Síða 1 af 1

TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Mán 31. Jan 2011 06:27
af skari111
Ég er að selja G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB) vinnsluminni (http://buy.is/product.php?id_product=931) keypt frá buy.is

ATH! vinnsluminnið er enn óopnað það er enþá nákvæmlega eins og það var þegar ég keypti það frá buy.is fyrir um það bil einum og hálfum mánuði.

Re: TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Mán 31. Jan 2011 11:29
af Ayru
Hversvegna ertu að selja það ?

Re: TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Mán 31. Jan 2011 13:26
af skari111
Ayru skrifaði:Hversvegna ertu að selja það ?


Það tók vinnsluminnið um það bil 2 vikur að koma til mín þegar það kom loks til mín var vinur minn búinn að gefa mér vinnsluminni.

Re: TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Mán 31. Jan 2011 13:43
af Gretz
Verð?

Re: TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Þri 01. Feb 2011 10:58
af TheThing
Mér finnst skrítið að þú skulir vera á Vaktinni, sem hefur verðsamanburð og allt, og látið buy plata þig svona upp úr skónum. Fyrsta lagi, þá er Kísildalur í beinu sambandi við G.SKILL og er að selja þessi sömu minni á 12.500 kr. sem Buy.is er að selja á 21.990 kr. Öðru lagi er Kísildalur búinn að eiga þessi minni seinustu vikurnar.

Hvernig léstu buy.is plata þig upp úr skónum með að borga tvöfalt verð fyrir það og hvers vegna beiðstu í 2 vikur eftir því að fá það ef að það var til annar staðar á Íslandi á helmingsverði frá fyrirtæki sem er í beinu sambandi við framleiðandann?

Hvað hefur komið fyrir með Vaktina...

Re: TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Þri 01. Feb 2011 11:19
af Krisseh
Var að sjá þetta með Ripjaws fyrir tveimur dögum, fáranlegur verðmunur og leiðinlegt ef fleiri lenda í þessu.

Re: TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Þri 01. Feb 2011 11:26
af Plushy
TheThing skrifaði:Mér finnst skrítið að þú skulir vera á Vaktinni, sem hefur verðsamanburð og allt, og látið buy plata þig svona upp úr skónum. Fyrsta lagi, þá er Kísildalur í beinu sambandi við G.SKILL og er að selja þessi sömu minni á 12.500 kr. sem Buy.is er að selja á 21.990 kr. Öðru lagi er Kísildalur búinn að eiga þessi minni seinustu vikurnar.

Hvernig léstu buy.is plata þig upp úr skónum með að borga tvöfalt verð fyrir það og hvers vegna beiðstu í 2 vikur eftir því að fá það ef að það var til annar staðar á Íslandi á helmingsverði frá fyrirtæki sem er í beinu sambandi við framleiðandann?

Hvað hefur komið fyrir með Vaktina...


Hmm.

Buy.is lækka oftast verðin hjá sér ef það er til sami hlutur ódýrari einhvers staðar annarstaðar. Verður bara að hringja eða send tölvupóst

Re: TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Þri 01. Feb 2011 11:47
af Danni V8
Plushy skrifaði:
TheThing skrifaði:Mér finnst skrítið að þú skulir vera á Vaktinni, sem hefur verðsamanburð og allt, og látið buy plata þig svona upp úr skónum. Fyrsta lagi, þá er Kísildalur í beinu sambandi við G.SKILL og er að selja þessi sömu minni á 12.500 kr. sem Buy.is er að selja á 21.990 kr. Öðru lagi er Kísildalur búinn að eiga þessi minni seinustu vikurnar.

Hvernig léstu buy.is plata þig upp úr skónum með að borga tvöfalt verð fyrir það og hvers vegna beiðstu í 2 vikur eftir því að fá það ef að það var til annar staðar á Íslandi á helmingsverði frá fyrirtæki sem er í beinu sambandi við framleiðandann?

Hvað hefur komið fyrir með Vaktina...


Hmm.

Buy.is lækka oftast verðin hjá sér ef það er til sami hlutur ódýrari einhvers staðar annarstaðar. Verður bara að hringja eða send tölvupóst


Jebb. viewtopic.php?p=300441#p300441 Þarna er talað um þetta.

Re: TS óopnað G.SKILL Ripjaws Series 4GB (2 x 2GB)

Sent: Þri 01. Feb 2011 11:50
af beatmaster
FBG skrifaði:

Verðvernd hjá Buy.is er tiltölulega nýtilkomið hjá okkur.

Ef þú finnur PC vöru sem við seljum á lægra verði hjá öðrum söluaðila á Íslandi, þá bendirðu okkur á það og við lækkum verðið. Við erum því að segja við neytendur að við ætlum okkur alltaf að vera með lægsta verðið. Þetta er hinsvegar ekki afturvirkt hjá okkur.

Við treystum því að okkar kúnnar geri verðsamanburð og láti okkur vita ef við erum með of há verð í einhverjum tilvikum. Þá er því kippt í liðinn snögglega.
Snýst verðvernd buy.is semsagt um að selja sem flestum valda hluti með gífurlegri álagningu og lækka svo verðið þegar að kemst upp um það?