Síða 1 af 2

Þegar leikirnir virka ekki á nýustu græunum?

Sent: Sun 18. Jún 2006 00:11
af Harvest
Daginn

Mig langaði að forvitnast um einn hlut. Nú er ég kominn með nýja vél:

CPU - AMD 2x4400 og
Radion x1900xtx 512mb.

Af hverju get ég ekki spilað neina leiki? eða af hverju "runna" þeir ekki eins og þeir eiga að gera.

T.d. ég kemst inní hl2 og cs:s en þeir eru með svona svakalegum "hökt-kippum" á 10 sek. fresti. Ég prufaði einnig BF2 og það var svipað vesen á þeim bæ. Einnig fanst mér asnalegt að þetta var líka í "menu-bar" - eða þar sem maður velur multiplayer eða single osf.

Það væri frábært að fá svör sem gætu virkað fyrir mig og þá sem eru kanski í sama klandri og ég.

Sent: Sun 18. Jún 2006 00:20
af SolidFeather
Búinn að installa öllum driverum?

Sent: Sun 18. Jún 2006 00:44
af Harvest
já...er nokkuð viss um það. Installaði disknum með móðurborðinu og skjákorta disknum.

allveg ráðþrota

Sent: Sun 18. Jún 2006 12:16
af hahallur
Náðu í nýjustu gauranna á netinu....

Getur sammt verið að þú hafir ekki verið að setja þetta upp á fresh XP disk...

... heldur gamlan sem þú varst með í með XP already á ?

Sent: Sun 18. Jún 2006 12:43
af Cikster
Þig vantar patchinn þannig að XP nái að dreifa álaginu rétt á báða core á örgjörvanum.

http://www.amd.com/us-en/assets/content ... usetup.exe

Sent: Sun 18. Jún 2006 13:06
af Harvest
held að ég sé með þennan fyrir.

allavega fæ ég eitthver skilaboð um það...þarf ég kanski að stilla hann eitthvað?

og þetta er splunku nýr raptor sem ég er með í vélinni svo það er ætti ekki að vera það hahallur

Sent: Sun 18. Jún 2006 13:20
af Cikster
Átt ekki að þurfa að stilla hann, en þetta átti að laga smá bögg varðandi dual core örranna frá amd.

Hin leiðin er að gera þetta "manual" til að vera viss um að þetta sé það en það er að fara í Task Manager, hægri klikka á leikinn og fara í Set Affinity og velja bara annan core þar.

Sent: Sun 18. Jún 2006 13:40
af Harvest
þetta virkaði ekki heldur....s.s. að velja bara einn í TM. Þarf ég að velja eitthvern sérstakan?

ég las eitthverstaðar á netinu að það væri til eitthvað svona dual core fix...ætla að prófa það.

Annars megiði halda áfram að raða í mig commentum.

Sent: Sun 18. Jún 2006 14:02
af Harvest
þetta var nú það sama reyndar.....náði að installa þessu en ekkert gekk

reyndar var hún ekki að hökta svona í hl2 en gerði það í cs:S

Sent: Sun 18. Jún 2006 14:50
af hahallur
Þarft að slökkva einum kjarnanum í leikjum minnir mig... Fletch kann það...

Sent: Sun 18. Jún 2006 14:55
af Cikster
Þarf ekkert að slökkva á einum kjarnanum fyrir leiki. Ef dual core fixið fer rétt inn þá virkar þetta vel (sem það gerir hjá mér).

En þar sem þetta er ekkert að hökta í HL2 hjá honum heldur bara í CS þá er þetta eitthvað annað sennilega. Ég var t.d. í royal basli með drasl 7300 skjákortið mitt í langan tíma.

Mæli með að þú prófir fleiri drivera fyrir skjákortið, dugaði hjá mér.

Sent: Sun 18. Jún 2006 15:22
af Harvest
hvað fæ ég öðruvísi drivera...er ekki bara til 1 driver fyrir kortið mitt x1900xtx frá ati?

svo þegar ég var búinn að vera í hl2 í svona 20 min þá byrjaði þetta allt í einu aftur.

varð svo reiður...arg :x

Sent: Sun 18. Jún 2006 17:39
af mjamja

Sent: Sun 18. Jún 2006 18:03
af Harvest
ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki skjákortið.

