Síða 1 af 1

[TS] Toshiba Fartölva (i5)

Sent: Fim 04. Feb 2016 23:13
af Guffaluff
Daginn daginn. Langaði að kanna áhugann á þessari.

Modelnúmer: Toshiba Satellite E205-S1904

Vélbúnaður:

- Intel Core i5 430M 2.26GHz (2.53GHz Turbo)
- 14.1" HD skjár (1366x768px)
- Intel HD Graphics skjástýring
- 4GB RAM, DDR3 1066MHz (Stækkanlegt í 8GB)
- 500GB Harður diskur
- CD/DVD+-RW Dual Layer geisladrif
- Kortalesari fyrir SD, XD og MS kort
- 10/100/1000 Mbps netkort
- WiFi staðall: 802.11n
- Innbyggð vefmyndavél með hljóðnema


Tengimöguleikar:

- 3x USB 2.0
- 1x HDMI út
- 1x VGA út
- Heyrnartóla og hljóðnema tengi (aðskilin)
- 1x eSata (ATH, eSata og eitt USB tengið eru samnýtt)
- 1x LAN tengi
- Wi-Di stuðningur

Hugbúnaður:

- Nýuppsett og uppfærð í Windows 10 (64bit)
- Avira vírusvörn

Fyrir þá sem ekki vita, þá stendur Wi-Di fyrir "Wireless Display". Þetta gerir þér kleift að varpa skjánum þráðlaust yfir á sjónvörp sem styðja Wi-Di. Því miður eru ekki það mörg sjónvörp sem styðja þetta, en möguleikinn er fyrir hendi fyrir þá sem eiga slík sjónvörp.

Ég framkvæmdi battery test á vélinni og rafhlaðan er í nokkuð góðu standi. Samkvæmt niðurstöðunum úr testinu nær rafhlaðan ennþá rúmlega 88% af fullri rýmd (55425/62640). Sjá mynd.

Vélin er nýuppsett og uppfærð í Windows 10.

Mjög fín vél sem dugar í margt. Þetta er tölva konunnar minnar og hún hefur unnið í hönnunargeiranum og þ.a.l. unnið með Autocad, Sketchup, Photoshop o.fl. í þeim dúr.

Sjá myndir í viðhengi.

Tilboð óskast :).