Síða 1 af 1

SELDUR! Popcorn Hour A-100 sjónvarpsflakkari

Sent: Fim 16. Des 2010 20:49
af hagur
Sælir,

Er að spá í að selja Popcorn Hour A-100 flakkarann minn, vegna þess hve lítið ég nota hann.

Ég keypti hann af E-bay fyrir rúmu ári síðan ef ég man rétt. Tollurinn kom heldur betur aftan að mér og kostaði gripurinn á milli 45 og 50þús hingað kominn þegar búið var að smyrja öllum gjöldum og VSK á hann ](*,)

En allavega, þá er þetta brilliant græja, margir vilja meina að Popcorn Hour séu bestu sjónvarpsflakkararnir. Mér finnst það ekkert ólíklegt. Hann spilar bókstaflega ALLT, þar á meðal MKV 1080p.
Er með HDMI, Component, Composite og S-Video out, og með digital co-axial og analog L/R out. Hann er með 100mbit/s LAN tengi og USB tengi að framan sem er hægt að nota til að spila efni af USB minnislyklum. Svo er pláss fyrir 1 IDE disk inn í honum.

Svo er hann ekki með viftu og því algjörlega hljóðlaus.

Hérna er ágætis review: http://www.digitalreviews.net/reviews/v ... eview.html

Mynd

Hann er í frábæru ástandi, sér ekki á honum. Plastfilman framan á honum er ennþá á. Með fylgir fjarstýring, straumsnúra og HDMI kapall.

Ef ég fæ ekki viðunandi verð fyrir hann, þá hugsa ég að ég haldi honum bara.

Verðhugmynd 20þús kall ... eða besta boð.

Sendið í þráðinn, PM eða mail á haukurhaf [at] gmail.com

Kv,
H.

Re: TS: Popcorn Hour A-100 sjónvarpsflakkari

Sent: Fim 16. Des 2010 21:07
af kjarribesti
hvaða snúrur fylgja með honum ??

Re: TS: Popcorn Hour A-100 sjónvarpsflakkari

Sent: Fim 16. Des 2010 21:14
af hagur
kjarribesti skrifaði:hvaða snúrur fylgja með honum ??


Það fylgir HDMI snúra með honum, en ég get líka alveg látið RCA composite video og L/R audio snúru fylgja með ... held ég eigi svoleiðis einhverstaðar.

Re: SELDUR! Popcorn Hour A-100 sjónvarpsflakkari

Sent: Fös 17. Des 2010 10:32
af hagur
Þetta tók ekki langan tíma ... seldur!