Síða 1 af 2

HalfLife2 hardware..

Sent: Mán 28. Júl 2003 17:51
af OverClocker
Veit einhver hvaða hardware maður þarf að hafa til að geta spilað leikinn almennilega ?
Það er ekkert að marka minimum system requirements. Fyrir Battlefield er sagt minnst PIII 500mhz, en í raun ætti það að vera P4 2+ og Ti skjákort eða betra..

Spurning hvað maður þarf að blæða mikið enn á ný..... :(

Sent: Mán 28. Júl 2003 18:02
af Bitchunter
þú gleymdir einu varðandi bf þá verður maður að hafa 512 mb ram til að spila hann almenilega
ég ætla kannski að kaupa mér auka memory stiku þegar half life 2 kemur út...
hann kemur í september!! :D (segir Planet Half-Life)

Sent: Mán 28. Júl 2003 19:51
af Bitchunter
jei!
ég sá þetta á gamespy


While the new engine has all sorts of fancy features, it's still designed to scale and work on lower-end machines. Apparently a 700mhz processor and a video card capable of running DX6 is enough, although a 2ghz with a GeForce4 is recommended. Rumors about NVidia or ATI exclusivity are unfounded.



það er alltaf hægt að marka recommended requirements :)

Sent: Mán 28. Júl 2003 20:01
af Voffinn
ég ætti þá að geta prufað hann í lægstu :p

ódýrt

Sent: Mán 28. Júl 2003 20:48
af ICM
ódýrasta lausnin til að ráða við HL2 verður XBox og þar verður hann optimized svo hann gengur aldrei í kippum, sama sagan um Doom3

Sent: Mán 28. Júl 2003 20:53
af Voffinn
hvað er xbox ? 600mhz ? eða nær hann því að vera 800 ?

hvað er þetta með þig og þína ofurtrú á microsoft ?

Sent: Mán 28. Júl 2003 21:02
af gumol
Voffinn: Afhverju þarf Xbox að vera léglegt þótt það sé búið til af Microsoft?

nei

Sent: Mán 28. Júl 2003 21:03
af ICM
XBox er 733mhz en er með verulega breytta útgáfu af W2k og DirectX8, allar aðgerðir sem tölvan vinnur fara örlítið öðruvísi fram en í windows venjulega þannig að þú færð meira performance, sérhannað nvidia kort sem er hraðara en flest geforce3 kort og styður alla Dx8 shaders, þar með er þetta eina leikjatölvan sem tæknilega séð ræður við Doom3 og leiki af þeirri stærð. Þetta er ekki að vera með óraunhæfa trú á microsoft þetta eru staðreyndir. Afhverju keypti USA her ekki PS2 frekar en Xbox fyrir 200.000$ sem afþreyingar efni fyrir hermenn í evrópu? hehe það útskýrir kanski afhverju herinn flutti inn svona mörg HDTV frá kína :wink:


Ef þið eruð ekki ánægðir með upplausnina á boxinu þá getiði fengið ykkur HDTV adapter og jafnvel tengt við tölvuskjáin fyrir meiri upplausn.

Sent: Mán 28. Júl 2003 23:32
af odinnn
ég veit allavegana að tölvan mín (800mhz, 256 sdram og GF2 mx400) er ekki að meika síðast vídeóið frá þeim en það er demó sem er keyrt í gegnum vélina. ég laggaði eins og fjandinn og það var einginlega leiðinlegt að horfa á þetta über flotta myndband.

nei

Sent: Mán 28. Júl 2003 23:35
af ICM
ekki einusinni líkja tölvunni þinni við xbox hefurðu séð xbox í action og séð svo sömu leiki í windows vélum með mikið öflugara hardware? oftast gengur það mun betur á xbox en vélar með mun betra hardware því það er dedicated. sjáið bara þegar halo kemur á PC.
og BTW horfið á Halo2 videoið það er stæsti skotbardagi í sögu tölvuleikja hefði ég haldið. amk hefur aldrei verið eins mikið líf í 3D leik í einu

Re: nei

Sent: Þri 29. Júl 2003 12:13
af odinnn
IceCaveman skrifaði:ekki einusinni líkja tölvunni þinni við xbox


varstu að tala við mig? ef svo er þá var þetta ekki skot á Xbox (fyrirgefðu ef ég hef móðgað þig eitthvað), ég var bara að segja að tölvan mín væri ekki að höndla vídeóið. auk þess er hún full af drasli og er því hægvirk.

geturu set inn link á Halo2 vídeóið (helst innanlands dl)

Sent: Þri 29. Júl 2003 16:33
af Voffinn
gumol skrifaði:Voffinn: Afhverju þarf Xbox að vera léglegt þótt það sé búið til af Microsoft?


ég var ekki að segja það og hættu með þessa andskotans vitleysu alltaf.

Sent: Þri 29. Júl 2003 19:14
af gumol
Voffinn skrifaði:hvað er xbox ? 600mhz ? eða nær hann því að vera 800 ?

hvað er þetta með þig og þína ofurtrú á microsoft ?

Þú sagðir þetta.
Hefðiru haft sama álit ef við værum að tala um PlayStation 2 ?

