Síða 1 af 1

Leikjavandamál

Sent: Mán 04. Ágú 2003 17:37
af dadi
þegar ég ætla að spila leik í tölvunni minni þá kemur alltaf "please insert disc" þó að diskurinn sé í drifinu. Ég held að þetta sé ekkert sem að er að geisladrifinu því að ef ég set DVD disk í þá er alveg hægt að spila hann og ef að ég set leik í þá fer autorun-ið í gang og allt svoleiðis en ef ég ýti á play þá biður hún mig bara um diskinn.
Er einhver hérna sem að veit hvað er að og hvort að það sé einhver lausn á þessu?

Sent: Mán 04. Ágú 2003 18:50
af Bitchunter
tékkaðu á disknum hvort það séu sprungur.....
það gerðist við c&c generals diskin minn...:( það koma alltaf insert the correct cd

Sent: Mán 04. Ágú 2003 19:01
af Voffinn
Ertu að nota orginal diskanna ?

Just a thought...

Sent: Þri 05. Ágú 2003 18:48
af dadi
Bitchhunter: En þetta er ekki bara einn leikur, heldur allir.


Voffinn: Ég er að nota uppranalegu diskana, já.

Sent: Þri 05. Ágú 2003 19:02
af MezzUp
finndu bara No-CD crack fyrir leikinn á astalavista.box.sk

m

Sent: Þri 05. Ágú 2003 20:25
af ICM
hahahamúhahaha :lol: reynir að keyra skrifaða diska og ætlast til að þeir virki.

Annars ef þú ert með gamlan skrifara eða geisladrif þá geturðu lent í vandræðum með að spila diska, þeas ef þeir eru skrifaðir á meiri hraða en drifið þitt ræður við, var allavega þannig hjá mér á gamla skrifaranum mínum. Jafnvel diskar útúr búð virkuðu ekki hjá mér en svo segja allir NEI það er ekki mögulegt það skiptir engu máli þú átt að geta lesið alla diska sama hve mikin hraða drifið þitt er en NEI ef ég skrifaði diska í tölvu félaga minna þá virkuðu þeir bara í tölvunni minni ef þeir voru skrifaðir hægt.

Sent: Þri 05. Ágú 2003 20:40
af Zaphod

Sent: Þri 05. Ágú 2003 22:09
af MezzUp
dadi skrifaði:Voffinn: Ég er að nota uppranalegu diskana, já.


IceCaveman???? Hann er ekki að nota skrifanlega diska

rf

Sent: Þri 05. Ágú 2003 22:19
af ICM
þá á seinna við sem ég sagði hann er með of hægt CD drif
Hver er hraðin á því

Sent: Mið 06. Ágú 2003 12:58
af dadi
Ég held að þetta sé ekki geisladrifið því að það virkaði fínt þar til að einn daginn byrjaði þetta að koma.

Sent: Mið 06. Ágú 2003 13:48
af gumol
varstu að fikta eitthvað í tölvunni, bæta við diskum, breita jumperunum eða skifta um bókstaf á cd drifinu?, það gæti verið ástæðan. Þá þarftu bara að installera leiknum aftur.

Sent: Fim 07. Ágú 2003 12:16
af dadi
ok, ég man ekki hvort að ég hafi verið að breyta einhverju en það getur vel verið prófa bara að re-installa. Takk