Síða 1 af 1

[TS] ThinkPad X1 Carbon Ultrabook

Sent: Mið 17. Apr 2013 17:25
af supergravity
Til sölu:

Lenovo ThinkPad X1 Carbon (TYPE 3460-7XG)

Vélin er 8 vikna gömul og lítur út eins og ný, er að selja vegna þess að ég fæ laptop frá vinnunni - er hrikalega sáttur með þessa græju.

i5-3317U örgjörvi
4GB minni
128 GB SSD diskur
14" 1600x900 skjár (er samt ekki nema nokkrum mm stærri á alla kanta en Macbook Air 13")
þyngd 1,36 kg (eins og 2x iPad)

Hún er með baklýstu US lyklaborði (hægt er að fá IS lykla hjá Nýherja) það fylgja með Win7 Pro og Win8 Pro á backup diskum frá framleiðanda. Kaupandi getur valið hvort hann setur upp (eða sett upp Linux). Gæti látið utanáliggjandi DVD drif með ef áhugi er fyrir því.

Engadget review

Svona tölva kostar ný 338.000 hjá Nýherja, ég hafði samband og fékk staðfestingu á því að vélin er í ábyrgð hjá þeim þrátt fyrir að vera keypt erlendis.

verðhugmynd 260

kv,
ÓS

Re: [TS] ThinkPad X1 Carbon Ultrabook

Sent: Mið 17. Apr 2013 19:23
af supergravity
Myndir af gripnum

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: [TS] ThinkPad X1 Carbon Ultrabook

Sent: Mið 17. Apr 2013 20:21
af Kristján
haltu kjafti mig langar í þessa.

Re: [TS] ThinkPad X1 Carbon Ultrabook

Sent: Fim 18. Apr 2013 12:08
af Cascade
Þessi tölva kostar $1170 á lenovo.com

Með shopusa er það um 212þús komið heim

I þeirri tölvu er i5 3337u, sem kom í byrjun árs 2013, en í þinni er i5 3317u, sem kom annan ársfjórðung 2012 (árs gamall cpu)

Ekki að það skipti neinu máli þannig séð, mjög svipaðir örgjörvar. En staðreyndin er þá að það er hægt að fá nýrri útgáfu töluvert ódýrari en þín verðhugmynd og þá glæný tölva


Annars væri líka hægt að fljúga út, kaupa tölvuna á 140k ($1170) og taka hana með heim og borga toll af henni (fyrstu 88þús eru tollfrjáls) og það er enn ódýrara en verðhugmyndin þín

Re: [TS] ThinkPad X1 Carbon Ultrabook

Sent: Fim 18. Apr 2013 13:53
af supergravity
Góður punktur,

er ekki alveg að kaupa þetta með flugið samt það er alltaf vesen með hótel og þ.h. upp á kostnað og tíma að gera. ShopUSA tekur einnig einhvern tíma að afhenda vélina. Árans dólgarnir á lenovo.com búnir að lækka verðið á henni eftir að touch útgáfan kom.

Lækka verðið í 200k

Vélin er eins og ný, búinn að nota hana samtals í 1 viku. Win 7 og Win 8 Pro á diskum fylgir.

Re: [TS] ThinkPad X1 Carbon Ultrabook

Sent: Fim 18. Apr 2013 14:15
af Hamsurd
FAKK, HUNNNGGHHHGGG, FAKKK GÉMMHEEERR,

Mynd

HHUNNNG, SO SEXY.

Re: [TS] ThinkPad X1 Carbon Ultrabook

Sent: Fim 18. Apr 2013 14:36
af GrimurD
Hamsurd skrifaði:FAKK, HUNNNGGHHHGGG, FAKKK GÉMMHEEERR,

Mynd

HHUNNNG, SO SEXY.

x2

Re: [TS] ThinkPad X1 Carbon Ultrabook

Sent: Fim 18. Apr 2013 16:23
af Nördaklessa
Mynd