Steam að selja leiki sem virka ekki

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Steam að selja leiki sem virka ekki

Pósturaf upg8 » Fös 03. Maí 2013 19:36

Bara að vara ykkur við því ef þið ætlið að kaupa leiki á Steam að lesa yfir spjallborðin áður, sumir leikir virka ekki og á það t.d. við um nokkra leiki sem eru á tilboði núna.

Steam halda áfram að selja leiki sama á hverju gengur með þá og þeir endurgreiða ekki óánægðum viðskiptavinum, þeir eru þó með marga góða díla og yfirleitt gengur allt vel en lesið bara spjallborðin áður en þið kaupið leik, sérstaklega ef hann notar aðra viðbótar DRM þjónustu.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6365
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 454
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Steam að selja leiki sem virka ekki

Pósturaf worghal » Fös 03. Maí 2013 19:38

einn leikur sem virkar ekki mér til mikillar ama.
SiN

keypti hann í fyrra fyrir stórt nostalgia factor og hann vildi ekki spilast :(


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Steam að selja leiki sem virka ekki

Pósturaf upg8 » Fös 03. Maí 2013 19:39

Star Wars: Empire at War Gold virkar t.d. ekki


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Steam að selja leiki sem virka ekki

Pósturaf capteinninn » Fös 03. Maí 2013 20:57

Þetta er pirrandi, skrítið samt að Steam vilji ekki hjálpa þér með þetta. Þeir hafa alltaf hjálpað mér.

Man einu sinni eftir því að ég keypti The Heist en hann vildi ekki fara í gang, eyddi dágóðum tíma í að reyna að finna vandamálið með aðstoð Steam og leikjahönnuðinna en án árángurs, á endanum gaf Steam mér inneign hjá þeim í staðinn.




Hjorleifsson
has spoken...
Póstar: 176
Skráði sig: Sun 06. Jan 2013 22:39
Reputation: 5
Staðsetning: Ísland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Steam að selja leiki sem virka ekki

Pósturaf Hjorleifsson » Sun 05. Maí 2013 16:14

Star Wars: Empire at War Gold virkar fínt hjá mér, eini leikurinn sem hefur ekki virkað hjá mér af 303 er Section 8 en það var útaf því hann er ekki "not available in your region" eða einhvað þannig :)


STEAM
  • Level: 43
  • Worth: $10.636
  • Games owned: 812
  • DLC owned: 652
  • Games not played: 426 (52%)
  • Games not in store: 25
  • Hours spent: 5,125h

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Steam að selja leiki sem virka ekki

Pósturaf upg8 » Mán 06. Maí 2013 16:53

Málið með Star Wars: Empire at War Gold t.d. er að Steam fengu ekki nógu mikið af serial nr. fyrir leikinn, og eru enn að selja hann og hafa selt hundruð eintaka síðustu daga. Ég hef t.d. ekki getað spilað þennan leik sem ég keypti 1. maí. Þeir láta ekki einusinni vita af þessu á forsíðunni heldur þarf að fletta spjallborðinu til að finna þræði eftir hundóánægða kaupendur.

Eðlilegast væri að setja athugasemd á kaupsíðuna.
Ath. það getur tekið nokkra daga fyrir kaupin að ganga í gegn.

Einnig er mikið vandamál búið að vera með Might & Magic Heroes VI síðustu daga og þar benda Steam og Ubisoft á hvorn annan. Auðvitað ætti að standa á Steam ef leikir sem maður kaupir nota Uplay eða aðra þjónustu, ég mun aldrei kaupa leik á Steam sem notar slíka þjónustu og mér finnst það vera réttur minn sem neytenda að slíkar upplýsingar skuli vera skýrar.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2849
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Steam að selja leiki sem virka ekki

Pósturaf CendenZ » Mán 06. Maí 2013 20:20

hah, fullt af leikjum sem steam hefur selt sem virka ekki á allar vélar. Sniper (sp?) var einn af þeim og ég keypti hann. Hann virkaði aldrei á eina vél en virkaði svo á aðra seinna meir. Fór eftir allskonar trixum og aðferðum en virkaði aldrei. Fór svo seinna í gegnum formatt á gömlu tölvunni en samt virkaði leikurinn ekki.

Ef þú gúglar steam games will not launch kemur alveg haugur af leikjum :happy



Skjámynd

Haffi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Lau 18. Okt 2003 12:31
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Steam að selja leiki sem virka ekki

Pósturaf Haffi » Mán 06. Maí 2013 20:23

Í þau fáu skipti sem leikir hafa ekki virkað hjá mér hef ég alltaf fengið inneign á Steam í staðin.


Ryzen 7 5800x3D - ASRock X570 Steel Legend - 32gb G.Skill Trident Z @ 3600mhz/Cl14 - PowerColor Radeon RX 7900XTX Red Devil 24GB /- Be quiet! Straight Power 11 Platinum 1000W - Phanteks Eclipse P400S