Síða 1 af 1

Leikjavél til sölu - R9 270x 4GB - SSD - 16GB DDR3

Sent: Mið 15. Júl 2015 08:53
af division
il sölu frábær tölva í leikina, hún nett, öflug og jafnvel þótt hún sé svona lítil þá er hún með vatnskælingu. Hún er með 16gb vinnsluminni og öflugt skjákort. Það er i3 4150 örgjörva í vélinni en það er mjög auðvelt að stækka hann ef fólk vill.

Mynd

Specs:
    Örgjörvi: i3 4150
    Vinnsluminni: 2x 8gb DDR3 1600mhz (nýtt)
    Aflgjafi: Corsair CX500
    Gagangeymsla: 2tb Seagate Barracuda Green & 120gb OCZ Agilty 3 SSD
    Vatnskæling: Thermaltake Water 3.0 Pro
    Stýrikerfi: Windows 8.1 löglegt (frítt Windows 10 upgrade)
    Móðurborð: Asus H81I-PLUS (nýtt)
    Kassi: Coolermaster Elite 130 (nýtt)
    Skjákort: ATI Radeon R9 270X 4GB (nýlegt)

Tölvan er ný rykhreinsuð og ný uppsett og bíður bara eftir nýjum eiganda.

Tölvan kostar sirka 200þús ný hjá tölvulistanum í íhlutum en þá á eftir að setja hana saman. Geri mér grein fyrir að Tölvulistinn er ekki ódýrastur en hann var með flest allar vörurnar.

Ég er einnig með mjög fínan skjá til sölu. Skjárinn er 24" Samsung SyncMaster 2443 16:10 með 1920x1200 í upplausn, hentar semsagt rosalega vel í vinnu. Persónulega finnst mér þæginlegra að spila leiki á 16:10 skjáum en það er bara mitt mat.

Sambærilegur skjár nýr í dag kostar sirka 40-50þús.


Samanlagt erum við að tala um sirka 250þús króna nývirði miðað við verð Tölvulistans. Megnið af hlutunum, t.d. móðurborðið, kassinn, vinnsluminnið og örrinn eru allt frá þessu ári. Það má bæði bjóða í þetta saman og stakt, gef betri kjör ef keypt saman, hef ekki áhuga á að selja staka íhluti úr tölvunni.


Óska eftir tilboðum og væri einnig til í að fá eitthverja verðlöggur til að hjálpa mér að koma verðhugmynd út :)

Re: Leikjavél til sölu - R9 270x 4GB - SSD - 16GB DDR3

Sent: Mið 15. Júl 2015 19:06
af izak11
hvað hafðiru hugsað þér fyrir vélina? :)

Re: Leikjavél til sölu - R9 270x 4GB - SSD - 16GB DDR3

Sent: Fös 31. Júl 2015 11:23
af division
Afsaka seint svar, hafði hugsað mér 160þ fyrir skjáinn og tölvuna og steel series sensei raw leikjamús. Hvað segja verðlöggur við því? Er það of mikið?