Síða 1 af 1

TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 17:06
af Drrrrrrrrrrrrr
Mig langar að sjá hvað fólk býður í eftirfarandi fartölvu.

http://reviews.cnet.com/laptops/dell-st ... 95977.html
Mynd
Intel Core 2 Duo P8600 örgjörvi
2.40GHz, 1066MHz FSB, 3MB L2 Cache
4GB 1067MHz DDR3 vinnsluminni (1x2048 + 1x2048)
13.3" WXGA (1280x800) White-LED Display
Innbyggð 2.0 mega pixel myndavél
nVidia GeForce 9400M G skjákort
250GB 7.200rpm harður diskur
DVD+/-RW geisladrif ásamt hugbúnaði
Innbyggt 10/100/1000 netkort
Dell 1515 (802.11n) þráðlaust netkort
HD hljóðkort, Innbyggðir hátalarar
Lyklaborð QWERTY með álímdum íslenskum táknum
TouchPad snertimús
1x USB 2.0, 1x USB 2.0/e-SATA með PowerShare
IEEE 1394a FireWire, 54mm Express Card,
VGA, HDMI, Display Port, 8-1 minniskortalesari
Innbyggðir tveir digital hljóðnemar
Tengi fyrir tvö heyrnartól & hljóðnema
6-cell Lithium-Ion rafhlaða (56 WHr)
65W AC spennugjafi/hleðslutæki

Vélin var keypt ný í Nóvember og er kassi enn til. Hún er í alþjóðlegri DELL ábyrgð í allavega ár og er hún skráð í eitthvað kerfi hjá þeim á netinu (til varnar þjófnaði). Hún hefur reynst mér mjög vel og er ekki nema 2.2 kíló þannig að ég get auðveldlega borið hana á milli staða með 2-3 fingrum. Einu ókostinir eru að eitt USB tengið virðist ónýtt og mögulega er eitthvað sambandsleysi í öðru hljóðtenginu (þau eru 2) [HD hljóðkort]. Skjárinn er mjög góður og bjartur, lyklaborðið þægilegt og upplýst, DVD skrifarinn er "innvær", og það eru ýmsir fleiri pro fídusar sem þið getið séð á listanum. Sel hana bara fyrir ásættanlegt verð. Ég bý í miðbænum.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 17:40
af dellukall
Farðu bara með hana til EJS og málið er dautt :lol:

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 18:16
af mattiisak
hvað kostaði hún ný?

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 18:20
af AntiTrust
Afhverju ferðu ekki með hana í viðgerð fyrst hún er ennþá í ábyrgð?

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 18:45
af Drrrrrrrrrrrrr
Hvers konar svör eru þetta? Var ég að segja að hún væri biluð? Það er eitthvað sambandsleysi þegar ég tengi hana við græjur, en ekki þannig að það heyrist ekkert, það þarf bara að ýta við snúruni, en virðist ekki vera þegar ég tengi heyrnatól. Og það er varla ábyrgðarviðgerð ef að minijack snúrur valda sambandsleysi vegna núnings eftir daglega notkun. Ef þið hafið engan áhuga á að kaupa, ekki þá svara.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 18:49
af AntiTrust
Drrrrrrrrrrrrr skrifaði:Hvers konar svöru eru þetta? Var ég að segja að hún væri biluð? Það er eitthvað sambandsleysi þegar ég tengi hana við græjur, en ekki þannig að það heyrist ekkert, það þarf bara að ýta við snúruni, en virðist ekki vera þegar ég tengi heyrnatól. Ef þið hafið engan áhuga á að kaupa, ekki þá svara.


Hver stakk ananas upp í rassgatið á þér?

Í mínum heimi er e-ð bilað þegar það er ónýtt. Og það virðist sem þú hafir skrifað, and I quote :

Einu ókostinir eru að eitt USB tengið virðist ónýtt og mögulega er eitthvað sambandsleysi í öðru hljóðtenginu (þau eru 2) [HD hljóðkort]


Saklaus og eðlileg spurning. Þú segir tölvuna að vissu leyti bilaða, og í ábyrgð. Næsta skref fyrir okkur lógíska fólkið væri að fara með tölvuna í ábyrgðarviðgerð. Og þá er manni spurn, afhverju ertu ekki búinn að láta gera við þessa hluti undir ábyrgð?

