Síða 1 af 1

11.6" Packard Bell Dot.m NC860 fartölva [Seld]

Sent: Fös 16. Júl 2010 23:51
af HR
Sælir

Hér er ég með rétt tæplega árs gamla 11.6" Packard Bell fartölvu. Þetta er grunsamlega kröftug tölva miðað við stærð og verð (sem var akkurat ástæðan fyrir því að keypti hana upphaflega). Anywho, tölvuna hef ég notað í skólann og oftast dugar hún allan daginn, 08:10 - 15:40 (þarf samt væntanlega ekki að taka það fram að ég slekk á tölvunni þegar ég er ekki að nota hana..). Eins og ég nefndi fyrr þá er hún þræl öflug og hef ég notað hana talsvert í Photoshop vinnu og allskonar myndvinnslu. Einnig ber að nefna að hún fer vel með að spila 1080P HD efni. Ástæða fyrir sölu er sú að ég er farinn að vinna mikið í þungum þrívíddar forritum sem krefjast að sjálfsögðu meiri krafts.

Til að draga þetta saman, þá er þetta flott tölva í flakkið eða skólann, einnig ræður hún við ágætlega þunga vinnslu sem og létta tölvuleiki. Ekki skemmir fyrir HD glápinu að hún er með HDMI skjá/hljóð tengi fyrir hámarks gagnaflutningsgetu yfir í sjónvarp.

Læt auglýsinguna frá Tölvutek í fyrra fylgja með:

Mynd

Tölvan á eitt ár eftir af ábyrgðinni.Hún lítur vel út og er ný yfirfarin af tæknimanni í Tölvutek. Með tölvunni fylgir Löglegt Windows Vista Home Premium. Sé þess óskað get ég látið fylgja með henni Windows 7 Enterprise (á ábyrgð kaupanda)
Með tölvunni fylgir hulsa með vasa fyrir spennugjafa. Sjá nánar hér

Verð: 100.000 kr.
Skoða öll tilboð en vil taka það fram að þetta er engin brunaútsala. Vinsamlegast sendið tilboð í Einkapósti.

Kveðja,
Hörður

Re: 11.6" Packard Bell Dot.m NC860 fartölva

Sent: Lau 17. Júl 2010 00:00
af kepler
Lítur mjög vel út þessi, en nú er ég forvitinn er 'nýyfirfarin af starfsmanni Tölvutek' [=þú?] -ef einhver efi væri um ástand vélarinnar þyrfti þá ekki að láta óháðan aðila skoða? Fyrirgefðu samsærispælingarnar en ég las póstinn og síðan undirskriftina að þú værir starfsmaður Tölvutek og gott mál að fara ekki dult með það.

Re: 11.6" Packard Bell Dot.m NC860 fartölva

Sent: Lau 17. Júl 2010 00:19
af HR
kepler skrifaði:Lítur mjög vel út þessi, en nú er ég forvitinn er 'nýyfirfarin af starfsmanni Tölvutek' [=þú?] -ef einhver efi væri um ástand vélarinnar þyrfti þá ekki að láta óháðan aðila skoða? Fyrirgefðu samsærispælingarnar en ég las póstinn og síðan undirskriftina að þú værir starfsmaður Tölvutek og gott mál að fara ekki dult með það.

Ég vinn ekki sem tæknimaður í Tölvutek :) En allt í lagi svosem að sé á hreinu ;)

Re: 11.6" Packard Bell Dot.m NC860 fartölva

Sent: Mán 19. Júl 2010 13:25
af HR
upp upp

Re: 11.6" Packard Bell Dot.m NC860 fartölva [Seld]

Sent: Mán 19. Júl 2010 20:33
af HR
Tölvan er seld :)