Síða 1 af 1

eitt 7900gt eða setja í SLI

Sent: Mán 06. Nóv 2006 14:57
af Róbert
Sælir,
Er með GeForce 7900GT, PCI-Express, 256 MB og langar að fræðast um hvað ég muni græða á að kaupa annað og skella í SLI.
Dæmi spila cod2 Battlefield2 Farcry og fleiri hver verður munurinn og er það þess virði.
Takk fyrir
Róbert

Sent: Mán 06. Nóv 2006 17:08
af Mazi!
ALLS EKKI FÁ ÞÉR SLI!!!
það er kanski í lagi að fá sér eitt 7900gt kort en bíddu frekar eftir DX10 kortunum og settu þau í sli! :8)

Sent: Mán 06. Nóv 2006 21:13
af Tjobbi
mazi hefur á réttu að standa, bíða bara smá og sjá hvernig dx10 markaðurinn þróast og þá splæsa :wink:

Sent: Mán 06. Nóv 2006 21:31
af Róbert
get ég notað 7900gt kortið sem ég á núna , með dx10 korti :oops:

Sent: Mán 06. Nóv 2006 21:52
af Alcatraz
Er sjálfur að pæla í sama hlut. 7900GT SLI, get nefnilega fengið 1 á 15-20.000 kall sem mér finnst fínt. Veit bara ekki alveg hversu mikið ég græði á því þegar kemur að leikjum... Þess vegna er ég ekki alveg viss hvort ég eigi að spara peninginn og nota hann í DX 10 kort eða fjárfesta í öðru 7900GT.

Og þú getur ekki notað 7900GT kortið með öðru DX10 korti.

Sent: Mán 06. Nóv 2006 23:58
af Tjobbi
Alcatraz skrifaði:Er sjálfur að pæla í sama hlut. 7900GT SLI, get nefnilega fengið 1 á 15-20.000 kall sem mér finnst fínt. Veit bara ekki alveg hversu mikið ég græði á því þegar kemur að leikjum... Þess vegna er ég ekki alveg viss hvort ég eigi að spara peninginn og nota hann í DX 10 kort eða fjárfesta í öðru 7900GT.

Og þú getur ekki notað 7900GT kortið með öðru DX10 korti.


SLI tæknin á að skila allt að 40% meiri aflköstum og hefur verið að reynast vel í þungum leikjum sem eru td keyrðir á stóra skjái.

Annars held eg að það eigi eftir að líða nokkrir mánuðir í að allir leikir verði dx10 supported.

Svo ekki sé minnst á öll dx10 kortin sem eru á leiðinni, 8800 er bara byrjunin.

Ef þú ert með monster skjá og ert 24/7 i oblivion eða fear og færð kortið á 15þús þá sé ég ekkert að þessu :twisted:

Sent: Fim 09. Nóv 2006 09:20
af ÓmarSmith
SLI gefur " ALLT " að 40% aukningu en það er afar ólíklegt.

Ég var með SLI 7800GTX og fann engan mun á að skipta niður í 7900GT. Allir leikir rönnuðu alveg jafn smooth.

Þannig að sértu ekki með 23" skjá eða stærri þá græðiru takmarkað á SLI settup.

7900Gt er fjári gott kort og það ræður alveg við allt sem er í gangi í dag í nánast hæstu upplausn.