegar frekar slæmt mál en sökin liggur nú ekki fullkomlega hjá MS. Fólk á ekki að gefa upp neinar upplýsingar sem getur gefið svona aðilum hugmynd um hvernig það kemst yfir persónupplýsingar fólks. Svo er náttúrulega glaðað að starfsfólkið hafi látið plata sig svona. Þetta er allavega hlutur sem á vonandi ekki eftir að endurtaka sig þar sem MS sendu víst allt Live Support staffið í "endurmenntun" :P

Þetta er hins vegar fullkomið dæmi um að það er oftar "human factorinn" sem er öryggishola frekar en tölvukerfin.

Re: [Kaldhæðni]MS og Xbox Live 4tW[\Kaldhæðni]

Sent: Mið 28. Mar 2007 17:39
af ManiO
Stebet skrifaði:Það er það ekki enda var þetta grín hjá mér. Mér fannst bara vottur af svona "best að senda inn póst til að rakka niður Xbox Live afþví ég á PS3" lykt af þessu. Það er samt örugglega bara ég að finna hana afþví ég hef orðið vitni að mögnuðum og afar vitlausum umræðum um 360 vs. PS3 undanfarið.

Þetta er hins vegar frekar slæmt mál en sökin liggur nú ekki fullkomlega hjá MS. Fólk á ekki að gefa upp neinar upplýsingar sem getur gefið svona aðilum hugmynd um hvernig það kemst yfir persónupplýsingar fólks. Svo er náttúrulega glaðað að starfsfólkið hafi látið plata sig svona. Þetta er allavega hlutur sem á vonandi ekki eftir að endurtaka sig þar sem MS sendu víst allt Live Support staffið í "endurmenntun" :P

Þetta er hins vegar fullkomið dæmi um að það er oftar "human factorinn" sem er öryggishola frekar en tölvukerfin.


Ahh, sry tók þessu kommenti þínu greinilega alltof bókstaflega :oops: En ég á ekki neina next gen console, en verð þó að viðurkenna að 360 er ekki sú sem ég myndi velja mér ef ég fengi eina í hendurnar, og er það bara vegna þess að mér finnst lítið um leiki sem mér finnst spennandi á 360 :8)

Re: [Kaldhæðni]MS og Xbox Live 4tW[\Kaldhæðni]

Sent: Mið 28. Mar 2007 17:51
af Stebet
4x0n skrifaði:Ahh, sry tók þessu kommenti þínu greinilega alltof bókstaflega :oops: En ég á ekki neina next gen console, en verð þó að viðurkenna að 360 er ekki sú sem ég myndi velja mér ef ég fengi eina í hendurnar, og er það bara vegna þess að mér finnst lítið um leiki sem mér finnst spennandi á 360 :8)


Ekkert mál. Þetta var líka ekkert voða augljóst grín hjá mér :)

Ég hinsvegar fékk mér 360 í nánast einum tilgangi, Gears of War og Halo 3. Hef aldrei átt leikjatölvu áður en eftir að hafa lesið um þá og séð þá gat ég ekki annað. Ég er líka að fíla HD-DVD addonið allsvakalega. Mig langar samt líka í Wii, hún lúkkar ótrúlega skemmtilega og hef heyrt góða hluti af henni.

PS3 hef ég hins-vegar lítið sem engann á huga á. Eiginlega allir leikirnir sem koma á henni sem ég hef áhuga á koma líka á 360, controllerinn finnst á 360 finnst mér þægilegri og 360 gat ég keypt strax í nóv 2005 :P.

Sent: Mið 28. Mar 2007 17:52
af ICM
Alvarleiki þessa mistaka er of-aukinn... Þú getur ekki séð kreditkorta upplýsingarnar og það sem þú kaupir með kortinu er bundið við þennan account, sem hefur væntanlega verið skilað í réttar hendur að rannsókn lokinni.

