Síða 1 af 1

Skjákort fyrir MacPro - HD 7950 3GB

Sent: Lau 04. Feb 2017 17:07
af HalliEym
Til sölu (Radeon) HD 7950 skjákort frá Sapphire fyrir MacPro vélar (2009 til 2012) týpur.

3GB af GDDR5 minni, PCI Express 3.0, tvö Mini DisplayPort, eitt HDMI og eitt dual-link DVI-I tengi. Allt að 3840 x 2160 upplausn.
https://eshop.macsales.com/item/Sapphire/100352MAC2/

Kortið er með firmware bæði fyrir Windows og Mac OS X og er það stillt á dual boot, þar sem ég notaði það bæði í Win 8.1 og Mac OS X 10.11.x
Hraðaði allri venjulegri vinnslu umtalsvert m.v. GeForce GT 120 upphaflega skjákortið, sérstaklega þegar unnið er með marga glugga á mörgum skjám og flakkað á milli margra skjáborða.
Auðvitað keyra svo leikir mun hraðar og í hærri upplausnum.

Nýtt kort kostar í dag um 530$ eða um 60.000 kr.
Ég veit ekki til þess að þessi kort hafa verið seld hérlendis. Pantaði mitt frá OWC á sínum tíma.

Tilboð óskast.