Síða 1 af 1
Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 10:24
af 69snaer
Sælir meistarar
Var að velta fyrir mér að panta gtx 580 frá usa eða uk. Þetta er kortið sem um ræðir
EVGA GeForce GTX 580 3072 MB GDDR5 PCB PCI Express 2.0 2DVI/Mini-HDMI SLI Ready Limited Lifetime Warranty Graphics Card, 03G-P3-1584-AR
http://www.amazon.com/EVGA-Mini-HDMI-Li ... 622&sr=8-3Kortið kostar 570 dollara í usa sem gera 67.000 kr.
Spurningin er hins vegar hvað haldið þið að kortið kosti komið til mín?
Borgar þetta sig eða á ég að kaupa frekar heima?
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 10:26
af Daz
Amazon (com og co.uk) senda ekki raftæki til landsins. Þú getur stungið Amazon verðinu inn í reiknivélina á shopusa.is og þá veistu hvað kortið kostar komið til þín í gegnum Shopusa (en það eru til aðrar þjónustur sem gera það sama og shopusa og taka minni part til sín).
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 10:26
af 69snaer
og já hefur einhver reynslu af ebay?
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 10:27
af 69snaer
what jæja okey takk ég tjekka á því.
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 10:29
af 69snaer
ætli það sé alveg hætta treysta mönnum á ebay ef maður skildi vilja panta kort þaðan?
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 10:30
af kjarribesti
viaddress.com er með besta verðið og fær svosem ágætis dóma.
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 10:42
af Daz
69snaer skrifaði:ætli það sé alveg hætta treysta mönnum á ebay ef maður skildi vilja panta kort þaðan?
Alveg jafn vel og annarstaðar á netinu. Á ebay hefurðu þó dóma um seljendur, þarft bara að meta hvað þér finnst nógu mikið af jákvæðum dómum (ég myndi líklega ekki borga seljanda mikið yfir 5000 kr nema hann hefði 1000+ jákvæða dóma) og svo hversu hátt hlutfallið þarf að vera, fáir svosem með undir 95% jákvætt sem hafa mikið magn af sölum.
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 10:49
af Tiger
ebay buyers protection og paypal eru ágætis trygging samt. Ég lenti í scam þegar ég keypti iPhone4 þar (óþolinmæðin var að drepa mig), tók smá tíma en ég fékk allt endurgreitt frá ebay samt. Bara passa að ALLTAF borga í gegnum ebay/paypal beint frá kaupunum, ekki borga til hliðar við ebay kerfið því það rýrir ábyrgð ebay.
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 13:21
af Ivarrafn
Það er mjög einfalt að reikna út hvað tölvuvörur kosta þegar þær eru komnar til landsins.
Formúlan er svona ( Verð + Sendingarkostnaður ) x 1,255 = Fullt verð
Það eru engir tollar né vörugjöld á tölvuvörum þess vegna margfaldaru bara með VSK.
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 13:31
af techseven
Ivarrafn skrifaði:Það er mjög einfalt að reikna út hvað tölvuvörur kosta þegar þær eru komnar til landsins.
Formúlan er svona ( Verð + Sendingarkostnaður ) x 1,255 = Fullt verð
Það eru engir tollar né vörugjöld á tölvuvörum þess vegna margfaldaru bara með VSK.
Er ekki einhver kostnaður við það að leysa þetta út úr tolli? Tollskýrsla og svoleiðis, ég man ekki hvernig þetta var...
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Mið 14. Sep 2011 13:52
af Daz
techseven skrifaði:Ivarrafn skrifaði:Það er mjög einfalt að reikna út hvað tölvuvörur kosta þegar þær eru komnar til landsins.
Formúlan er svona ( Verð + Sendingarkostnaður ) x 1,255 = Fullt verð
Það eru engir tollar né vörugjöld á tölvuvörum þess vegna margfaldaru bara með VSK.
Er ekki einhver kostnaður við það að leysa þetta út úr tolli? Tollskýrsla og svoleiðis, ég man ekki hvernig þetta var...
Einhver 500 kall fyrir ódýrar vörur, einhverstaðar milli 3 og 5 þúsund fyrir dýrari vörur (s.s. einföld tollmeðhöndlun fyrir vörur undir 20 þúsund minnir mig, annars er það tollskýrslan).
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Fim 15. Sep 2011 20:45
af vesteinn
Daz skrifaði:Amazon (com og co.uk) senda ekki raftæki til landsins. Þú getur stungið Amazon verðinu inn í reiknivélina á shopusa.is og þá veistu hvað kortið kostar komið til þín í gegnum Shopusa (en það eru til aðrar þjónustur sem gera það sama og shopusa og taka minni part til sín).
Jújú þarft bara að finna söluaðila sem sendir til útlanda. Sérð það þegar þú velur söluaðila, stendur undir nafniu annaðhvort "domestic shipping" eða "international shipping", mæli með Portableguy, þeir eru mjög ódýrir og senda heim.
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Fim 15. Sep 2011 20:54
af Daz
vesteinn skrifaði:Daz skrifaði:Amazon (com og co.uk) senda ekki raftæki til landsins. Þú getur stungið Amazon verðinu inn í reiknivélina á shopusa.is og þá veistu hvað kortið kostar komið til þín í gegnum Shopusa (en það eru til aðrar þjónustur sem gera það sama og shopusa og taka minni part til sín).
Jújú þarft bara að finna söluaðila sem sendir til útlanda. Sérð það þegar þú velur söluaðila, stendur undir nafniu annaðhvort "domestic shipping" eða "international shipping", mæli með Portableguy, þeir eru mjög ódýrir og senda heim.
Amazon sendir ekki, Amazon marketplace seljendur geta það, ef þeir vilja. Smá munur á Amazon og amazon marketplace.
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Fim 15. Sep 2011 21:27
af Garfield
Mér finnst að það borgi sig engan veginn að kaupa tölvuíhluti frá USA spurning með UK,
ef þú hittir á verslun sem sendir til Íslands sem sem dæmi þetta kort 570 dollarar + c.a
50 dollarar sem sendingarkostnaður frá USA. 620 dollarar sinnum kortagengi, hjá Valitor
ertu með 119,3 dollaran í dag, sem sagt 119,3 x 620 = 73.996,- á þetta reiknast VSK
73.996,- x 1,255 = 92.827,- þ.e.a.s ef verslunin sendir kortið beint til þín. Ef þú notar
einhvern millilið eins og t.d Shop USA þá bætis við einhver kostnaður og lengri sendingartími.
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Fim 15. Sep 2011 22:00
af DaRKSTaR
borgar sig engannveginn að panta þetta að utan, sendingarkostnaðurinn er það mikill
Re: Gtx580 amazon verð hjálp
Sent: Fim 15. Sep 2011 23:33
af ViktorS
69snaer skrifaði:ætli það sé alveg hætta treysta mönnum á ebay ef maður skildi vilja panta kort þaðan?
Ég hef pantað skjákort á eBay, allt tipp topp. Síðan hefur pabbi pantað ýmiskonar varahluti af eBay og allt kemur til skila í góðu ástandi, enda fullt af búðum í USA að nota eBay líka.