Síða 1 af 1

nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 17:49
af IM666
er með til sölu iMac 27" 5K, sem ég keypti í epli í síðustu viku, er PC manneskja og var í einhverju bjartsýnis kasti að fá mér mac, var bara ekki að átta mig á hversu mikil breytingin er milli þessara kerfa. :popeyed , er til í að selja hana á 260.000 kr ( hún kostar 289.990 kr í epli) það fylgir henni auðvitað kvittun og 2ja ára ábyrgð. er í raun bara eins og ný.

þetta er tölvan https://www.epli.is/mac/imac-2017/imac-27-retina-5k-34ghz-core-i5-mid2017.html

kv

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 18:22
af tanketom
Ef þu ert að fara úti myndvinnslu eða video vinnslu myndi ég gefa þessu meiri tíma. Ég veit nákvæmlega hvar þú ert staddur í þessu apple fobiu með kerfið að gera. En ef þú hefur þolimæðina fyrir video vinnslu þá ætti þetta vera hægt

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 18:39
af IM666
ég keypti hana aðalega til að nota í photoshop myndvinnslu ( er samt með pc tölvu sem ég kem til með að vera líka með) og mér finst bara svo alltof mikið öðruvísi í þessari , ég var alveg búin að gera ráð fyrir að það væri öðruvísi en bara ekki svona mikið, veit ég er ekki búin að gefa þessu langann tíma en ég bara er ekki að meika alla þessa breytingu og vera að flakka á milli pc og mac er held ég bara miklu meira mál en ég bjóst við. á samt eftir að drullu sjá eftir þessari imac þar sem hún er geðveik og skjárinn truflað flottur :(

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 18:44
af SolidFeather
Afhverju ertu að flakka á milli véla? Hvernig er vinnuferlið þitt?

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 18:48
af IM666
SolidFeather skrifaði:Afhverju ertu að flakka á milli véla? Hvernig er vinnuferlið þitt?

vil geta unnið myndir baæði heima hjá mér og í stúdíóinu mínu, og þarf því að fá mér aðra tölvu, er bara með pc heima, fékk mér imac til að vera með í stúdíóinu

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 19:43
af Mossi__
Heyrðu.

'Eg kommentaði aldrei á hinn þráðinn þinn, en ég var að fylgjast með honum.

Sko, þú gætir sett upp Windows á Makkanum. Það gengur hnökralaust fyrir sig.

Mun mun mun frekar en að skilja við þessa. Þetta eru svakalega góðar vélar og góð kaup sem munu endast þér lengi.

Svona windows skjátölvur hafa ekki tærnar þarsem Makkinn hefur hælana m.t.t. til vélbúnaðar og endinu, hvað þá skjásins.

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 20:06
af IM666
Mossi__ skrifaði:Heyrðu.

'Eg kommentaði aldrei á hinn þráðinn þinn, en ég var að fylgjast með honum.

Sko, þú gætir sett upp Windows á Makkanum. Það gengur hnökralaust fyrir sig.

Mun mun mun frekar en að skilja við þessa. Þetta eru svakalega góðar vélar og góð kaup sem munu endast þér lengi.

Svona windows skjátölvur hafa ekki tærnar þarsem Makkinn hefur hælana m.t.t. til vélbúnaðar og endinu, hvað þá skjásins.


humm ok svo ég spurji nú eins og bjáni haha hvernig virkar það, er tölvan þá bara algjörlega eins og pc tölva í einu og öllu eða ? vá það væri auðvitað masta snilldin, það er að segja ef maður er ekki að lenda í veseni með það :/

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 21:16
af Mossi__
Gekk hnökralaust fyrir sig þegar ég gerði þetta við minn makka.

Það var samt fyrir alveg 12 árum :)

Ættir ekki að lenda í veseni með þetta. Held alveg ábyggilega að þetta virki 100%. Hef samt ekki verið að fylgjast með í vel 10 ár.

Enjamm, þá ertu bara með venjulegt Windows.

Virkar þannig að þú getur valið á mili þess að fara í Makka eða PC þegar þú ræsir tölvuna, og ef ég man rétt stillt þannig að hún ræsir sig sjálfkrafa í PC, þannig að þú tapar engu.