Sent: Þri 29. Júl 2003 19:49
af Voffinn
hann var að tala um að hl2 eigi ekkert eftir að hiksta eða neitt á xbox, xbox er miklu kraftminni en recommend pc fyrir hl, þannig að ég er ekki að kaupa það.

Sent: Þri 29. Júl 2003 20:21
af gumol
Gentoo maðurinn ekki að fatta þetta, huhh.
Forrit sérsniðin fyrir ákveðna tölvu hiksta ekki á henni!!!!!

Sent: Þri 29. Júl 2003 21:17
af halanegri
Gumol: þú veist, þó hann haldi í raun að allt frá MS sökki, þá var hann samt ekki að segja það þegar hann sagði þetta:

Voffinn skrifaði:hvað er þetta með þig og þína ofurtrú á microsoft ?


heldur vegna þess að IceCaveman hefur mikið verið að hrósa vörum frá MS uppá síðkastið.....

Sent: Þri 29. Júl 2003 21:23
af Voffinn
gumol skrifaði:Gentoo maðurinn ekki að fatta þetta, huhh.
Forrit sérsniðin fyrir ákveðna tölvu hiksta ekki á henni!!!!!


bíddu ef ég compliea forrit á tölvunni minn, með mínum make.conf ... þá er það sérsniðið fyrir mína tölvu, en það getur alveg þess vegna hikstað fyrir því.

Sent: Þri 29. Júl 2003 21:27
af halanegri
Ja, sko, ef hvern einn og einasti hug/vélbúnaðarframleiðandi myndu vinna eftir ákveðnum stöðlum og fylgja þeim til hins ýtrasta, eins er nauðsynlegt með leikjatölvum, þá væri ekki mikill munur á þeim og desktop tölvum.

Sent: Þri 29. Júl 2003 21:28
af gumol
Voffinn: Ekki helduru að þeir séu algjörir hálvitar, að gefa út leik á X-box sem hixtar á þeim ?
Ef þeir gefa þennan eik út á X-BOX á hann ekki eftir að hixta, annað væri bara fáránlegt.

Sent: Þri 29. Júl 2003 21:31
af Voffinn
eruði alveg 100% að þessi leikur fari á xbox ?

Sent: Þri 29. Júl 2003 21:35
af gumol
Ég veit ekkert um það, en ef hann fer á X-box og hann hixtar þá er eitthvað MIKIÐ að.

!

Sent: Þri 29. Júl 2003 21:40
af ICM
OPTIMIZED hvenær ætlarðu að klína þessu í hausin á þér. Ég sagði aldrei að hann væri í HÁMARKS gæðum en hann verður flottari en í ódýrari PC tölvum. Þegar það er portað leikjum svona á milli þá er aldrei sett þannig að það gangi í kippum það er brotið allt niður þar til það gengur hökt laust
En skjákortið í boxinu ræður við alla þessa dx8 vertex shaders þessvegna er það eina leikjatölvan sem ræður við þessa stóru leiki.
Ekki flókið.

Sent: Þri 29. Júl 2003 21:52
af halanegri
Ég veit ekki alveg hverju þú varst að beina þessu að, en ertu ekki að tala um dx9? ÉG myndi halda að öll nýrri skjákort í dag ræðu við dx8 þokkalega þar sem dx9 er komið.

h

Sent: Þri 29. Júl 2003 22:25
af ICM
Doom3 var gerður í kringum GeForce3 tæknina sem var gert í kringum directX8 tæknina þó hann verði optimized líka fyrir Dx9.
Tæknilega séð er ekki mikill munur á DX8 og DX9 shaders svo það er ekkert mál að converta á milli, það sem ég átti við að ef kortið styður ekki vertex shaders eins og PS2 og Gamecube þá er nær ómögulegt að porta leikjunum yfir á það console og ef það væri gert væru þeir vægast sagt LJÓTIR
jú þú þarft nokkuð öflugt kort til að ná sama performance og boxið, flest GeForce3 og 4 -MX kortin eru ekki eins kraftmikil. Bara skjákortið sem þú þarft að kaupa kostar þá meira en 60% af verði xbox og ef örrin þinn er ekki nógu góður þá er það augljóst að það kostar minna að kaupa xbox.
Veit ekki um neina leiki á næstu árum sem ekki verður mögulegt að porta yfir á boxið nema kanski 2005 þá er epic að gera leik fyrir 64bit örgjörva þó þeir séu búnnir að uppfæra UnrealTournament 2003 uppí 64bit þá er þessi sem kemur 2005+ bara skrifaður 64bit. Hef ekki heyrt um aðra leiki á næstunni.

Ég tek það fram að ég er ekki að tala um það að þeir verði eins flottir á boxinu og á góðum tölvum!!

Sent: Þri 29. Júl 2003 23:35
af halanegri
Enda er verðið á xboxinu undir alvöru kostnaðarvirði, þeir græða meira á leikjadílunum. En ertu alveg viss um að Epic muni skrifa leik eftir 2 ár sem verðu aðeins hægt að spila á 64bita örgjörvum? Ef svo er, þá eru Epic frekar vitlausir....