Síða 1 af 1

Tölva til sölu, verðlöggur óskast

Sent: Lau 06. Ágú 2011 19:20
af hilmar_jonsson
Mig grunar að þessi sé að fiska 400-500 þúsund krónur fyrir tölvuna sína og mig langaði að sjá hvað hún væri metin á hér. Ég giska á:150.000-200.000 kr.

http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=69213

Dell Precision M6400 með svohljóðandi búnaði:
17" WUXGA UltraSharp Display (1920x1200)
Intel® Core™2 Extreme Quad-Core Processor QX9300 - (12M Cache, 2.53 GHz, 1066 MHz FSB)
16GB DDR3-1066 SDRAM
NVIDIA Quadro FX 3700M - (1024 MB)
2x WDC 250GB HD - (7200 RPM 16MB Cache 2.5" SATA 3.0Gb/s)
Broadcom NetXtreme 57xx Gigabit Controller & Intel(R) WiFi Link 5100 AGN

Ath; ég er hvorki að selja né kaupa. Menn verða að fara á hlekkinn til að gera það.

Re: Tölva til sölu, verðlöggur óskast

Sent: Lau 06. Ágú 2011 19:36
af stjani11

Re: Tölva til sölu, verðlöggur óskast

Sent: Lau 06. Ágú 2011 19:37
af lukkuláki
Djöfull er glatað að vera með 17" skjá við þessa vél.
Þetta er vél í brjálaða þunga vinnslu en ég hef enga trú á að hún seljist á þessu verði.

Re: Tölva til sölu, verðlöggur óskast

Sent: Lau 06. Ágú 2011 19:41
af blitz
lukkuláki skrifaði:Djöfull er glatað að vera með 17" skjá við þessa vél.
Þetta er vél í brjálaða þunga vinnslu en ég hef enga trú á að hún seljist á þessu verði.


.... Þetta er laptop

Re: Tölva til sölu, verðlöggur óskast

Sent: Lau 06. Ágú 2011 19:42
af lukkuláki
blitz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Djöfull er glatað að vera með 17" skjá við þessa vél.
Þetta er vél í brjálaða þunga vinnslu en ég hef enga trú á að hún seljist á þessu verði.


.... Þetta er laptop


Ha ha ha sorry
Maður er ekki vanur svona fartölvum :)

Re: Tölva til sölu, verðlöggur óskast

Sent: Lau 06. Ágú 2011 21:23
af Bioeight
Það þarf að taka með í reikninginn hversu góður skjárinn er og að þetta er Nvidia Quadro skjákort en ekki Geforce. 150-200 þúsund hlýtur að vera of lágt og 350 þúsund gæti alveg verið sanngjarnt, jafnvel bara mjög gott verð, þyrfti samt að skoða þetta betur. Þið eigið samt ekki að vera að bera þetta saman við einhverjar Geforce vélar með lélegum skjám. Markaðurinn fyrir svona vélar er samt líklega ekki stór en þó einhverjir sem þurfa svona vél á ferðinni.

Re: Tölva til sölu, verðlöggur óskast

Sent: Fim 18. Ágú 2011 09:58
af odidlov
Ég vissi ekki að það væri verið að ræða hana sérstaklega hér utan þráðsins sem ég gerði fyrir hana, en ég hef uppfært verð'kröfur' og hugleiði jafnvel milligjöf á góðum Dell UltraSharp skjá (24"+) eða annað sambærilegt til myndvinnslu.