Síða 1 af 1

annar gaur að gagnrýna leikin Oblivion

Sent: Þri 25. Apr 2006 16:24
af zverg
Allar leikjasíðurnar eru að keppast við að gefa leiknum hæstu mögulegu einkunn, alveg sama hversu óraunhæft, eða einfaldlega fáránlegt það hljómar. Til gamans má geta að þegar ég var yngri og vitlausari, og tók mark á því sem leikjagagnrýnendur sögðu, þá man ég aðeins eftir einum leik sem fékk álika háar einkunnir og Oblivion er að fá nú, en það var Super Mario Bros 3.

En af hverju segi ég að það sé fáránlegt að leikurinn sé að fá svona háar einkunnir? Hvað með þá augljósu staðreynd að leikurinn er ekki tilbúinn? Og þá á ég ekki við allt aukaefnið sem planað er að selja í leikinn, heldur á ég við það að leikurinn virkar annaðhvort illa eða alls ekki neitt hjá meginþorra PC-notenda sem spila hann. Verið reiðubúin að eyða meira en klukkutíma í að stilla tölur í INI-skrám leiksins, með þeim eina tilgangi að fá leikinn til að ganga á mannsæmandi hraða. Ef þið ætlið ykkur síðan að spila leikinn með alla grafík í botni...gangi ykkur vel, segi ég bara.

En nóg um grafíkina, sem þrátt fyrir að vera gullfalleg, veldur samt vonbrigðum hjá fjölda manns. Allar manneskjur í leiknum tala, sem telst heljarinnar afrek einfaldlega vegna fjöldans. Það eru vel yfir hundrað talandi einstaklingar í leiknum, og örugglega margfalt fleiri en það. En þó leynist einn risastór galli þarna. Fjöldi raddleikara í leiknum? 12. Já, þið lásuð þetta rétt. 12. Af þessum 12 talar Patrick Stewart fyrir eina persónu, Sean Bean fyrir eina, og Terence Stamp fyrir eina. Það skilur eftir 9 raddleikara til að tala fyrir hundruði einstaklinga "í aukahlutverkum". Ímyndið ykkur að Spaugstofumennirnir töluðu fyrir allar persónurnar í óstyttri Hringadróttinssögu, og þá farið þið að sjá hversu aulalegt þetta er. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa þessar aukapersónur ekkert markvert að segja, og bíðið þið bara þartil þið sjáið andlitin á þeim.

Síðan kalla allir þetta víst hlutverkaleik (RPG). Stór mistök það. Ojú, það eru margir hlutir þarna sem fá mann til að halda að þetta sé hlutverkaleikur, en hlutverkaleikir eru ekki bara stattar, galdrar og XP. Það er, til dæmis, möguleikinn á að bregða sér í mismunandi hlutverk. Þú getur spilað hlutverkaleik sem stríðsmaður, og barið alla í klessu. Eða sem galdramaður, og breytt öllum í eldsteikt skordýr. Eða sem þjófur og stolið öllu steini léttara í leiknum. Hversu margir leikir leyfa manni að uppfylla þessi þrjú grunnhlutverk? Þeir eru margir, en Oblivion er ekki einn þeirra. Ekki bara segir Oblivion þér að það sé ljótt að stela, heldur refsar leikurinn þér fyrir athæfið, og það á mjög asnalegan máta: Allir í leiknum þekkja stolna hluti á augabragði og neita að hafa nokkuð með þá að gera. Nema verðirnir, sem taka þá af þér og berja þig fyrir óvikið. Það skiptir engu máli þótt þú stelir bolla úr húsi í einum enda heimsins, farir yfir í hinn enda heimsins og reynir að selja hann þar, allir sjá strax að þetta er þýfi og neita að taka við bollanum. Og þetta var víst ekki bara hannað svona, þetta var líka svona í Morrowind, forleik Oblivion. Þetta er gert svona vísvitandi. Rolling Eyes