ég get nefnilega spilað cod2 í fínum gæðum og góðu yfirlæti

Sent: Sun 18. Jún 2006 19:30
af ErectuZ
Settu samt inn nýjasta Omega driverinn, sakar ekki að reyna.

Sent: Sun 18. Jún 2006 19:55
af Harvest
er það bestu driverarnir eða??

á ég ekki að dl. þessum:

Radeon Omega Driver 3.8.252

?

Sent: Sun 18. Jún 2006 21:41
af Heliowin
Hvað með til dæmis skjáupplausnina og svoleiðis, er það ekki innan æskilegra marka.

Sent: Sun 18. Jún 2006 21:46
af Harvest
Búinn að prófa hvort tveggja....er með widescreen og var með það í bontni fyrst. Svo setti ég í 4:3 og bara lélega grafík og það var svipað :/

Held að þetta sé annaðhvort bara eitthvað driveravesen á skjákortinu eða þetta sem þið hafið verið að tala um með örgjörfann (sem mér finst líklegast).


Annars komst ég í hl2 í dag í svona 15 min í 1600x1050 og það er eitthvað það yndislegasta sem ég hef upplifað. Ekkert lagg og ekkert bug eða vesen. En svo kom eitthver púki og eyðilagði allt.

Sent: Sun 18. Jún 2006 21:50
af Heliowin
En hvað er þá refresh rate'ið :oops:

Sent: Sun 18. Jún 2006 21:52
af Harvest
Ehhh.....hvað????

Sent: Sun 18. Jún 2006 22:00
af Heliowin
Æi ég meinti þetta með frequency dæmið, ég man ekki hvað það heitir.

Edit: afsakið að ég svara hérna og sé að skipta mér af því sem ég veit ekkert um. Það er bara þetta eina sem stingur mest upp í kollinum af þvi sem mér kemur til hugar.

Sent: Sun 18. Jún 2006 22:41
af Harvest
trust me...gæti hjálpað... ég allavega vil álit frá sem flestum, hvort sem þeir telja sig "pro" eða ekki.

Sent: Sun 18. Jún 2006 22:41
af Heliowin
Ef þetta er ekki vandamálið - skjáupplausn og frequency dæmið - þessi fíni nýi örri sé að þrífast, og réttur og bættur skjákorts driver komi ekki að liði, þá er ýmislegt annað sem mætti athuga og leita sér jafnvel aðstoðar hjá framleiðanda.

Þetta með nýjustu græjurnar getur stundum verið tricky og maður jafnvel þurft að setja inn nýjan BIOS driver á splunkunýju móðurborði og það get ég sagt að sé oft hægt að mæla með í mörgum tilfellum, án þess að ég sé eitthvað sérstaklega gera það í þínu tilfelli þegar annað er ekki ljóst.

Sent: Sun 18. Jún 2006 23:55
af Harvest
Ég er orðinn gersamlega ráðþrota

ég er búinn að setja upp þetta örgjörfa fix

og ég er búinn að setja upp annan skjákorta driver

ekkert gengur.....ég get alltaf verið í svona 5 min í cs og ekkert lagg eða neitt bara roooosalega flott, svo allt í einu byrjar þetta....

þetta er eins og rispuð plata sem endirtekur allt svona 20 sinnum þangað til maður lagar hana eða hreynlega flegir henni í tunnuna.


hvað geeetur þetta verið. ætla að hringja í búðina á morgun og sjá hvað þeir segja.

mér finst þetta svo skrítið.


annað: það eru þessir 2 hlutir sem virka ekki = cs:s (og hl2) og svo vlc player....hann virkar reyndar, en byrjar að hökta svona svipað og leikirnir og byrja með eitthvað vesen. ég lennti reyndar í svipuðu með vlc playerinn á gömlu vélinni en það lagaðist allt þegar ég settu Windowsið aftur upp.

ætli þetta tengist eitthvernvegin á nokkrun hátt???

Sent: Sun 18. Jún 2006 23:57
af Cikster
Ég mundi mæla með að þú mundir prófa að hafa tölvuna opna og athuga hvort hún hætti með þessi leiðindi eða hvort það allavegana líði lengri tími áður en hún byrjar með þessi leiðindi.

Eitthvað er að segja mér að skjákortið sé jafnvel að keyra ansi heitt.