Síða 1 af 1

Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 21:32
af HjorturG
Mér þykir það skylda mín að pósta þessu hingað inn og hef ég fengið leyfi frá mömmu stráksins sem um ræðir.

Málið er að ég keypti G15 lyklaborð og G5 mús af notanda sem kallar sig Eazy-E hérna inná. Fer og hitti hann og þá er þetta ungur strákur, 15 ára, sem að selur mér dótið og ég staðgreiði. Svo seinna þá skoða ég músina betur og finnst hún ekki vera í því ástandi sem hann lýsti henni og vil fá að skila músinni og fá endurgreitt. Hringi í stráksa, hann segist vera búinn að eyða peningnum og geti ekki borgað til baka en ég segi honum að reyna að redda málunum og ég hringi í hann seinna um kvöldið. Hringi seinna og hann er með slökkt á símanum en með hjálp já.is hef ég uppi á símanúmerinu hjá móður hans og hringi í hana.

Hér frétti ég að þessi strákur sem um ræðir seldi mér dótið til að fjármagna fíkniefnaneyslu.

Mamman borgar mér til baka og fær dótið aftur og ég lofa henni að gera allt sem ég get til þess að hann reyni þetta ekki aftur. Þessvegna er ég að pósta þessu hér, ef að þið eruð á leiðinni að fara að kaupa tölvubúnað eða annað dót af 15 ára dökkhærðum strák í Grafarvogi, endilega gerið allt sem þið getið til að hafa uppi á foreldrunum og athuga hvort hann hafi leyfi til að selja dótið.

Takk fyrir mig.

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 21:37
af Páll
Flott þetta að setja þetta hér! :happy

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 21:38
af guttalingur
HjorturG skrifaði:Mamman borgar mér til baka og fær dótið aftur


Hvað hefur hún að gera við G15 lyklaborð?

Gastu ekki bara tekið við þessu? ég meina hún hlýtur að eiga erfitt...

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 21:48
af GuðjónR
HjorturG skrifaði:...af notanda sem kallar sig Easy-E hérna inná.

Það er engin skráður undir þessu nickið hérna.

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 21:49
af Klemmi
GuðjónR skrifaði:
HjorturG skrifaði:...af notanda sem kallar sig Easy-E hérna inná.

Það er engin skráður undir þessu nickið hérna.


Eazy-E

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 21:54
af HjorturG
Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
HjorturG skrifaði:...af notanda sem kallar sig Easy-E hérna inná.

Það er engin skráður undir þessu nickið hérna.


Eazy-E


Takk, breytti í upprunalega póstinum.

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 21:55
af HjorturG
guttalingur skrifaði:
HjorturG skrifaði:Mamman borgar mér til baka og fær dótið aftur


Hvað hefur hún að gera við G15 lyklaborð?

Gastu ekki bara tekið við þessu? ég meina hún hlýtur að eiga erfitt...


Bauð henni að fá þetta allt tilbaka og hún þáði það. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að barn er í dópi og að foreldrarnir eiga eitthvað erfitt. Vildi heldur ekki eiga þetta vitandi það að peningurinn fór í dóp handa 15 ára barni.

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 22:01
af guttalingur
HjorturG skrifaði:
guttalingur skrifaði:
HjorturG skrifaði:Mamman borgar mér til baka og fær dótið aftur


Hvað hefur hún að gera við G15 lyklaborð?

Gastu ekki bara tekið við þessu? ég meina hún hlýtur að eiga erfitt...


Bauð henni að fá þetta allt tilbaka og hún þáði það. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að barn er í dópi og að foreldrarnir eiga eitthvað erfitt. Vildi heldur ekki eiga þetta vitandi það að peningurinn fór í dóp handa 15 ára barni.



Alls ekki samansemmerki! bara spurningar ekkert annað ;)

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 22:05
af Einarr
Unglingar nú til dags!


sjálfur er ég þó unglingur en samt!

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 22:11
af Gummzzi
Einarr skrifaði:Unglingar nú til dags!


sjálfur er ég þó unglingur en samt!

x2 :snobbylaugh



Flott hjá þér að koma þessu á frammfæri! :D

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 22:20
af BjarniTS
Ég fjármagna mína neyslu með sölu á tölvubúnaði meðal annars.

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 22:24
af KrissiP
Einarr skrifaði:Unglingar nú til dags!


sjálfur er ég þó unglingur en samt!


Sjálfur er ég nú unglingur líka. Og segi þetta mjög oft, annars var mjög gott hjá þér að koma þessu á framfæri.
Samt þetta er alveg hrillingur að krakkar/unglingar séu í svona rugli

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 22:25
af Tesy
Ég vil þakka þér fyrir að vara okkur við.

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 22:28
af skoleon
ég hef stundað kaup og sölu á notuðum hlutum nokkuð lengi og undafarið hef ég hringt í forráðamann ef einstaklingurinn er undir 18 ára aldri.

Sniðugt að hringja alltaf í forráðamann. Það getur verið meira en bara fíkniefni, t.d. þýfi, bilaðir hlutir og aðrar skrýtnar ástæður.

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 22:41
af AntiTrust
Já, ég hugsa það sé hreinlega ekki óvitlaust að ræða í sumum tilfellum við forráðamenn, ég hef lent í því oftar en einu sinni afþví að einstaklingurinn hafði einfaldlega ekki leyfi til þess að selja umrædda hluti.

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Sun 05. Jún 2011 23:54
af Gunnar
Fékk einusinni símtal frá ég giska eldri bróður eða faðir eftir að ég keypti 500 GB harðann disk fyrir um ári síðan. Bálreiður í símann að spyrja hvort að einhver hafi verið að selja mér harðann disk. Ekkert skemmtilegasta símtal sem ég hef átt...

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Mán 06. Jún 2011 04:33
af Danni V8
Úff fær mann til að hugsa hversu mikið, ef eitthvað, af peningunum sem ég hef eytt í notaða hluti hafa fjármagnað fíkniefnaneyslu :?

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Mán 06. Jún 2011 09:02
af gardar
BjarniTS skrifaði:Ég fjármagna mína neyslu með sölu á tölvubúnaði meðal annars.



Ég fjármagna neyslu mína á tölvubúnaði með sölu á fíkniefnum

Re: Vil biðja alla um að lesa þetta.

Sent: Mán 06. Jún 2011 09:07
af Daz
Ég fjármagna tölvubúnaðinn minn með neyslu á fíkniefnum :money :crazy

En svona aðeins minna alvarlegt, þá finnst mér að það megi ekki taka svona staðhæfingar of alvarlega nema við treystum þeim sem staðhæfir. Ég þekki hvorki ásakanda, né þann ásakaða, en þetta er internetið svo mér finnst réttast að trúa engum.