Síða 1 af 1

Ertu sáttur við Godfather leikinn?

Sent: Lau 22. Apr 2006 01:30
af Saphira
Er bara svona að pæla hvort þið urðuð fyrir vonbrigðum og hversu sáttir þið eruð við leikinn. Persónulega fannst mér hann ekki jafn góður og ég bjóst við.

Sent: Lau 22. Apr 2006 12:10
af hahallur
Þetta er bara en einn (jock) consumer leikurinn frá EA, sammt óvenjugóður miðað við það.

En já, slöp grafík og sömu umhverfin.

Sent: Lau 22. Apr 2006 12:22
af Phixious
var svosem sáttur, bjóst ekki við miklu. Hef reyndar bara spilað hann á pc, eflaust skemmtilegra að spila hann á leikjatölvunum.

Sent: Lau 22. Apr 2006 12:23
af Birkir
Hef aldrei skilið þá tilhneigingu fólks að setja svona marga (og alveg nauðalíka) svarmöguleika í skoðunarkönnun.

Sent: Lau 22. Apr 2006 12:26
af hahallur
Birkir skrifaði:Hef aldrei skilið þá tilhneigingu fólks að setja svona marga (og alveg nauðalíka) svarmöguleika í skoðunarkönnun.


Ég skil ekki fólk sem þurfa að væla yfir öllum sköpuðum hlutum.

Sent: Lau 22. Apr 2006 12:35
af Birkir
hahallur skrifaði:
Birkir skrifaði:Hef aldrei skilið þá tilhneigingu fólks að setja svona marga (og alveg nauðalíka) svarmöguleika í skoðunarkönnun.


Ég skil ekki fólk sem þurfa að væla yfir öllum sköpuðum hlutum.

Then we have something in common.

Sent: Lau 22. Apr 2006 14:37
af Heliowin
Sæmilega sáttur!

Grafíkin er þokkaleg
Hægt að sérsníða útlitið á karakternum (upp að vissu marki)
Skemmtilegar byssur
Ágætis skotmöguleikar
Skemmtileg skot á mjög stuttu færi
Óvinirnir alls ekki heimskir

Dömumálin eru downer!

Þetta er eini leikurinn sem ég gæt hugsað mér að losa mig við.

Sent: Lau 22. Apr 2006 14:55
af Gúrú
Ágæt skemmtun í stuttan tíma.

Öll missionin skítlétt (nema e.t.v. compoundin, þau voru aðeins erfið)


Hefði verið ágætt að hafa 3 erfiðleikastig og það sem hann er núna sem easy. Óþarfi að láta mann geta öll mission í fyrsta.

Sent: Lau 22. Apr 2006 15:12
af hahallur
Birkir skrifaði:
hahallur skrifaði:
Birkir skrifaði:Hef aldrei skilið þá tilhneigingu fólks að setja svona marga (og alveg nauðalíka) svarmöguleika í skoðunarkönnun.


Ég skil ekki fólk sem þurfa að væla yfir öllum sköpuðum hlutum.

Then we have something in common.


Sure dude

Sent: Lau 22. Apr 2006 16:53
af zverg
þetta er bara snildar leikur

Sent: Sun 23. Apr 2006 00:25
af Silly
Þetta er ágætis GTA clone. það sem olli mér vonbrigðum var hvað grafíkin á pc útgáfunni er slöpp. Sýnir sig því miður að þessi leikur var hannaður fyrst fyrir ps2 tölvuna.

Sent: Sun 23. Apr 2006 00:42
af ICM
^ Veistu hvort að 360 útgáfan verður eitthvað betri? Miðað við tíman sem það ætlar að taka þá að gefa hana út mætti halda það.

Sent: Sun 23. Apr 2006 02:19
af Silly
Ef að þeir gera þetta ok verður þetta svipað vel gert og Nfs-Most Wanted. Annars eitthvað skelfilegt. Maður vonar að Godfather fengi sömu meðferð og FarCry á 360. Enn I wouldnt bet on it!

godfather leikurinn

Sent: Sun 23. Apr 2006 10:26
af kraft
Ég er mjög sáttur við leikinn. Maður nær ekkert öllum verkefnunum í fyrsta en var sniðugt að hafa þrjú erfiðleikastig sammála því. Er að hugsa um að fara aftur í leikinn frá byrjun þegar ég klára hann núna :) er kominn með total playing time 48 klst :) :D :D :D :D :D

Sent: Sun 23. Apr 2006 13:34
af Birkir
Hallur, hvernig tekst þér að túlka þetta sem væl?

Þú gerir þér grein fyrir því að það er munur á því að væla yfir einhverju og að segja skoðun sína á einhverju eða að reyna að koma af stað umræðu t.d..

Sent: Þri 25. Apr 2006 10:53
af Jth
Er eitthvað kort sem fylgir með leiknum? Er borgin e-ð svaka stór?

Sent: Þri 25. Apr 2006 11:58
af hahallur
Nei frekar lítil bara.

Sent: Þri 25. Apr 2006 15:29
af Rusty
Hvað er málið með þetta e-ð æði?

Sent: Þri 20. Jún 2006 15:28
af Tölvukisi
Mér fanst þetta mjög flottur leikur