Nánast allir leikir koma á 360 nema örfáir japanskir leikir, miklu fleiri AAA leikir hafa verið tilkynntir á 360. Ef þú spilar vestræna leiki þá eru miklu fleiri exclusive leikir fyrir 360. Ef þú vilt original IP þá eru miklu fleiri nýir titlar á 360 en á PS3. MGS4 verður líklega ekki exclusive fyrir PS3. Þá eru einu leikirnir sem PS3 hefur Final Fantasy en það eru einnig líkur á að þeir fái 360 release þar sem verið er að gera Final Fantasy leik á 360/PC með Unreal Engine 3.

Vissulega koma margir 360 leikir líka á PC en hvernig getur nokkur maður sagt að það séu engir spennadni leikir á 360 þegar það eru nánast engir exclusive leikir á PS3 sem eru á nokkurn hátt spennandi nema þú sért að sækjast eftir útgáfu 16 af útkeyrðri leikjaseríu.

Eina skýringin sem ég hef er að þú hlýtur að vilja risa vélmenni, menn sem lýta út eins og konur og turn based RPG leiki.

Þér hlýtur einnig að vera illa við netspilun...

Sent: Mið 28. Mar 2007 18:22
af Stebet
ICM skrifaði:Alvarleiki þessa mistaka er of-aukinn... Þú getur ekki séð kreditkorta upplýsingarnar og það sem þú kaupir með kortinu er bundið við þennan account, sem hefur væntanlega verið skilað í réttar hendur að rannsókn lokinni.


Samt ekki. Þessir aðilar fengu með þessu aðgang að öllum Microsoft Points sem þessir einstaklingar höfðu verslað. Það getur verið dágóður peningur þar á ferðinni. Þó þau séu ekki transferable er ekki erfitt að eyða þeim í vitleysu.

Það skal líka ekki vera vanmetið hversu mikil óþægindi hjá notendum og kostnaður við tímatap hjá starfsmönnum MS sem þurfa að leiðrétta mistökin.

Sent: Mið 28. Mar 2007 18:39
af ManiO
ICM skrifaði:Nánast allir leikir koma á 360 nema örfáir japanskir leikir, miklu fleiri AAA leikir hafa verið tilkynntir á 360. Ef þú spilar vestræna leiki þá eru miklu fleiri exclusive leikir fyrir 360. Ef þú vilt original IP þá eru miklu fleiri nýir titlar á 360 en á PS3. MGS4 verður líklega ekki exclusive fyrir PS3. Þá eru einu leikirnir sem PS3 hefur Final Fantasy en það eru einnig líkur á að þeir fái 360 release þar sem verið er að gera Final Fantasy leik á 360/PC með Unreal Engine 3.
Eina skýringin sem ég hef er að þú hlýtur að vilja risa vélmenni, menn sem lýta út eins og konur og turn based RPG leiki.

Þér hlýtur einnig að vera illa við netspilun...


Gran Turismo, þeir verða nokkrir á PS3. Og svo finnst mér controllerinn fyrir Xboxið herfilegur (mín skoðun) þannig að þó að MGS4 mun koma fyrir Xboxið líka þá mundi ég sennilega ekki njóta hans jafn mikið á henni. FF eru einhverjir leiðinlegustu leikir sem ég hef prófað.

Og hvaða rugl ertu að tala um risa vélmenni og menn sem líta út eins og konur? :-s

Og svo undanfarið hef ég misst mestan áhuga á netspilun já.

En ein spurning eru einhverjir "partí"-leikir á 360, (líkt og SingStar eða Mario party)?

Sent: Mið 28. Mar 2007 19:52
af ICM
4x0n t.d. verður Forza Motorsport 2 miklu betri en Grand Turismo 5, GT5 er meira svona eins og einhver arcade leikur í samanburði. Bílarnir eru algjörlega destructable og allt verður mun raunverulegara í Forza, kemur líka út MÖRGUM MÁNUÐUM á undan GT5. :roll: Sýnir bara að þú kýst að reyna ekki nýja hluti og heldur í vanan frekar en að spila leiki fyrir gæðin.

