Síða 1 af 1

[TS] Keychron K7 wireless lyklaborð

Sent: Mið 11. Okt 2023 09:09
af raggipecs
Keychron K7 lyklaborðið er hannað til þess að gefa þér sem mestu stjórn á sem minnstum fleti. Lyklaborðið er ekki nema 65% af hefðbundinni stærð. Lyklaborðið er bæði þráðlaust og býður einnig upp á beintengingu og kemur með Gateron G Pro mekanískum rofum.

65% lyklaborð
Keychron K7 lyklaborðið er ekki nema 65% af hefðbundinni lyklaborðastærð. Lyklaborðið sker í burt talnaborðið en heldur í helstu aðgerðalyklana á borð við delete, home og page up / down.

Þráðlaust og beintengt
Lyklaborðið er bæði hægt að beintengja með snúru eða tengja yfir Bluetooth við allt að 3 tæki. Lyklaborðið skiptir auðveldlega á milli tækja eftir því hvaða tæki er í notkun.

Rafhlöðuending
Með 4000 mAh rafhlöðu endist lyklaborðið í allt að 240 klst þegar að slökkt er á baklýsingunni en allt að 72 klst með RGB baklýsingu.

Lyklaborðið er mjög lítið notað og sér ekki á því.

Verð 12.000 kr

Re: [TS] Keychron K7 wireless lyklaborð

Sent: Mið 11. Okt 2023 14:08
af Snaevar
Sæll, hvernig rofar eru í lyklaborðinu?

Re: [TS] Keychron K7 wireless lyklaborð

Sent: Fim 12. Okt 2023 14:19
af raggipecs
Mekanískir, baklýstir rofar. :)

Re: [TS] Keychron K7 wireless lyklaborð

Sent: Þri 24. Okt 2023 14:13
af raggipecs
Enn til og lækkað verð - 8 þús

Re: [TS] Keychron K7 wireless lyklaborð

Sent: Þri 24. Okt 2023 15:48
af Snaevar
Sæll, ég var meira að spá hvort það væru tactile, linear eða clicky rofar á lyklaborðinu, veistu hvort það séu rauðir, brúnir eða bláir rofar á lyklaborðinu?

Re: [TS] Keychron K7 wireless lyklaborð

Sent: Fös 27. Okt 2023 10:17
af raggipecs
.