[TS] Bílskúrssala: hálf-bilaður UltraWide skjár, vafasamir PC íhlutir, uppgerð Apple MacBook Pro 2011, Apple Lyklaborð
Sent: Lau 03. Feb 2024 14:00
Er með ýmislegt misgamalt til sölu, sumt gagnlegra en annað. Sumt gæti verið bilað en vildi frekar athuga hvort einhver hefði not eða áhuga. Annars endar sumt á Sorpu og annað á eBay. Leyfi þessari auglýsingu kannski að hanga í 1–2 vikur.
Get skutlað innan höfuðborgarsvæðisins í næstu ferð suður. Er í Borgarfirði, Vesturlandi.
Hef enga verðhugmynd um neitt hérna frekar en annað. Sendið tilboð í staka hluti eða allt klabbið.
Samsung CF-791 - SELDUR
Eins og sést á myndum er þessi skjár bókstaflega hálf-bilaður. Hægri baklýsingin datt út einn daginn. Að öðru leyti virkar hann, og með Picture by Picture fítusnum er hægt að takmarka notkun við helminginn sem er lýstur. Mögulega getur einhver séní gert við hann og þá ertu með UltraWide fyrir lítinn pening.
Vafasamir PC íhlutir
Þetta eru aðal innviðin úr tölvu sem bilaði. Einn daginn var ekki hægt að starta henni. Hún fór í gang og viftur af stað, en endurræsti sig strax, án þess svo mikið að byrja á POST. Þetta eru:
NZXT Kraken X61 AIO örgjörvakæling - SELD
Þessi kæling var hluti af tölvunni sem bilaði. Hefur staðið sig með ágætum. Það fylgja bracket fyrir eldri Intel og AMD örgjörva, en sýnist vera hægt að kaupa bracket á Amazon svo hún virki með nýrri gerðum. Það vantar tvær 140mm viftur á hana.
300 W Bestec ekki-modular PSU - ELDHÆTTA, FER Á SORPU
Fékk hana lánaða til að útiloka að PSU væri biluð á tölvunni og gaurinn vill hana ekki aftur.
Uppgerð Apple MacBook Pro 15”, snemma 2011 módel
Elskan mín sem kom mér í gegnum Masters námið. Hún er vel með farin en hefur farið gegnum ýmislegt, m.a. skipti á móðurborði vegna málaferla við Apple. Lyklaborðið er US. Einhvern tíma uppfærði ég diskinn í 250 GB Samsung SSD. Í fyrra eða hitteðfyrra skipti ég um batterí í henni þannig það er nánast eins og nýtt. Kemur með High Sierra og styður ekki nýrri útgáfu af macOS, en styður vel nýrri útgáfu af Linux.
Apple Bluetooth lyklaborð, US
Eldri gerð af lyklaborði, prófaði um daginn og virkar enn fínt. US módel. Tekur tvö AA batterí.
Get skutlað innan höfuðborgarsvæðisins í næstu ferð suður. Er í Borgarfirði, Vesturlandi.
Hef enga verðhugmynd um neitt hérna frekar en annað. Sendið tilboð í staka hluti eða allt klabbið.
Samsung CF-791 - SELDUR
Eins og sést á myndum er þessi skjár bókstaflega hálf-bilaður. Hægri baklýsingin datt út einn daginn. Að öðru leyti virkar hann, og með Picture by Picture fítusnum er hægt að takmarka notkun við helminginn sem er lýstur. Mögulega getur einhver séní gert við hann og þá ertu með UltraWide fyrir lítinn pening.
Vafasamir PC íhlutir
Þetta eru aðal innviðin úr tölvu sem bilaði. Einn daginn var ekki hægt að starta henni. Hún fór í gang og viftur af stað, en endurræsti sig strax, án þess svo mikið að byrja á POST. Þetta eru:
- Asus Sabertooth Z97 1150 MK.2 móðurborð
Intel i5 4690K 3.5GHz örgjörvi
2 × Crucial Ballistix 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni
NZXT Kraken X61 AIO örgjörvakæling - SELD
Þessi kæling var hluti af tölvunni sem bilaði. Hefur staðið sig með ágætum. Það fylgja bracket fyrir eldri Intel og AMD örgjörva, en sýnist vera hægt að kaupa bracket á Amazon svo hún virki með nýrri gerðum. Það vantar tvær 140mm viftur á hana.
300 W Bestec ekki-modular PSU - ELDHÆTTA, FER Á SORPU
Fékk hana lánaða til að útiloka að PSU væri biluð á tölvunni og gaurinn vill hana ekki aftur.
Uppgerð Apple MacBook Pro 15”, snemma 2011 módel
Elskan mín sem kom mér í gegnum Masters námið. Hún er vel með farin en hefur farið gegnum ýmislegt, m.a. skipti á móðurborði vegna málaferla við Apple. Lyklaborðið er US. Einhvern tíma uppfærði ég diskinn í 250 GB Samsung SSD. Í fyrra eða hitteðfyrra skipti ég um batterí í henni þannig það er nánast eins og nýtt. Kemur með High Sierra og styður ekki nýrri útgáfu af macOS, en styður vel nýrri útgáfu af Linux.
Apple Bluetooth lyklaborð, US
Eldri gerð af lyklaborði, prófaði um daginn og virkar enn fínt. US módel. Tekur tvö AA batterí.