bulldog skrifaði:hann er verðlagður á $585 sem er um 70 þús síðan er sendingarkostnaður og vsk eftir þannig að ég myndi segja að 95 þús væri ekki ósanngjarnt.
Á NewEgg er hann verðlagður á $120 lægra, sjá hér:
NewEgg 480GB Corsair NeutronVar einmitt að prófa VIAddress.com og flutti inn vandað hljóðkort, heyrnartól og síðan 30m af hátalarasnúrum (veit.. ekki beint gáfulegt, vigtar alltof mikið fyrir flutning) og það er í sjálfu sér ekkert mál að panta af Amazon og NewEgg í gegnum svona aðila. Allt sem ég þurfti að greiða var 12.000 í vsk og $103 í flutning.
Ef ég mundi flytja inn svona disk þá sýnist mér hann muni kosta mig:
Diskur: $460
Flutningur: $50-100 (VIAddress gefur um $53 fyrir pakka til Evrópu undir 5Lbs, 1lbs sirka 0.4kg) Jafnvel hægt að taka 5 diska í einu og samt borga aðeins $53 í flutning fyrir alla.
Alls : $510-560 fyrir einn disk eða um 60-67.000 og 76-84.000 m/vsk
Flutningurinn er að sjálfsögðu alltof hár á einu stykki og ljóst að ef maður tæki fleiri í einu eða eitthvað með þessu sem erfitt er að ná hér heima, þá yrði diskurinn nokkuð undir 75k m/flutningi og Vsk.
Kannski 65-70k eitthvað sem væri sanngjarnt fyrir þennan disk?