Tjékkaðu á þessu :)

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 21:28
af Viktor
Use Windows 10 on your Mac with Boot Camp
You can use Boot Camp to install Windows 10 on supported Mac models that have OS X Yosemite or later installed.

https://support.apple.com/en-is/HT204990

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Lau 21. Apr 2018 21:37
af russi
Ef þú ert aðallega í PS og LR vinnslu þá ættiru að vera fljót að ná tökum á þessu, munur er ekki mikill þar.
En svo er það auðvitað eitt í þessu, þú ert með annað viðmót og nokkur atriði sem eru öðruvísi, það tekur smá tíma að ná tökum á því en það kemur. Það besta sem þú getur gert er bara að vera frekar mikið í vélinni fyrstu dagana og þá kemur þetta. Það er að vera bara með hann heima hjá sér til að byrja með meðan þú ert að ná tökum á þessu, það tók mig 1 dag að gera það en svona 3 daga til að mastera stýrikerfið. Tökum það inní í dæmið að ég er tölvunörd þannig það að neyða sig sem hefðbundin notandi í 1-2 vikur ætti að duga og vera bara þolinmóð, þú munnt ekki sjá eftir því.
Ef ég gat kennt mömmu gömlu að nota makka á 2 dögum og hún er tölvufötluð þá hlýtur þú að geta þetta auðveldlega.

BootCamp möguleikin er auðvitað alltaf ágætur ef þessi munur er ofmikil í þínum augum og frekar einfald, bara muna að gera Driver Disk áður,,, getur gert það á USB

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Sun 22. Apr 2018 13:16
af IM666
Mossi__ skrifaði:Gekk hnökralaust fyrir sig þegar ég gerði þetta við minn makka.

Það var samt fyrir alveg 12 árum :)

Ættir ekki að lenda í veseni með þetta. Held alveg ábyggilega að þetta virki 100%. Hef samt ekki verið að fylgjast með í vel 10 ár.

Enjamm, þá ertu bara með venjulegt Windows.

Virkar þannig að þú getur valið á mili þess að fara í Makka eða PC þegar þú ræsir tölvuna, og ef ég man rétt stillt þannig að hún ræsir sig sjálfkrafa í PC, þannig að þú tapar engu.

Tjékkaðu á þessu :)


en verð ég þá ekki með hægari tölvu fyrir vikið ?

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Sun 22. Apr 2018 13:20
af IM666
russi skrifaði:Ef þú ert aðallega í PS og LR vinnslu þá ættiru að vera fljót að ná tökum á þessu, munur er ekki mikill þar.
En svo er það auðvitað eitt í þessu, þú ert með annað viðmót og nokkur atriði sem eru öðruvísi, það tekur smá tíma að ná tökum á því en það kemur. Það besta sem þú getur gert er bara að vera frekar mikið í vélinni fyrstu dagana og þá kemur þetta. Það er að vera bara með hann heima hjá sér til að byrja með meðan þú ert að ná tökum á þessu, það tók mig 1 dag að gera það en svona 3 daga til að mastera stýrikerfið. Tökum það inní í dæmið að ég er tölvunörd þannig það að neyða sig sem hefðbundin notandi í 1-2 vikur ætti að duga og vera bara þolinmóð, þú munnt ekki sjá eftir því.
Ef ég gat kennt mömmu gömlu að nota makka á 2 dögum og hún er tölvufötluð þá hlýtur þú að geta þetta auðveldlega.

BootCamp möguleikin er auðvitað alltaf ágætur ef þessi munur er ofmikil í þínum augum og frekar einfald, bara muna að gera Driver Disk áður,,, getur gert það á USB


já ég er eiginlega viss um að ég nái alveg að læra á þetta, en það er samt svo margt sem mér finst verra í þessu, eins og bara það eitt að geta stungið flakkara í samband og flett á milli mynda (hljómar kanski asnarlega, en mér fanst það stór galli að geta ekki gert það og er bara að lenda í allskonar svona einföldum aðgerðum sem þarf að fara einhverjar krókaleiðir til að gera :woozy ætla að gefa þessu smá séns, en ef einhver vill kaupa tölvuna þá mun ég sennilega selja og fá mér pc :( þó mér finnist það hundleiðinlegt að þurfa að gera það :(

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Sun 22. Apr 2018 14:50
af russi
Ef þú villt flakka á milli mynda eins og í Windows skalltu nota Quick Look Möguleikan í MacOs, Velur mynd, ýtir á space(Virkjar Quick Look) og þá kemur myndin upp, svo geturu flétt, virkar líka á flest önnur skjöl. Í þessu tilfelli finnst mér Makkinn vera betri til dæmis(þeas eftir að ég náði tökum á því), en það þarf auðvitað læra það.

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Sun 22. Apr 2018 15:15
af Tiger
Held þú ættir bara að biðja einhvern ættingaja, vin eða annað sem hefur verið með MAC í einhvern tíma til að setjst niður hjá þér í klukkutíma, ferð aldrei aftur í Windows óneydd!

Eins og Russi segir t.d. með quick look, easy písí og svona er það flest.

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Sun 22. Apr 2018 17:20
af IM666
Tiger skrifaði:Held þú ættir bara að biðja einhvern ættingaja, vin eða annað sem hefur verið með MAC í einhvern tíma til að setjst niður hjá þér í klukkutíma, ferð aldrei aftur í Windows óneydd!