Og svo er það þetta með Levels. Leikurinn fylgist mjög vel því á hvaða Level þú ert kominn, og styrkir óvini leiksins eftir því. Það er ekkert nýtt, en hvernig Oblivion gerir það fær mann til að gapa af undrun. Segjum svo, að þú hittir tvo bófa í upphafi leiksins. Þeir eru, eins og þú, ekkert sérlega merkilegir, og eru kannski með ryðgaðan hníf sín á milli, á meðan nú ert með fúna naglakylfu. Segjum svo að þú sleppir framhjá þeim án þess að drepa þá, og ætlir þér að drepa þá síðar. 10 Levels síðar ertu kominn með sæmilegt sverð, lítinn tréskjöld og þessa fínu leðurbrynju, og ætlar þér nú að finna þessa tvo bófa og slátra þeim, ekkert mál. En hvað hefur gerst? Allt í einu eru bófarnir líka komnir í leðurbrynju, ekkert mjög ósvipaðri þinni eigin. Annar þeirra er kominn með tvö sverð en hinn mundar boga. Þú veltir því fyrir þér í smástund hvar þeir fengu allt þetta drasl og ákveður að láta þá í friði, koma aftur síðar þegar þú ert orðinn enn öflugri. Þegar þú kemur aftur í riddarabrynjunni þinni, á hestinum þínum og með glóandi galdrasverðið, þá eru bófarnir alltíeinu komnir með álíka öflugt galdradót. Hvað gengur á eiginlega?

Hér er svarið. Oblivion styrkir óvinina samhliða þér. Það skiptir engu á hvaða level þú ert, óvinirnir eru alltaf jafn erfiðir. Ef þú færð betra vopn, fá óvinirnir líka betra vopn, og það jafngott þínu. Þetta leiðir til svo hálfvitalegra aðstæðna að maður veit ekki hvað Bethesda voru að hugsa, ef eitthvað. Þetta þýðir, til að byrja með, að keisarinn er myrtur af 1-level persónu. Góður keisari það. Síðan geturðu líka bara sleppt öllum óþarfa bardögum, verkefnum og svoumlíkt, og klárað leikinn á level 2 eða 3.

Bethesda auglýstu líka mikið hvað nýja gervigreindin í leiknum er rosalega góð. Ég hef aðeins tvennt um það að segja: Þetta og Þetta.

En það sem veldur mér mestum vonbrigðum eru "aukapakkarnir". Með Oblivion fylgir Elder Scrolls Construction Kit, sem leyfir manni að breyta, bæta við og taka út hversu sem manni sýnist í leiknum. Fólk hefur notað þetta óspart til að betrumbæta leikinn, til að búa til svokölluð "mods". En Oblivion gerir tvennt hérna öðruvísi. Til að byrja með selur Bethesda viðbætur í leikinn. Langar þig í hrossabrynju? Það kostar þig 200 kall. Langar þig í einhvern galdraturn? Það eru nokkrir hundraðkallar til viðbótar. Miðað við að fólk getur (og hefur) gert sínar eigin hrossabrynjur fyrir leikinn, og það betur heldur en Bethesda, þá er þetta satt að segja hálfvitaskapur. Í öðru lagi á Bethesda löglega öll þau mod sem gerð eru fyrir leikinn, og geta, ef þeir vilja, selt moddin þín án þess að þú fáir nokkuð fyrir þinn snúð. Lesið Notendasáttmálann sem fylgir leiknum ef þið trúið mér ekki. Kaupendur leiksins eru að nota ESCK-forritið til að lagfæra það sem Bethesda gerði vitlaust (sem er margt) og Bethesda getur bara tekið afrakstur þeirra og selt hann sem mod. Þá þurfa Bethesda ekki að borga sínum starfsmönnum til að vinna þessa vinnu (sem þeir áttu reyndar að vera búnir að vinna fyrir mörgum mánuðum síðan) og græða smá pening í leiðinni.

Þetta kallast þjófnaður. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi.

