lyfsedill skrifaði:ok skil oft ekki hluti hér. þegar einn með 2gb minni setur 25 þús og enginn kvartar um verðlagningu þar en svo er kvartað hjá mér með 3 gb. ég er nátturulega svo heimskur í tölvumálum helt bara að það þætti gott að fá 3 gb vél fyrir sama verð t.d. og sá fékk fyrir 2gb vélina eða 15 þus.
Það sem fléttast saman í verðmati á tölvubúnaði er ýmislegt.
Aldur búnaðarins hefur mjög mikið að segja, flestur tölvubúnaður úreldist á ofurhraða.
Örgjörvinn stærð, gæði og hraði hans hefur mikið að segja þegar maður er að selja turn í heilu lagi.
Minnið ræður miklu þar sem það þarf helst að vera nóg af því og getur eiginlega aldrei verið of mikið en stundum er fólk með of mikið af því miðað við hvað stýrikerfið styður.
Verðið á minninu ræðst af aldri, eftirspurn og framboði DDR2 533MHz og 667MHz minni er til í bílförmum framboðið er allt of mikið til að það fáist gott verð fyrir það þetta er líka gamalt minni og nýrri móðurborð geta ekki notað það þannig takmarkast notkun þess við eldri móðurborð og þeim fer fækkandi. 30% - 50% +/- af verði nýs minnis þar sem það er ódýrast er nokkuð raunhæft að fá.
800 MHz minni eru vinsælli og nýrri en það er líka nokkuð mikið til af þeim þannig að þau fara ekki á mikinn pening þó eru öll þessi minni eftirsóttust í 2 GB kubbum og 1 GB.
Í nýrri vélum er DDR3 minni og þú getur ekki notað DDR2 minni í DDR3 móðurborð.
Harði diskurinn. Stærð (GB/TB) og aldur disksins segir allt um verðið. Diskur sem er orðinn ~4 ára + er farinn að slappast. (Staðreynd)
Vegna flóða í verksmiðjum í Asíu hækkaði verð harðra diska nokkuð mikið nýlega en hefur lækkað eitthvað aðeins undanfarna mánuði en litlir diskar eru svo til verðlausir til að fá eitthvað smá fyrir þá þarf maður að sýna fram á að þeir séu í óaðfinnanlegu ástandi og eigi mikið eftir þá henta þeir ágætlega sem stýrikerfisdiskar í turna en þó ekki svo vel í þennan turn sem þú ert að selja vegna þess að þessi GX620 kassi gerir bara ráð fyrir 1 stk. hörðum diski og þá hugsa ég að flestir vilji hafa hann stærri en 80GB.
Þó svo að þeir vilji kannsi skipta honum niður í partitons.
Þín vél myndi þó alveg geta hentað fyrir afa og ömmu þar sem þau eru að öllum líkindum bara á netinu og pláss á diskinum kannski ekki aðalmálið.
Í tölvum sem eru orðnar 3 - 4 ára + eru þéttar (capacitors) sem eru farnir að gefa sig. Þetta er nánast alveg gefið mál.
Það má skipta um þessa þétta en stundum þá bara tekst það ekki og vélin fer ekki í gang aftur þetta getur kostað nokkra hundraðkalla jafnvel þó þú gerir þetta sjálfur,
mig minnir að hver þéttir í þessa vél kosti um 220 - 230 kr. og oftar en ekki þá þarf að skipta um 4 - 6 stk. og stundum fleiri.
Þegar þessir þéttar eru farnir að gefa sig þá má búast við þeim einkennum að vélin sé farin að drepa á sér alveg upp úr þurru og eða bluescreena.
Vifturnar fara stundum á milljón snúninga og eru þannig í nokkurn tíma jafnvel alltaf og svo eru þær oft hægar og nánast ómögulegt að nota þær.
Þessi bölvun með þessa þétta er einn risa stór galli í móðurborðum og fleiru því þetta á alls ekki að gerast en einhvern staðar heyrði ég að sparnaður í framleiðslu væri orsökin.
Svo er það ýmislegt annað sem skiptir máli í verðlagningu á tölvum til dæmis skjástýring eða skjákort.
Sá sem kaupir svona vél eins og þú ert með er ekki að fara að nota hana í tölvuleiki nema þá solitaire eða eitthvað slíkt vélbúnaðurinn býður ekki upp á mikið meira en það og ef einhver vill kaupa í hana skjákort þá þarf hann að finna low profile skjákort eða riser í vélina og hvorugt er ódýrt eða borgar sig fyrir þetta gamla vél.
Eitthvað varstu að tala um að þú hafir potað í viftuna með skrúfjárni sem er auðvitað ekki mjög sniðugt þar sem þú setur ekki hvaða viftu sem er í þennan kassa
Það er sérstakt tengi á endanum sem tengist í móðurborðið og svo minnir mig (er samt ekki 100%) að þetta sé eitthvað afbrigðileg stærð af viftu í þessum kössum.
Á bland er fólk sem gæti keypt vélina þína á hærra verði en þú færð fyrir hana hérna, einfaldlega vegna þess að þar er fullt af fólki sem veit þetta ekki og trúir seljandanum svolítið eins og þú gerðir víst þegar þú keyptir þessa. Ef þú átt þokkalegan skjá, lyklaborð og mús þá myndi ég halda að þú hefðir stærri markhóp til að selja hana.
Góða helgi.