Eins og Russi segir t.d. með quick look, easy písí og svona er það flest.


Haha já ætti kanski að gera það :P allavega ætla ég að gefa þessu aðeins meiri séns, er aðeins búin að jafna mig eftir leiðindi gærdagsins hahaha :8)

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Sun 22. Apr 2018 17:40
af Viktor
Ég nota Macbook fartölvu og Windows borðtölvu. Það tekur ekki svo langan tíma að venjast því að nota Command ⌘ í staðin fyrir CTRL og stýrikerfið er svipað ef ekki betra á Maccanum.

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Sun 22. Apr 2018 17:51
af GuðjónR
Ég nota aðalega iMac, er með 1TB SSD splittaðan þannig að 700GB eru fyrir win10 sem er nauðsynlegt svo ég geti sýnt hæfileika mína í PUBG.
Alltaf þegar ég þarf að uppfæra eða vinna í tölvunni, t.d. í excel eða sql þá hoppa ég yfir í macOS.

Eini gallinn sem ég sé við tölvuna sem er hér til sölu er að hún er með 5400 snúninga HDD sem er algjört klúður í nútíma tölvum.
Ég er líka búinn að taka eftir því að lyklaborðið sem ég fékk með henni er eins og banani í laginu, á eftir að kanna hjá epli hvort þetta sé normið eða ekki.

Já og svo er lyklaborðið farið að missa bluetooth tengingu í tíma og ótíma þegar ég er í win10...gruna að það sé drivera vandamál.



Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Sun 22. Apr 2018 22:29
af asgeirbjarnason
IM666 skrifaði:...eins og bara það eitt að geta stungið flakkara í samband og flett á milli mynda...


Hæ. Er vandamálið sem sagt að þú ert með flakkara sem þú ert vön að nota í Windows vélinni þinni sem þú getur lesið á makkanum en ekki gert neinar breytingar?

Ef svo er þá er undirliggjandi vandamálið að Windows og macOS nota mismunandi skráarkerfi. Það eru tvær lausnir á þessu; getur annað hvort (1) breytt skráarkerfinu á flakkaranum eða (2) sett inn hugbúnað á makkanum sem leyfir þér að skrifa á Windows skráarkerfið.

Leið 1:
Þarft að breyta skráarkerfinu í ExFAT, sem er skráarkerfi sem bæði stýrikerfin geta skrifað á.
Getur gert þetta annað hvort á makkanum eða á Windows vélinni þinni, en þar sem ert vanari Windows er líklegra betra að gera þetta á Windows. Það sem þú gerir er að tengja flakkarann við tölvuna, afritar allt á flakkaranum tímabundið yfir á tölvuna og hægrismellir síðan á diskinn í Windows Explorer og velur Format. Í format skjánum þarftu að sjá til þess að ExFAT sé valið og ýtir síðan á Format takkann.

Leið 2:
Þessi leið er aðeins flóknari svo hún er ekki þess virði ef þú þarft bara að skrifa á þennan eina flakkara. Ef eru ágætar líkur á því að þurfa að skrifa á aðra flakkara er það hinsvegar þess virði.
Þarft að setja inn annað hvort ókeypis hugbúnaðinn NTFS-3G eða hugbúnaðinn Tuxera NTFS, sem kostar eitthvað um 3000 kr.
Það er auðvelt að setja inn Tuxera, kaupir það hér https://www.tuxera.com/products/tuxera-ntfs-for-mac/ og síðan er það nokkurnveginn imbaproof að setja það inn.
NTFS-3G leiðin er flókin:
Þarft að setja inn hugbúnaðinn Homebrew og fylgja síðan þessum leiðbeiningum https://gist.github.com/takeit/9fa83840 ... d52cef3693

(Skráarkerfið sem Windows notar sjálfgefið heitir NTFS en skráarkerfið sem macOS notar er annað hvort APFS eða HFS+)

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Þri 24. Apr 2018 00:07
af IM666
asgeirbjarnason skrifaði:
IM666 skrifaði:...eins og bara það eitt að geta stungið flakkara í samband og flett á milli mynda...


Hæ. Er vandamálið sem sagt að þú ert með flakkara sem þú ert vön að nota í Windows vélinni þinni sem þú getur lesið á makkanum en ekki gert neinar breytingar?

Ef svo er þá er undirliggjandi vandamálið að Windows og macOS nota mismunandi skráarkerfi. Það eru tvær lausnir á þessu; getur annað hvort (1) breytt skráarkerfinu á flakkaranum eða (2) sett inn hugbúnað á makkanum sem leyfir þér að skrifa á Windows skráarkerfið.

