Síða 1 af 7

AciD_RaiN Sleeving [Lítið sett]

Sent: Þri 13. Nóv 2012 20:58
af AciD_RaiN
Sælir piltar.

Ég var að fá fyrstu sendingu af dóti og er aðeins að byrja að fikta við að gera framlengingar. Ég er að nota MDPC sleeve og geri líka SATA kapla.

Væri einhver áhugi fyrir þessu hér?

Litaúrvalið er ekki mikið eins og er en því meira sem ég sel, því fleiri liti get ég pantað :)
Mynd

Hér er eitthvað af litum sem verða í boði í framtíðinni...
Mynd

Og svo nokkrar myndir af fyrsta settinu sem ég gerði...
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:00
af GuðjónR
Djöfull er þetta flott hjá þér :happy

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:02
af AciD_RaiN
GuðjónR skrifaði:Djöfull er þetta flott hjá þér :happy

Takk fyrir það :) Þetta er samt alls ekki fullkomið skal ég segja þér. Ég ætla samt að finna mynd af þvý fyrsta sem ég sleevaði ever... Þetta kemur með tímanum :P

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:06
af bulldog
glæsilegt hvað kosta svona kaplar hjá þér ?

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:11
af bAZik
Djöfull er þetta geðveikt!

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:13
af AciD_RaiN
bulldog skrifaði:glæsilegt hvað kosta svona kaplar hjá þér ?

Miðað við hvað ég er lengi að gera þetta þá ætti ég að vera að rukka 20 þús fyrir stykkið en maður verður fljótari þegar maður er kominn up á lagið með þetta.

Verðskráin er svohljóðandi:
24pin: 4000
8pin: 2000
6pin: 1500
SATA: 1500

Edit: Hér er fyrsta sleeving jobbið sem ég gerði. Það var einhverntíman snemma á þessu ári :P
Mynd

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:22
af worghal
jæja, þá er mundi kominn með samkepni :D

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:31
af Kjáni
worghal skrifaði:jæja, þá er mundi kominn með samkepni :D
hefði gaman að sjá þessa samkeppni vera með betri verð :happy

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:48
af Akumo
Kjáni skrifaði:
worghal skrifaði:jæja, þá er mundi kominn með samkepni :D
hefði gaman að sjá þessa samkeppni vera með betri verð :happy


Veit ekki betur en mundi sé mér frábær verð.

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 21:49
af mundivalur
Það sem við gerum fyrir 50-250kr á tímann :baby

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 22:24
af AciD_RaiN
Það er engin samkeppni í gangi hérna. Mér finnst Mundi nú bara vera að gefa með vinnunni mv hans verð... Þetta er hellings vinna hvort sem það er ég, Mundi eða einhver annar sem gerir þetta. Að sleeva kapla er áhugamál og "list" og ég veit ekki til þess að það séu margir að lifa á þessu í heiminum en ég veit alveg um fleiri en einn sem taka meira en $100 fyrir stykkið af kaplinum...

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 22:25
af Plushy
Myndi vel borga uppsett verð fyrir svona, eða 20-25þ að láta sleeva allt

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 22:28
af pattzi
Þetta er svo nett :happy

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 22:39
af littli-Jake
vá hvað ég er bitur að vera ekki lengur með full modular PCU. Hugsa samt að ég þurfi að panta svona hjá þér einhvertíman. 8 pin snúran nær ekki nema rétt svo frá pcu upp í power. Fáránlegt að vera alltaf með 8 pin tengið efst á móðurborð þar sem flestir pcu's í dag eru neðst í kassanum.

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Þri 13. Nóv 2012 23:31
af AciD_RaiN
Plushy skrifaði:Myndi vel borga uppsett verð fyrir svona, eða 20-25þ að láta sleeva allt

Enda er þetta ekkert dans á rósum að gera þetta almennilega.

Það er líka alveg hægt að skoða það að gera heilt PSU en þá þyrfti ég samt að skipta út öllum vírum undir þeim litum sem eru ekki svartir amk...

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Mið 14. Nóv 2012 00:29
af biturk
veistu hvað þessi sleeve þola mikil volt? gæti maður ekki sleevað bílarafmagn alveg eins :)

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Mið 14. Nóv 2012 00:36
af Steini B
biturk skrifaði:veistu hvað þessi sleeve þola mikil volt? gæti maður ekki sleevað bílarafmagn alveg eins :)

Bílar eru líka 12V (reyndar ca 11-14.4), þannig að það væri ekkert mál, bara frekar tilganslaust...

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Mið 14. Nóv 2012 00:42
af biturk
Steini B skrifaði:
biturk skrifaði:veistu hvað þessi sleeve þola mikil volt? gæti maður ekki sleevað bílarafmagn alveg eins :)

Bílar eru líka 12V (reyndar ca 11-14.4), þannig að það væri ekkert mál, bara frekar tilganslaust...



og þetta er tilgangur........hvernig? er þetta ekki bara spurning hvað maður ætlar að gera við vírana sína :face

og þér til að svara þá eru bílar líka 24v ;)

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Mið 14. Nóv 2012 01:02
af Minuz1
biturk skrifaði:
Steini B skrifaði:
biturk skrifaði:veistu hvað þessi sleeve þola mikil volt? gæti maður ekki sleevað bílarafmagn alveg eins :)

Bílar eru líka 12V (reyndar ca 11-14.4), þannig að það væri ekkert mál, bara frekar tilganslaust...



og þetta er tilgangur........hvernig? er þetta ekki bara spurning hvað maður ætlar að gera við vírana sína :face

og þér til að svara þá eru bílar líka 24v ;)


og 40-100k á kertum.

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Mið 14. Nóv 2012 09:42
af playman
Minuz1 skrifaði:
biturk skrifaði:
Steini B skrifaði:
biturk skrifaði:veistu hvað þessi sleeve þola mikil volt? gæti maður ekki sleevað bílarafmagn alveg eins :)

Bílar eru líka 12V (reyndar ca 11-14.4), þannig að það væri ekkert mál, bara frekar tilganslaust...



og þetta er tilgangur........hvernig? er þetta ekki bara spurning hvað maður ætlar að gera við vírana sína :face

og þér til að svara þá eru bílar líka 24v ;)


og 40-100k á kertum.

Að minni bestu vitund, þá kemur sleaves ekkert við á hve mörg volt eða amper þau eru sett á, heldur er það hitamyndunin á kaplinum
sem hefur eithvað að seygja um það, en ef að kapallinn er að hittna eithvað þá ertu ekki að nota réttan kapal í verkið.

Það er ekki sleevið sem flytur rafmagnið, heldur er það vírin inní kaplinum sem sér um það. :happy

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Mið 14. Nóv 2012 21:08
af Baraoli
Minuz1 skrifaði:
biturk skrifaði:
Steini B skrifaði:
biturk skrifaði:veistu hvað þessi sleeve þola mikil volt? gæti maður ekki sleevað bílarafmagn alveg eins :)

Bílar eru líka 12V (reyndar ca 11-14.4), þannig að það væri ekkert mál, bara frekar tilganslaust...



og þetta er tilgangur........hvernig? er þetta ekki bara spurning hvað maður ætlar að gera við vírana sína :face

og þér til að svara þá eru bílar líka 24v ;)


og 40-100k á kertum.


Kalvin er bara hitastig.

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Mið 14. Nóv 2012 21:57
af KermitTheFrog
Kelvin...

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Fim 15. Nóv 2012 05:18
af AciD_RaiN
24 pinna kapall taka 2. Var ekki nógu sáttur með það hvað fyrri kapallinn var ójafn þannig ég ákvað að búa bara til alveg nýjan frá grunni... Held að ég sé bara nokkuð sáttur með þennan ;)

Mynd
Mynd
Mynd

Re: AciD_Rain Sleeving

Sent: Fim 15. Nóv 2012 19:19
af AciD_RaiN
Gerði 2 sata kapla svona til að sýna... Ég þarf virkilega að fara að kaupa mér myndavél því þessi símamyndavél er ekki alveg að gera sig :(

Mynd

Re: AciD_Rain Sleeving [fleiri kaplar komnir]

Sent: Fim 15. Nóv 2012 23:36
af Kjáni
á ekki að skella upp facebook like síðu ? fínt og þægilegt að raða öllu upp þar meðan hér maður þarf alltaf að scrolla ef þú bætir eithverju nýju. :happy