Semsagt, þetta er leikur sem þykist vera hlutverkaleikur en er það ekki. Leikur sem sportar nýjustu grafík nútímans en leyfir fólki helst ekki að sjá hana í allri sinni dýrð. Leikur sem er enn ekki tilbúinn en er samt kominn út og rukkar himinhátt verð fyrir sig. Leikur sem þykist vera með gáfað innihald en er í raun gáfnalaus með öllu. Leikur sem lætur notendur sína lagfæra sig.

Leikur sem er eitt stórt Vonbrigði.

Þessi leikur er allt það sem er að leikjaiðnaðinum í dag. Leti leikjahannaðarins er einungis skákað við af græðgi, ósvífni og lygum útgefendans, sem er einungis skákað við af heimsku neytendans.

Og þetta er fólkið sem á að halda áfram með Fallout-leikina...

EDIT: Lagaði vitlaust orð.


eg fann þetta a netinu dude að gagnrýna leikin Oblivion


sumt að þessu er eg sammala það sem eg hef heirt

Sent: Þri 25. Apr 2006 16:33
af SolidFeather
Okay, frábært.

Sent: Þri 25. Apr 2006 17:36
af Arnarr
ég er frekar ósammála þessu. gervigreindinn er mjög góð. Gæðinn frábær og það eru till miklu fleiri "mod" en bara sem gera hestabrynjur. Því eina sem ég er sammála um er að ég held líka að leikurinn sé ekki tilbúin. hann er alltof stuttur og alltof fá guild.

Sent: Þri 25. Apr 2006 17:42
af Veit Ekki
Ef þú ætlar að vera að c/p einhverju hér, settu þá inn link þar sem þú sást þetta eða hver var að segja þetta. Ekki bara 'einhver dude'.

Þú kannast kannski ekki við ritstuld?

Sent: Þri 25. Apr 2006 19:24
af CraZy
SolidFeather skrifaði:Okay, frábært.

haha so true..

Sent: Fim 04. Maí 2006 20:11
af Tesli
Oblivion er besti leikur sem ég hef farið í (Fyrir utan fallout 1og2 :D )
Oblivion hefði toppað þá léttilega ef allir og allt hefði ekki levelast upp með manni.
Annars hef ég ekkert út á hann að klaga og grafíkin er óaðfinnanleg í Xbox 360. :P

Sent: Fös 05. Maí 2006 20:21
af k0fuz
oky ..

Sent: Fös 05. Maí 2006 21:48
af kristjanm
Hahaha þetta er nú meira kjaftæðið.

Það mætti halda að þú (eða gaurinn sem skrifaði þetta) hafir startað oblivion og búist við því að vera kominn í algjörlega fullkominn gervigreindarheim þar sem allt er 100% raunverulegt. Nei því miður, árið er ENNÞÁ 2006.

Það eina sem ég er sammála með þarna er hvað óvinirnir styrkjast samhliða manni. Það meikar svo sem alveg sens, en mér finnst að maður ætti samt alltaf að geta bætt sig eitthvað gagnvart hinum köllunum.

Það er mjög augljóst að sá sem skrifaði þetta hefur eitthvað MIKIÐ persónulegt á móti leiknum. Þó að leikurinn sé ekki fullkominn, er til einhver leikur sem er það?

Sent: Lau 06. Maí 2006 01:17
af Pandemic
Nokkur atriði þarna sem ég er sammála þótt ég hafi nú ekki mikið spilað hann.
Gervigreindin er af mínumati ekkert sérstök. Það er auðvitað aldrei hægt að gera hana fullkomna en þetta er asnalegt.
Grafíkin hmm allt í lagi svosem ekkert til að míga á sig fyrir eins og með Farcry á sínum tíma. Þó verð ég að kommenta á eitt og það er helvítis glansinn á öllu? kannski stillingaratriði?

Sent: Lau 06. Maí 2006 01:31
af Rusty
not what i've heard...

Sent: Lau 06. Maí 2006 14:14
af kristjanm
Ég veit ekki betur en að þessi leikur sé með flottustu graffíkina núna.

Sent: Lau 06. Maí 2006 15:09
af hahallur
hahah....review frá Runescape spilara....og neikvætt review líka :myballssuck