Þessi server er með 2 örgjörva og 20 GB vinnsluminni. Ég bara gleymdi að taka skjáskot af honum áður en ég tók hann úr notkun. Hann er með alveg rosalega mörg gig ethernet spjöld, management console og allt gúmmelaði sem fólk vill. Alvöru Xeon CPU, en ekki með HT. Skemmtileg græja fyrir fólk sem vill fikta í svona tækjum.
Þessi er gamall sko.Hann er aðallega mjög hávær þegar hann er ræstur upp, eftir það er hann mun rólegri, en þetta er ekki græja til að með opinn á skrifstofu, þetta er alveg lokaður skápur suð í honum.
Ég hef ekkert að gera við hann og læt hann frá mér á 10.000 kall. Það er alveg í myndinni að keyra með hann að dyrum á höfuðborgar svæðinu og Reykjanesið. Annað er alveg hægt að ræða, en þetta er þungur server svo það borgar sig ekki að tala um póst eða slíkt.
Hann er diskalaus, en tekur 2.5" SSD diska og allt svoleiðis án vandræða. Keyrði Proxmox á honum í smá stund svo fékk ég öflugri server. Hann er með innbyggt RAID og mjög góða diska stjórn. Skemmtilegur server til að hafa út í bílskúr.
Það er alveg hægt að sækja hann líka í Keflavík.
[Seldur] IBM System X3650 M2
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 97
- Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
- Reputation: 11
- Staða: Ótengdur
[Seldur] IBM System X3650 M2
Síðast breytt af traustitj á Fös 18. Okt 2024 16:37, breytt samtals 1 sinni.
-
- Nýliði
- Póstar: 1
- Skráði sig: Lau 16. Okt 2021 14:41
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur