[SELT] [TS] Íhlutir úr eldri borðvél (móðurborð, CPU, RAM, Skjákort)

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
Guffaluff
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 14. Ágú 2011 09:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

[SELT] [TS] Íhlutir úr eldri borðvél (móðurborð, CPU, RAM, Skjákort)

Pósturaf Guffaluff » Sun 18. Des 2016 17:49

Er með til sölu íhluti úr eldri borðtölvu. Vantar bara harðan disk, stýrikerfi og turn :).

Móðurborð:
- MSI P35 Neo2
- https://www.msi.com/Motherboard/P35_Neo2FR__FIR.html

Örgjörvi:
- Intel Core2 Duo E8400 (Dual-Core 3.0GHz)

Vinnsluminni:
- 8GB DDR2 RAM (4x 2GB)

Skjákort:
- NVIDIA GeForce 9800GTX+

Ég var að skipta út stærstum hluta af innvolsinu í turninum mínum og er með þetta til sölu. Þetta er kannski ekki efni í mulningsvél, en virkar fínt fyrir venjulega notkun og ræður alveg við einhverja leiki sem eru ekki of þungir grafíklega séð.

Þetta er ekki nýtt af nálinni, en virkar allt fínt.

Það er vifta á örgjörvanum sem er frekar hávær. Leysti það persónulega með því að stilla lágmarkshraða á viftunni í BIOS vel niður, þannig hún væri ekki á fullum snúning nema þegar þess þurfti. En annars ætti ekki að kosta mikið að fá aðra viftu ef þú meikar þessa ekki ;).

Get alveg selt vinnsluminnið eða skjákortið sér,en helst vil ég selja þetta allt í einum pakka, en skoða þó öll tilboð. Engin skipti.

Endilega hendið á mig tilboði :)