Síða 1 af 1
[SELD] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Mið 05. Okt 2016 15:55
af dadjan
Mini-ITX tölva til sölu, í virkilega stílhreinum og nettum kassa. Dugir í daglega vinnslu eins og internet browse, Office pakkann (Word, Excel etc.) osfrv.
Tölvukassi: Lian-Li PC-Q07 (
http://www.lian-li.com/en/dt_portfolio/pc-q07/)
Örgjörvi: Intel Core i3 3220 3.3Ghz
Vinnsluminni: 4GB DDR3
Móðurborð: Gigabyte H77N-WIFI
Skjákort: Intel HD Graphics
Harður diskur: Seagate 500GB
Set á þetta 20 þús. kr. Skoða öll tilboð. Ekki vera feimin við að láta mig vita hvort þetta sé of hátt eða of lágt verð, ég hef ekki hugmynd!
Re: [TS] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Mið 05. Okt 2016 17:51
af linenoise
Hvaða aflgjafi er í henni? Einhver noname bara?
Sýnist vera hægt að byggja örlítið betri, nýja tölvu fyrir ca 50K. Þá er 20K fyrir 3-4 ára gamla tölvu bara frekar fair.
Dæmi um build:
In-win mini-itx kassi með innbyggðum aflgjafa 17K
Minni á 3K
Örri á 8,5K (a6 7400K)
Mobo á 15K (ASRock FM2A78M-ITX+ móðurborð)
500 GB Seagate á 7K
'Skjákortið' er integrated
Re: [TS] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Mið 05. Okt 2016 17:57
af linenoise
Hún þjónar ekki alveg mínum tilgangi, aðeins of stór, ekki með innbyggðum IR móttakara og HDD-inn myndi ég ekki nota.
En ef
* hún er mjög lágvær
* þú færð ekki betra boð
* ég þarf ekki að keyra langt út fyrir höfuðborgina til að sækja
* og ef þú ert til í að selja hana með eða án HDD á 15K
skal ég taka hana.
Re: [TS] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Mið 05. Okt 2016 18:44
af Bryni
skal kaupa hana á 20k
Re: [TS] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Fim 06. Okt 2016 09:30
af ubbi
er hún seld?
Re: [TS] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Fim 06. Okt 2016 11:15
af dadjan
Tölvan er seld. Góður og fróðari maður benti mér á að þetta væri of lágt verðsett.
Sölumennsku dagsins á notandinn linenoise fyrir að telja upp allar ástæðurnar af hverju vélin væri nú eiginlega ómöguleg fyrir hann, en bjóðast svo til að taka hana á 15 þús. kr., ef hann þyrfti ekki að keyra of langt!
Re: [SELD] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Fim 06. Okt 2016 12:11
af linenoise
Ég benti á hvað sambærileg ný tölva myndi kosta. Það er svo þitt að ákveða hvað þér finnast sanngjörn afföll fyrir nákvæmlega þessa tölvu. Eins má vel vera að þú sért ósammála því að buildið sem ég kokkaði upp sé 'sambærilegt', þó mér finnist það. Kannski finnst þér að fólk eigi að borga premium fyrir kassann því hann myndi kosta 25K hingað kominn frá útlöndum. Mér finnst hins vegar In win kassarnir alveg jafnflottir og því sambærilegir.
Ég bjóst ekkert sérstaklega við að þér litist á 15K tilboðið mitt, sérstaklega þegar ég var búinn að segja að mér þætti eðlilegt markaðsverð vera nálægt 20K.
En þú sagðist skoða öll tilboð, þannig að ég lét reyna á það virði sem þessi tölva hefur fyrir mig, og það virði innifelur svo sannarlega ekki í sér að þurfa að keyra í klukkutíma, enda akstur hörmulega leiðinleg iðja. Það var heldur ekki eins og ég hækkaði tilboðið mitt þegar annað fólk bauð betur, enda væri ég þá að tapa pening. 15 þúsund kallinn sem ég eyddi ekki í tölvuna þína verður notaður í dýrari, líklega nýja tölvu sem uppfyllir fleira af því sem ég óska frá lítilli tölvu.
En til hamingju með söluna og verðið sem þú fékkst fyrir hana. Má ég forvitnast hvað það var?
Re: [SELD] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Fim 06. Okt 2016 13:49
af dadjan
Þetta er ekkert mál, ég var bara að grilla aðeins
Um að gera að bjóða bara það sem maður er tilbúinn að borga!
Re: [SELD] Borðtölva - Mini-ITX - 20 þús. kr.
Sent: Fim 06. Okt 2016 16:25
af linenoise
dadjan skrifaði:Þetta er ekkert mál, ég var bara að grilla aðeins
Um að gera að bjóða bara það sem maður er tilbúinn að borga!
Auðvitað tek ég hrósi fyrir afbragðssölumennsku!