Partý leikir? FULLT af Arcade leikjum, Tetris, Fusion Frenzy 2, Guitar Hero, Dance Dance Revolution að nefna nokkra...

Controllerin á Xbox 360 er hannaður fyrir 3D leiki, PS controllerin er hannaður fyrir 2D leiki þar sem Japanir þola ekki að hafa stjórn yfir myndavélinni hjá sér, það er ekki lygi en þeir verða víst "sjóveikir" að spila leiki eins og við spilum þar sem þú snýrð myndavélinni sjálfur en tölvan gerir það ekki fyrir þig.

Vinstri analog pinnin á að sjálfsögðu að vera með meiri áherslu heldur en d-pad, þessvegna er 360 stýripinnin lógískari fyrir vestræna leiki þar sem þeir nota flestir analog pinnan. 360 stýrpipinnin er líka hannaður fyrir skotleiki enda er trigger takkinn eins og á byssu. Það vantar líka vibrations í PS3 stýripinnan, þegar þú skýtur úr sniper eða haglabyssu þá viltu að sjálfsögðu finna fyrir "höggi"

Menn sem líta út eins og konur... Það á við um flesta Japanska tölvuleiki og ef þú heldur að það sé lygi þá skaltu lesa um Western/Japanese culture clash.

Sent: Mið 28. Mar 2007 21:16
af ManiO
Persónulega hef ég aldrei haft þörf á víbríng í fjarstýringu. Og svo skiptir mig ekki hvort að fjarstýring sé hönnuð fyrir eitthvað sérstakt, MÉR finnst PS fjarstýringin þægilegri og ekki reyna að halda öðru fram. Mér gæti ekki verið meira sama hvort að Xbox fjarstýringin hafi verið hönnuð fyrir 3d leiki, og einhver trigger takki (það er ekki eins og þeir hafi verið fyrstir til...).

Hef ekki áhuga á GH og DDR, og tel flesta arcade leiki ekki partý leiki (þó svo að það geti verið gaman að spila með félögum). Hef ekki heyrt um FF2 og sé ekki hvernig tetris telst sem partý leikur.

Og með Forza, hann gæti vel verið góður en eins og ég hef kannski minnst á þá er ég ekki að fíla fjarstýringuna á boxinu. Og mér er sama þótt GT5 komi seinna út, enda hef ég aldrei sagt að ég eigi PS3 né sagt að ég sé á leiðinni á næstunni að kaupa hana. Mun sennilega gera það þó þegar næsta revision kemur. Mun sennilega fá mér Wii fyrst.

Sent: Mið 28. Mar 2007 21:48
af Stebet
Að sannfæra fólk um að kaupa aðra leikjatölvu en það hefur ákveðið sérstaklega útaf leikjavali er eins og að berja höfðinu í vegg. 4x0n hefur sínar ástæður fyrir að velja PS3 og flest allt sem þú sagðir ICM er þitt álit. 4x0n hefur annað álit á hlutunum og þannig er það bara.

Persónulega er slatti í PS3 sem heillar mig en Xbox 360 heillar mig einfaldlega meira þegar á heildina er litið. Að lesa Halo 3 bloggið er yndislegt, og ég held hann eigi eftir að virkilega sýna fólki hvað 360 getur þegar kemur að next-gen grafík því þrátt fyrir það sem fólk heldur þá er Gears of War ekki það eins sem hún getur. Talandi um hluti eins og raunverulegar ölduhreyfingar á sjó, með aukabylgjum sem verða útaf vindi, epíska bardaga þar sem þú sérð aerial bardaga sem eiga sér stað marga kílómetra í burtu (og það eru alvöru bardagar, ekki bara módel með pre-set paths), lítil details eins og fuglar sem fljúga í hópum á raunverulegann hátt og svona mætti lengi telja. Bungie ætla all-out með Halo 3 ég ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig hann kemur út.

Ég bíð líka spenntur eftir að sjá Gran Turismo 5 á PS3.

