Sagan byrjar þannig að ég og nokkrir félagar mínir höfðum byrjað að stunda það að spila Battlefield 2 svona einu sinni í viku á local neti, þar sem ekki allir áttu leikinn. Ég sjálfur átti leikinn en enga aukapakka. Eftir nokkrar vikur er okkur farið að þyrsta í fleiri borð, fleiri farartæki og fleiri leiðir til að drepa hvorn annan, og þar virstist BF2 Booster pack og Special Forces koma sterkt inn. Einn af okkur kaupir, sem virðist vera síðasta eintakið af Complete pack á landinu, en ekki gátum við spilað booster pakkana því til þess þurfti active online account.
Og þá hefjast vandræðin. Ég ætlaði sko sannarlega að spara mér sporin og aurinn með því að vera ógeðslega sniðugur að kaupa bara pakkann á EA Shop, ekkert mál! Stimpla inn upplýsingar, þú veist, kennitölu, bankanúmer, tekjur síðasta árs, miðnafn móður minnar, nafnið á gæludýrinu mínu. Standard upplýsingar nú til dags. Kreditkortanúmerið mitt? Ekkert mál. Ég var ekki fyrr búinn að smella á "Confirm" þegar ég fann að veskið mitt léttist um nokkur pund, en eftir stóð ég ... og hvað svo?...
EA Download Manager
Setti upp þetta saklausa tól sem vildi allt fyrir mig gera nema að sýna mér leikina sem ég hafði keypt, já og að leyfa mér að skrá mig inn. Já helvítis lykilorðið, eins gott að ég muni miðnafnið hennar mömmu og sé ekki búinn að sturta gæludýrinu niður og fá mér nýtt því þá myndi ég aldrei fá nýtt lykilorð. Og ég byrja á þessu venjulega ferli að endurheimta lykilorðið mitt nema ekkert gengur, alveg sama hvað ég reyni. Þannig að ég dæsi aðeins og fer að leita af upplýsingum hvar ég gæti haft samband við EA um að hjálpa mér. Ég finn flottan stað þar sem ég get sent inn fyrirspurn en ég verð að skrá mig inn til að geta sent. "en ég GET EKKI skráð mig inn, það er einmitt vandamálið ARG!!" Þannig að ég neyðist til að búa til nýjann aðgang til að geta haft samband.
Kjáninn ég skrifaði:Hæ
Er að reyna að reseta passwordinu á accountinum mínum en ekkert virkar. Búinn að kaupa dótið. Gef upp þessar standard upplýsingar um buxnastærð og svona.
og fæ ég eftirfarandi svar
Anurag EA Online Support. skrifaði:Thank you for writing to Electronic Arts accounts services.
I apologize for the inconvenience caused to you. You will need to create an EA classic account and then associate it to you E-mail address account.
To create a new EA classic account please visit http://www.pogo.com and click on register and follow the instructions to create account. Use the E-mail address on it.
In order to link the BF2 online ID "einzi" with the EA account, please do the following:
- Please visit https://account.ea.com/myacct/verify-pa ... er&skin=er
- Enter the EA account and its password and click on "sign in".
- Re-enter the password.
- Click on "Downloads info tab".
- Click on "Edit Battlefield 2 Account Name".
- Enter the BF2 online ID twice and click "ok".
Once you have done this you will be able to access your game.
For your issue regarding reset of password I am redirecting this mail to the correct department and they should be able to assist you further.
If there is anything else we may do to assist you please let us know.
Thank you,
WTF!?! .. pogo.com .. en ég vill spila BF2. Vill taka það fram að þetta er 4 login skjárinn sem ég fæ eða er vísað á. Ok gott og vel, ég geri eins og mér er sagt nema það er ekkert Download info á þessum stað. Aftur stopp og annað bréf
Kjáninn ég skrifaði:Hæ
Fór á pogo síðuna og gerði það sem þú sagðir, en það var ekkert Download Info Tab. Orðinn kexruglaður af öllum þessum mismundani account types. HELP!!
Kveðja