Góðan dag. Ég er að athuga hvort ég geti selt gömlu fartölvuna mína:
Lenovo Yoga C930 2in1 - tölva með snertiskjá og hægt að breyta í tablet. 256 GB SSD, 12 GB DDR, Intel i7 örgjörvi. Tölvan var keypt í desember 2018 í Bandaríkjunum.
Nánari upplýsingar:
https://support.lenovo.com/us/en/soluti ... 3ikb-glass
En það er einn stór hængur á þessari tölvu! Nýlega byrjaði einn takkinn á lyklaborðinu að haga sér illa, bókstafurinn "i". Það þarf að ýta fast á takkann til að stafurinn komi. Stundum kemur "ii" eða jafnvel "iii" þegar ég ýti á takkann. Mjög pirrandi. Allt virkar samt fínt með utanáliggjandi lyklaborði, þannig að þetta er ekki "software issue" og svo virkar tölvan mjög vel í tablet mode. Ég fór í Origo og mér var sagt að þetta væri vandamál í rafrásinni og það þarf að skipta um lyklaborð. Ég fékk þær upplýsingar að það gæti kostað um 50.000kr. m/vsk fyrir vinnu og varahlut.
Fyrir utan þennan hvimleiða galla þá er tölvan í mjög fínu standi. Ég skipti sjálfur um batterý í henni í júní 2022 þannig að batteríið er nokkuð gott.
Hefur einhver áhuga? Þar sem viðgerð á lyklaborði kostar um 50 þúsund þá væri ég sáttur með 25.000 fyrir tölvuna.
SELT - Lenovo Yoga C930 2in1 fartölva
SELT - Lenovo Yoga C930 2in1 fartölva
Síðast breytt af ibs á Lau 04. Feb 2023 20:39, breytt samtals 3 sinnum.
Re: [TS] Lenovo Yoga C930 2in1 fartölva
Sæll vertu. Ég hef áhuga á þessari tölvu. Hvar er hægt að kíkja á gripinn?
Kv. Birgir.
Kv. Birgir.
Re: [TS] Lenovo Yoga C930 2in1 fartölva
Var að senda þér tölvupóst
hundur skrifaði:Sæll vertu. Ég hef áhuga á þessari tölvu. Hvar er hægt að kíkja á gripinn?
Kv. Birgir.