Síða 1 af 1

(TS)Borðtölvu pakki

Sent: Mið 29. Jún 2011 20:24
af frikki112
Sælir Vaktarar.
Ég er hér til þess að selja borðtölvuna mína sem hefur nýst mér mjög vel seinustu 2 ár. Hún er mjög notendavæn og vinnur hratt. Hún er fljót að starta sér og tekur lítinn tíma að fara í gang til fulls. Þið sjáið helstu speccana á tölvunni á myndinni fyrir neðan. Skjákortið var sett upp í tölvuna aukalega og það er mjög gott skjákort sem hefur nýst mér í alla helstu leiki nú til dags. Umbúðirnar af því fylgja einnig með og það sem kom með kortinu.
Í tölvunni sjálfri verða nokkur uppsett forrit fyrir kaupandann, þar á meðal Microsoft Office 2007 pakkinn og VLC(forrit sem spilar næstum allar myndskrár), Skype, Windows live Messenger, Itunes og það helsta.
Með tölvunni mun fylgja með:

Allir diskar og driverar.
Þráðlaust lyklaborð og þráðlaus mús.
Ísmotta fyrir músina.
Linksys Wireless adapter (til þess að tengjast netinu, en ég er buinn að setja hann upp fyrir kaupandann)
Creative Live! cam (vefmyndavél sem er með innbygðan mic).
8 leikir sem eg vill bara losna við og þar með er ég ekki að bæta miklu við verðið á tölvunni vegna þeirra.
Allar snúrur sem til þarf.
Ég er búinn að setja allt þetta upp í tölvunni og þar með þarft þú ekki að hafa neinar áhyggjur af því :)

Þið sjáið það helsta af þessu á myndunum fyrir neðan. Verðhugmynd: 40 Þús. Og skoða ýmis tilboð :)
Endilega hafiði samband við mig ef þið hafið áhuga eða ef það vakna einhverjar spurningar. Sími: 8653082 Email: frikki112@hotmail.com
Eða hafiði samband í einkaskilaboðum hér á síðunni.
Kv. Friðrik

Re: (TS)Borðtölvu pakki

Sent: Mið 29. Jún 2011 20:27
af MatroX
Komdu með info um íhlutina í vélinni.

Re: (TS)Borðtölvu pakki

Sent: Mið 29. Jún 2011 20:34
af biturk
þú gleimdir að setja specca um tölvuna, skoðaðu aðrar auglýsingar til að sjá hvernig þær eiga að framkvæmast :happy

Re: (TS)Borðtölvu pakki

Sent: Fim 30. Jún 2011 12:35
af frikki112
Nei, ég setti mynd þar sem sjást speccarnir. Sjáiði þær ekki?

Re: (TS)Borðtölvu pakki

Sent: Fim 30. Jún 2011 15:30
af kizi86
vantar upplýsingar um td hvaða gerð og hraði vinnsluminnið se og fra hvaða framleiðanda,

kemur hvergi fram hversu stór harði diskurinn er, eða hversu margra snúninga hann sé, eða frá hvaða framleiðanda,

sé líka að það er þráðlaust netkort í vélinni, frá hvaða framleiðanda og hvaða kerfi styður það?

Re: (TS)Borðtölvu pakki

Sent: Fim 30. Jún 2011 15:35
af biturk
frikki112 skrifaði:Nei, ég setti mynd þar sem sjást speccarnir. Sjáiði þær ekki?



jú en þessi mynd segir akkúratt ekki neitt um vélina!