Hvaða bésvítans... moðerfokk!
Ég er með GTX 760 sem ég er búinn að vera mjög sáttur við, en fór um daginn að spá í hvort ég ætti ekki að fá mér annað og keyra SLI. Blessunarlega áttaði ég mig á því að ég er spasstískur og móbóið mitt er Crossfire áður en ég fjárfesti í öðru korti, en er núna farinn að fylgjast með ATI kortum hérna á Vaktinni uppá að uppfæra núna og vera svo með möguleikann á að bæta öðru korti í Crossfire seinna. (cool story bro, ég veit)
Aaaallavega, mér leist fínt á spekkana á kortinu þínu en grunaði sterklega að þig vantaði smá verðlögreglufylgd, enda veit ég allt miklu betur en allir aðrir. Ég gúglaði þetta allt í döðlur en því meira sem ég skoða þetta, því minna skil ég. Hvar keyptirðu þetta kort eiginlega og hvenær? Ég finn engin ummerki um það hjá neinni íslenskri tölvuverslun. En þær eru flestar með R9 380 kortin a milli 50 og 60 þúsundkélla, sem mér finnst benda til þess að 30 þúsundkéll fyrir R9 290 sé bara frekar sanngjarn prís. Benchmörkin virðast staðfesta að þau performi svipað en verðið á R9 290 er allsstaðar miklu hærra en á 380. Og svo til að fullkomna furðulegheitin er R9 290 líka dýrara en R9 290X, sem ku vera mun afkastameira þrátt fyrir að vera bara oggopoggulítið yfirklukkað--core klukkan úr 947MHz í 1000MHz og minnisklukkan úr 1125MHz í 1250MHz skilar boosti á 3DMark 11 einkuninni úr 14570 stigum í 32271 stig!
Semsagt, 5,6% yfirklukkun á kjarnanum og 9% á minninu skilar sér í 2.2X betri 3DMark 11 skori! Og 70% hærra particle simulation skori!
Eins og sést er hvort kortið eldra en hitt skv. GPUboss en staðreyndin að þau komu bæði út á undan hinu er klárlega ekki það undarlegasta við tilveru þessara korta.
En jæja, ég er kominn með blóðnasir í bæði augun af þessu öllu og ætla að slútta þessari ritgerð áður en ég tapa því litla sem eftir er af glórunni. Mig langaði bara að bera þessar leyndardómsfullu tölur undir þig ef svo vildi til að þú skildir þetta betur en ég, og spyrja þig hvar þú hafir keypt þessi kort og hvenær. Já og ég hef semsagt áhuga á að kaupa af þér aukreitiskortið og vildi benda á að tvö R9 290 í Crossfire er "hálfgert overkill" á svipuðum skala og að losa sig við fílapensla með haglabyssu