Síða 1 af 1

Tölvan mín + skjár, hvað eru menn tilbúnir að bjóða?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 22:35
af Eiiki
Ég var að velta fyrir mér hvað menn eru tilbúnir að bjóða í tölvuna mína + skjá.. þannig er mál með vexti að þetta er eiginlega skrifstofutölva frá Lenovo, mjóg góð og glæný (keypt í sumar). Ég spila nefninlega CS:S og er ekki að fá nógu gott FPS eða það er um 99 samkvæmt STRESS TEST í 800*600 í lægstu gæðum.
Mér langar bara í góða leikjatölvu með 150+ fps í bestu gæðum. Svo á ég túbu skjáinn náttúrulega.

Hér er tölvan:
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 1,326.aspx

Hér er skjárinn:
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 3,364.aspx

Ég vill sjá tilboð!

Re: Tölvan mín + skjár, hvað eru menn tilbúnir að bjóða?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 23:26
af Eiiki
Ekki vera feimnir við að senda PM homez

Re: Tölvan mín + skjár, hvað eru menn tilbúnir að bjóða?

Sent: Þri 09. Nóv 2010 23:30
af biturk
ég ætla að bjóða þér að fara eftir reglunum :|

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=33&t=6900

Re: Tölvan mín + skjár, hvað eru menn tilbúnir að bjóða?

Sent: Mið 10. Nóv 2010 09:07
af Benzmann
færð mest 15þús fyrir skjáinn

Re: Tölvan mín + skjár, hvað eru menn tilbúnir að bjóða?

Sent: Mið 10. Nóv 2010 09:22
af Minuz1
Það eina sem þú þarft í þessa tölvu til að spila CS:S er alvöru skjákort (kemur samt ekki fram hversu stór aflgjafi er í henni, gæti verið að sé ekki nógu stór)
Það er innbyggt skjákort á þessari tölvu sem er ekki fýsilegt í leikjaspilun.

Svo færðu þér góðan skjá og þá ertu í góðum málum bara.

Re: Tölvan mín + skjár, hvað eru menn tilbúnir að bjóða?

Sent: Mið 10. Nóv 2010 21:04
af Gets
Ef þú færð þér skjákort, þá þarftu svokallað low profile skjákort.
Tekið af heimasíðu framleiðanda tölvunar Tengiraufar: 1 PCI, 1 PCI-E 16X (75w)(hálf lengd, low profile)
Þetta GTS 250 kort er sem dæmi öflugasta low profile kortið frá Sparkle http://www.sparkle.com.tw/product_detai ... sub_id=372
og er alveg nóg í CS:S með þessari vél, og fæst hér http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _SP_GTS250 á 15.860 kr.
Hinsvegar er þessi vél bara með 240W aflgjafa http://reviews.cnet.com/desktops/lenovo ... 65455.html
Nvidia segir orkuþörf þessa skjákorts fara hæðst í 150w og mælir með 450w aflgjafa http://www.nvidia.com/object/product_ge ... 50_us.html
Þú þarft því 450w aflgjafa með 6 pinna Pci-Express tengi sem passar í small form factor kassa eins og vélin þín er í.
Ég myndi taka málin á aflgjafanum sem er í vélinni og senda tölvupóst á tölvuverslanir og spyrja hvort að þeir eigi handa þér 450w aflgjafa í þeim málum sem þinn er með 6 pinna Pci-Express tengi.
Þá sérðu hvað þetta myndi kosta þig.