Síða 1 af 1

Hvað fynst þér um CS mót???

Sent: Fös 11. Júl 2003 21:23
af hell
Sælir allir

Kominn er upp sú staða núna að búið er að ganga frá smá samningum sem opna þann möguleika að halda risa mót í Counter Strike

Hugmyndin af þessu móti er búinn að vera berjast inni í nokkrum hausum í nokkuð langann tíma um hvernig sé best að skipuleggja svona

Ein sú hugmynd sem hefur verið mesti áhugi fyrir er að halda mót 1 sinni í mánuði og væri það fyrir sirca 600 mans eða fleirri þess vegna ef þáttaka væri góð er lítið vandamál að vera með nóg stórt húsnæði.
Búið er að ganga frá samningum með net búnað sem er búið að vera stærsta hindrunin hingað til.

Við viljum halda þetta þannig að það verði veitt peninga verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sæti og svo einnig að sá sem vinnur flest mót verði sponsoraður til þess að fara út að keppa og þá er ég að tala um allan kostnað fyrir það það er að segja, Flug, hótel, keppnisgjald og fæði

Við erum nokkurnveginn búnir að reikna út hvað síminn er að hafa upp úr því að halda skjálfta mót og sjáum alveg framm á það að með því að taka mun minni upphæðir til okkar sjálfra væri hægt að veita mun veglegri verðlaun.

Endilega postið upp smá commentum á þetta og hugmyndum ef þið hafið þær

Þakka fyrir :)

Sent: Fös 11. Júl 2003 21:47
af GuðjónR
hell hvað ertu gamall?

Sent: Fös 11. Júl 2003 22:19
af hell
GuðjónR skrifaði:hell hvað ertu gamall?


Hvað er ég gamall ég er um það bil jafn gamall og myndin af öllum í microsoft þegar þeir líta út eins og tölvu nördar og það er spurt hvort þú hefðir fjárfest í þeim eins og þeir litu út það :)

Sent: Fös 11. Júl 2003 22:19
af MezzUp
ég efa að þú fáir 600 manns í hverjum mánuði, eru ekki bara 6-700 á Skjálfta sem að er á 3 mánaða fresti?
Síðan efa ég að þú getur byrjað með einhver risa-viðburð uppúr þurru og ætlast til þess að fá 600 manns.
Bæði Skjálfti og Smellur byrjðu smátt og stækkuðu síðan.....

Sent: Fös 11. Júl 2003 22:25
af hell
MezzUp skrifaði:ég efa að þú fáir 600 manns í hverjum mánuði, eru ekki bara 6-700 á Skjálfta sem að er á 3 mánaða fresti?
Síðan efa ég að þú getur byrjað með einhver risa-viðburð uppúr þurru og ætlast til þess að fá 600 manns.
Bæði Skjálfti og Smellur byrjðu smátt og stækkuðu síðan.....


Já en ég er búinn að kanna með það að byrja smátt og þeir sem hafa gert það eftir að Skjálfti og Smellur urðu eins stórir og þeir eru þá hefur það ekki gengi svo því ekki að skjóta frekar stærra, sérstaklega þar sem það eru stórir sponsorar sem ætla sér að standa á bak við þetta með nóg fjármagn til þess að auglýsa og veita góð verðlaun :) Svo er líka ágætt að menn lítið aðeins á fleirri hliðar á þessu áður en farið er að koma með neikvæði um þetta að þetta er ekki gert fyrir mig eða einhvern einn aðila það er verið að standa í allri þessari vinnu fyrir alla Counter Strike spilara sjálfur er ég bara hobby spilar í dag og hættu að spila eins og ég gerði sumir aðilar sem standa á bak við þetta hafa mjög lítið spilað og aðrir mjög mikið

Sent: Lau 12. Júl 2003 00:57
af MezzUp
sry for tha negitivity :D
Ég er tilbúinn að hjálpa þér með þetta, ef að þú vilt/þarft.....

Sent: Sun 13. Júl 2003 20:38
af Voffinn
þannig að þú heldur að það sé pláss fyrir eitt enn lanmótið á ísland ?

(og auðvitað tekuru frá vip sal fyrir alla af vaktinni ;))

Sent: Sun 13. Júl 2003 21:07
af GuðjónR
hell skrifaði:
GuðjónR skrifaði:hell hvað ertu gamall?


Hvað er ég gamall ég er um það bil jafn gamall og myndin af öllum í microsoft þegar þeir líta út eins og tölvu nördar og það er spurt hvort þú hefðir fjárfest í þeim eins og þeir litu út það :)


Einmitt...ég er öllu nær :roll: