Síða 1 af 1

[TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mið 29. Des 2010 20:23
af Plushy
Blessaðir.

Ég keypti rétt uppúr 2009 þessa Wii tölvu hjá Bræðrunum Ormsson. Með henni fylgdi Wiimote stýripinni og Nunchuk. Ég keypti síðan aukalega aðra fjarstýringu. Var í henni fyrstu mánuðina að klára alla leikina og keypti síðan seinna Rock band sett 04/07/09 (á nótuna) (Gítar, Míkrófón og Trommusett) hjá Gamestöðinni. Síðan þá hefur hún varla verið notuð fyrir utan að potast smástund í eitt lag í Rock Band öðru hverju.

Tölvan:
Mynd Mynd

Tölvan er í Fullkomnu standi og með henni fylgja allir bæklingar sem voru í upprunalegu umbúðunum (henti kassasnum), Wiimote + Nunchuk (+gúmmi utanum), allar snúrur og svo Motion Sensor Bar. Hún hefur alltaf staðið á góðum stað, engin högg eða skrámur, slitnar snúrur eða neitt svoleiðis passa vel upp á mína hluti. Ef eitthvað væri að tölvunni myndi ég bara vera hreinskilinn og segja frá því :)

Mynd Mynd

Á líka til þráðlausa Gamecube fjarstýringu ef einhver á gamecube leiki þá getur hann spilað þá þannig, eða notað hana í einhver mods sem ég hef séð fólk gera. Tek líka fram að ekkert hefur verið átt við tölvuna og er hún í upprunalegu ástandi.

Rockbandið:
Mynd Mynd
Mynd Mynd

Var keypt í Gamestöðinni 04.07.09. Lentum í því í fjölskyldu boði að systir minni tókst að brjóta fót pedalann fyrir bassatrommuna en við keyptum gott lím (límbandið var bara á þangað til límið þornaði gleymdi bara að taka það af :o) og fixuðum það. Einnig er annar kjuðinn hálf brotinn en með límbandi finn né sé ég persónulega engan mun. Í þessu er Trommusettið, gítar, míkrófónng og fjöl-usb tengi fyrir Wii til að tengja öll hljóðfærin.

Leikirnir:
Mynd Mynd
Mynd Mynd

Þetta eru semsagt:

Rock Band
Rock Band 2
Super Mario Galaxy
Mario Party 8

Allt frábærir leikir. Spilaði Rock Band 1 og 2 mjög mikið en aðallega með fjölskyldu eða vinum. Super Mario Galaxy er eflaust besti mario leikur sem ég hef spilað fyrir utan Super Mario 64 á Nintendo 64, kláraði hann þrisvar. Mario Party 8 þurfti ég líka að eiga enda á ég 1, 2 og 3 á Nintendo 64. Þótt að nr. 8 hafi verið geggjaður og skemmtilegt hvernig maður nýtir wiimote-ið í mini games og fleiru verð ég að segja að Mario Party 1 sé bestur, svo margar skemmtilegar minningar :)

Tek líka fram að það er Wii Sport leikur líka, gleymdi að bæta því við :P (var mest spilaður að því leiti að það gátu allir spilað hann O.o)

Ef ég verð að verðsetja þetta þá yrði það eflaust svona:

Wii tölvan + Wiimote + Nunchuk = 39.900 nýtt hjá Ormsson = ~25.000
Rock Band Bundle (Fyrsti Rock Band leikurinn fylgir með) = Sé hvergi nýtt til sölu en það var keypt á 37,999. = ~20.000
Wiimote stýripinni = 8.900 nýtt hjá Ormsson = ~4.500-5.000
Rock Band 2 = 9.495 nýr hjá Elko = ~5000
Super Mario Galaxy = Finn bara nr. 2 á 9,995 = ~5000
Mario Party 8 = Nýr 9.990 hjá Ormsson = ~5000

Samtals: 65.000. Segja 60.000 ef þú kaupir allt?

Væri samt þæginlegt ef keypt væri saman einhverjir hluti svo maður fari ekki að selja tölvu með engum stýripinnum eða einn gítar o.s.frv.

Afþakka öll skítköst. Sendið mér skilaboð eða svarið í þessum þræði ef þið hafið áhuga!

Bestu kveðjur og með fyrirvara um málfars - og eða stafsetningarvillur,

Plushy.

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Fim 30. Des 2010 22:16
af Plushy
Upp með mitt bréf.

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Lau 01. Jan 2011 19:10
af Plushy
Upp og gleðilegt nýtt ár.

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 02. Jan 2011 22:13
af Plushy
Upp

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mán 03. Jan 2011 23:11
af Plushy
Mánudsags bump

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mið 05. Jan 2011 00:19
af Plushy
Þriðjudags bump

edit: miðvikudags :(

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Fös 07. Jan 2011 18:01
af Plushy
föstudags bump

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Lau 08. Jan 2011 22:28
af Plushy
laugardags bump

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 13:07
af hhbe
Wii tölvan + Wiimote + Nunchuk = 39.900 nýtt hjá Ormsson = ~25.000
Wiimote stýripinni = 8.900 nýtt hjá Ormsson = ~4.500-5.000
Super Mario Galaxy = Finn bara nr. 2 á 9,995 = ~5000
Mario Party 8 = Nýr 9.990 hjá Ormsson = ~5000

Tökum þetta allt á kr.30.000

Kveðja
Haraldur

hhbe@simnet.is
Gsm 825 2210

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 18:23
af Plushy
hhbe skrifaði:Wii tölvan + Wiimote + Nunchuk = 39.900 nýtt hjá Ormsson = ~25.000
Wiimote stýripinni = 8.900 nýtt hjá Ormsson = ~4.500-5.000
Super Mario Galaxy = Finn bara nr. 2 á 9,995 = ~5000
Mario Party 8 = Nýr 9.990 hjá Ormsson = ~5000

Tökum þetta allt á kr.30.000

Kveðja
Haraldur

hhbe@simnet.is
Gsm 825 2210


Færð þetta á 35 þúsund.

Þarf helst að finna einhvern til að selja rock band settið fyrst.

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 18:41
af hhbe
ókey tökum þetta á 35.þús :)

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 18:51
af hhbe
hvar keyptir þú wii tölvuna? :?:

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 18:53
af Plushy
hhbe skrifaði:hvar keyptir þú wii tölvuna? :?:


Stendur efst, Bræðrunum Ormsson

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 18:55
af hhbe
Hvar og hvenær hentar þér að við sækjum tölvuna?
Við erum í Kópavogi.

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 19:01
af Plushy
hhbe skrifaði:Hvar og hvenær hentar þér að við sækjum tölvuna?
Við erum í Kópavogi.


Þarf helst að finna einhvern til að selja rock band settið fyrst.


Þá meinti ég að ég vill ekki selja tölvuna nema að ég selji hitt á sama tíma ef ske kynni að einhver byði í allt inn á milli

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 19:20
af hhbe
Sæll

Við erum með aðra tölvu í sigtinu, en hún er ekki með nákvæmlega því sem þú ert með, einnig virðist þín vera í góðu ástandi.
Okkar tilboð gildir þangað til annaðkvöld, þú ræður hvað þú gerir.

Mæli með að þú reynir að selja RockBand settið á Barnalandi.

Kveðja
Haraldur

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 19:29
af Plushy
hhbe skrifaði:Sæll

Við erum með aðra tölvu í sigtinu, en hún er ekki með nákvæmlega því sem þú ert með, einnig virðist þín vera í góðu ástandi.
Okkar tilboð gildir þangað til annaðkvöld, þú ræður hvað þú gerir.

Mæli með að þú reynir að selja RockBand settið á Barnalandi.

Kveðja
Haraldur


Ég geri það

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 20:20
af hhbe
villtu ´láta okkur vita´annað kvöld

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Sun 09. Jan 2011 20:21
af Plushy
hhbe skrifaði:villtu ´láta okkur vita´annað kvöld


Geri það

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mán 10. Jan 2011 20:36
af hhbe
Ertu tilbúin að selja hana? :megasmile

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mán 10. Jan 2011 20:43
af Plushy
hhbe skrifaði:Ertu tilbúin að selja hana? :megasmile


Nei, ætla ekki að gera það nema einhver annar kaupi rock bandið á sama tíma, ef ske kynni að boðið yrði í Tölvuna á meðan ef þú skilur hvað ég á við.

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mið 12. Jan 2011 12:47
af Plushy
Upp

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mið 11. Jan 2012 17:56
af kritgar
Langsótt eeen er Rockband settið ennþá til?

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mið 11. Jan 2012 18:09
af Plushy
Jamm, er úti í geymslu.

er samt að reyna fá mér Wii aftur, spurning hvort maður vilji selja þetta.

Re: [TS] Nintendo Wii m/öllu + Rockband Sett

Sent: Mið 11. Jan 2012 19:16
af kritgar
Ok. Ef þú ert tilbúinn að láta þetta fara þá er ég hugsanlega tilbúinn að taka þetta hjá þér.

[UPPFÆRT] Er tilbúinn að taka þetta hjá þér ef þú vilt selja.