Leið 1:
Þarft að breyta skráarkerfinu í ExFAT, sem er skráarkerfi sem bæði stýrikerfin geta skrifað á.
Getur gert þetta annað hvort á makkanum eða á Windows vélinni þinni, en þar sem ert vanari Windows er líklegra betra að gera þetta á Windows. Það sem þú gerir er að tengja flakkarann við tölvuna, afritar allt á flakkaranum tímabundið yfir á tölvuna og hægrismellir síðan á diskinn í Windows Explorer og velur Format. Í format skjánum þarftu að sjá til þess að ExFAT sé valið og ýtir síðan á Format takkann.

Leið 2:
Þessi leið er aðeins flóknari svo hún er ekki þess virði ef þú þarft bara að skrifa á þennan eina flakkara. Ef eru ágætar líkur á því að þurfa að skrifa á aðra flakkara er það hinsvegar þess virði.
Þarft að setja inn annað hvort ókeypis hugbúnaðinn NTFS-3G eða hugbúnaðinn Tuxera NTFS, sem kostar eitthvað um 3000 kr.
Það er auðvelt að setja inn Tuxera, kaupir það hér https://www.tuxera.com/products/tuxera-ntfs-for-mac/ og síðan er það nokkurnveginn imbaproof að setja það inn.
NTFS-3G leiðin er flókin:
Þarft að setja inn hugbúnaðinn Homebrew og fylgja síðan þessum leiðbeiningum https://gist.github.com/takeit/9fa83840 ... d52cef3693

(Skráarkerfið sem Windows notar sjálfgefið heitir NTFS en skráarkerfið sem macOS notar er annað hvort APFS eða HFS+)


já það er einmitt þetta sem ég er að tala um og já þarf að skoða þetta :) snilld takk :)

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Þri 24. Apr 2018 10:18
af kiddi
Fljótfærni.is !!! Ég er hundsvekktur, 2 dagar er ekki nægur tími til að taka upplýsta ákvörðun með að þetta henti þér ekki, í guðanna bænum reyndu að þrauka aðeins lengur, þú sérð ekki eftir því! Alveg glatað að gefast svona fljótt upp eftir að hafa bruðlað tæpum 300þ. í þessa vél.

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Mið 25. Apr 2018 20:23
af IM666
kiddi skrifaði:Fljótfærni.is !!! Ég er hundsvekktur, 2 dagar er ekki nægur tími til að taka upplýsta ákvörðun með að þetta henti þér ekki, í guðanna bænum reyndu að þrauka aðeins lengur, þú sérð ekki eftir því! Alveg glatað að gefast svona fljótt upp eftir að hafa bruðlað tæpum 300þ. í þessa vél.


hahaha hei þetta voru nú alveg 6 dagar sko :D en já já eg ætla að gefa þessu meiri séns og er alveg búin að taka hana aðeins meira í sátt , og ef ég á að segja alveg eins og er að þá er ég ekki að tíma að selja hana, þetta skal koma :)

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Mið 25. Apr 2018 23:21
af reyniraron
Tek undir það sem hefur verið sagt um að gefa Makkanum séns. Eins og fleiri hafa nefnt hér þá er Quick Look snilld og ég gæti varla ímyndað mér að vera án þess. En ef þetta er bara alveg ómögulegt er að sjálfsögðu hægt að setja upp Windows. Tölvan verður ekkert hægari ef þú notar Boot Camp heldur bara jafnhröð og sami vélbúnaður í PC vél. Það er tiltölulega einfalt með Boot Camp Assistant, þú tekur frá ákveðið pláss á harða disknum fyrir Windows, nærð í stýrikerfið af Microsoft.com og Boot Camp sér um flest annað.

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Mið 25. Apr 2018 23:46
af kiddi
Eitt sem er frekar merkilegt varðandi OS X, að Hackintosh vélar (s.s. PC tölvur sem keyra OS X stýrikerfið) eru að benchmarka betur með OSX heldur en Windows, ég hef sett upp þónokkrar Hackintosh sjálfur og Geekbench & Cinebench eru að ná hærri tölum keyrandi á OSX heldur en Windows 8-) Ég er samt keyrandi Windows í dag sjálfur og hef gert síðustu 4 ár, en sársakna OS X, er alveg við það að gera mínar eigin vélar að Hackintosh líka.

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Fim 26. Apr 2018 00:06
af Mossi__
Stýrikerfið sjálft er léttara í vinnslu þannig að tölvan nær að nota meira af örgjörva og minni í benchmörkin.

Re: nánast ný Imac til sölu

Sent: Mán 30. Apr 2018 15:14
af Mossi__
Jæja IM666. Hvernig fór þetta ævintýri? :)