Sent: Mið 28. Mar 2007 21:55
af ManiO
Stebet skrifaði:Að sannfæra fólk um að kaupa aðra leikjatölvu en það hefur ákveðið sérstaklega útaf leikjavali er eins og að berja höfðinu í vegg. 4x0n hefur sínar ástæður fyrir að velja PS3 og flest allt sem þú sagðir ICM er þitt álit. 4x0n hefur annað álit á hlutunum og þannig er það bara.


=D> Vel orðað.

Sent: Mið 28. Mar 2007 22:03
af ICM
Ég vil bara vita hvernig leiki hann spilar fyrst honum finnst 360 ekki spennandi þar sem hún er með lang mesta úrvalið af tölvuleikjum í þetta skiptið.

Ef hann veit ekkert um Forza 2, hvernig getur hann þá fullyrt að hann sé ekkert spennandi? Hljómar eins og Sony fanboy í mínum eyrum þar sem hann útilokar algjörlega Forza og ber saman við óæðri GT5, sem ég er reyndar líka spenntur fyrir og mun gefa tækifæri enda ætla ég að fá mér PS3 á næsta ári.

Sent: Mið 28. Mar 2007 22:12
af Stebet
ICM skrifaði:Ég vil bara vita hvernig leiki hann spilar fyrst honum finnst 360 ekki spennandi þar sem hún er með lang mesta úrvalið af tölvuleikjum í þetta skiptið.

Ef hann veit ekkert um Forza 2, hvernig getur hann þá fullyrt að hann sé ekkert spennandi? Hljómar eins og Sony fanboy í mínum eyrum þar sem hann útilokar algjörlega Forza og ber saman við óæðri GT5, sem ég er reyndar líka spenntur fyrir og mun gefa tækifæri enda ætla ég að fá mér PS3 á næsta ári.


Snúðu þessu við. Hvernig getur þú fullyrt um að Forza 2 sé óæðri GT5 þegar hvorugur leikurinn er kominn út? Ég hef komist að ´því fyrir sjálfann mig að engin bílaleikjasería er einu sinni svipuð og önnur. Allar hafa sitt "feel" og eru spes á einhvern hátt. Það sem öðrum finnst óæðra finnst öðrum betra. Mér t.d. finnst Burnout Revenge óendanlega mikið skemmtilegri en Project Gotham, Gran Turismo eða hvaða annar bílaleikur sem ég hef prófað. Samt er töluvert minna lagt í hann og hann "óæðri" á marga vegu. Sumum fannst Half-Life 2 betri en Doom 3 og öfugt.

Sent: Mið 28. Mar 2007 22:13
af ManiO
ICM skrifaði:Ég vil bara vita hvernig leiki hann spilar fyrst honum finnst 360 ekki spennandi þar sem hún er með lang mesta úrvalið af tölvuleikjum í þetta skiptið.

Ef hann veit ekkert um Forza 2, hvernig getur hann þá fullyrt að hann sé ekkert spennandi? Hljómar eins og Sony fanboy í mínum eyrum þar sem hann útilokar algjörlega Forza og ber saman við óæðri GT5, sem ég er reyndar líka spenntur fyrir og mun gefa tækifæri enda ætla ég að fá mér PS3 á næsta ári.


Ratchet & Clank leikirnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér, og einn þeirra er víst PS3 exclusive. GT er að sjálfsögðu PS exclusive. Kingdom Hearts 1 var nokkuð góður að mínu mati, á eftir að spila 2, og svo er víst 3 á leiðinni og finnst mér líklegt að hann komi á PS3. Og svo eru að sjálfsögðu leikir sem eru á mörgum kerfum, en eins og ég hef víst sagt áður þá er ég hrifnari af PS stýripinnanum.

Og varðandi Forza, þá sagði ég aldrei að ég hefði ekki kynnt mér neitt um hann. Ég sagði bara að hann gæti vel verið góður, mun ekki fullyrða neitt um hvort hann sé það eða ekki enda er hann ekki kominn út. Og ég sagði heldur ekki að það væri ekkert spennandi á 360, bara lítið sem réttlætir kaup á vélinni fyrir mig.