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:04
af Drrrrrrrrrrrrr
Því ég taldi óvirkni, eða dræmari virkni, tveggja tengja vegna daglegs slits ekki flokkast undir ábyrgðarviðgerð, auk þess er þetta nýlega skeð og hefur ekkert með það að gera að ég sé að selja tölvuna heldur bráðvantar mig bara pening. Finndu þér nú eitthvað annað að gera en að sýna hversu lítið líf þú átt þér.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:06
af Jimmy
Drrrrrrrrrrrrr skrifaði:Því ég taldi óvirkni tveggja tengja vegna daglegs slits ekki flokkast undir ábyrgðarviðgerð, auk þess er þetta nýlega skeð og hefur ekkert með það að gera að ég sé að selja tölvuna heldur bráðvantar mig bara pening. Finndu þér nú eitthvað annað að gera en að sýna hversu lítið líf þú átt þér.


Ertu að drepast úr viðkvæmni? Hvarflaði ekki að þér að hann hafi áhuga á vélinni og sé þessvegna að forvitnast um hana?

Flotta prímadonnu attitjúdið.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:06
af Drrrrrrrrrrrrr
Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:09
af AntiTrust
Drrrrrrrrrrrrr skrifaði:Því ég taldi óvirkni tveggja tengja vegna daglegs slits ekki flokkast undir ábyrgðarviðgerð, auk þess er þetta nýlega skeð og hefur ekkert með það að gera að ég sé að selja tölvuna heldur bráðvantar mig bara pening. Finndu þér nú eitthvað annað að gera en að sýna hversu lítið líf þú átt þér.


Voðalega er þetta orðið þreytt, þessi sömu óþolandi ófrumlegu fermingarbarnacomback. Þú ert að selja tölvu á helstu tölvunördasíðu landsins. Ef það eru e-r atriði sem eru óljós, eins og í þessu tilfelli afhverju það sé verið að selja tölvu, sem er í ábyrgð með bilun, eru ástæðurnar að baki þessum vangaveltum eru algjörlega löglegar.

Ef þú ert ekki tilbúinn til þess að svara spurningum um vöru sem þú ert að selja, spurningum sem voru ekki ætlaðar til þess að skemma fyrir sölu né tala niður til vörunnar eða seljanda, heldur spurningum sem flestir mögulegir kaupendur (þar með talið ég, þeas áður en þú svaraðir hér) velta fyrir sér þegar verið er að kaupa notaða vöru ekki í ódýrari kantinum - slepptu því að auglýsa hér og haltu þig við barnaland.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:16
af BjarniTS
Hmmm , búinn að tala við umboð vegna sambandsleysis í móðurborði ?

Er þetta timebomb ?

Þú verður að gera þér grein fyrir því að það hefur enginn áhuga á vélinni fyrr en þessi hlutir eru komnir á hreint.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:26
af Drrrrrrrrrrrrr
AntiTrust skrifaði:Voðalega er þetta orðið þreytt, þessi sömu óþolandi ófrumlegu fermingarbarnacomback.

AntiTrust skrifaði:Hver stakk ananas upp í rassgatið á þér?

Já, okei...

Það sem er að gerast hérna er að hér höfum við netsamfélag en í þeim er yfirleitt að finna ákveðnar týpur sem þróast í ákveðin hlutverk. Ég er viss um að þú hefur engan áhuga á þessari vél en ert einungis ein svona dæmigerð netsamfélagstýpa. Þetta er þannig að aðili byrjar á síðu, tjáir sig og fær viðbrögð. Að fá viðbrögð gefur honum ákveðna sælutilfinningu þannig að aðilinn fer að tjá sig mjög mikið en það minkar auðvitað nyt og gæði innleggjana. En aðilinn hefur í þáttöku sinni kynnst öðrum álíka aðilum og þeir mynda einskonar grúppu, eins og gerist t.d. í grunnskólum, þar sem að þeir styðja hvern annan og sýna að þeir ráða ákveðnu svæði.
Þið fáið ykkar kicks út úr þessari síðu, aðrir svipaðir úr öðrum síðum, en svo eru sumir eins og ég sem eru meira fyrir uppbyggjandi og holdleg samskipti utan virtual-samfélaga. :D

Segi svona, eða ekki. Allavega, tölvan og allt um hana liggur á borðinu. X er að, Y er í lagi, hún er til sölu, mig vantar pening og málið er dautt. En nú egið þið ekki eftir að halda kjafti en það skiptir engu enda þráðurinn hvort sem er fuckt. Go nuts. lol

Hmmm , búinn að tala við umboð vegna sambandsleysis í móðurborði ?

Nei, hún er pöntuð að utan. Ég hef ekki gengið eftir þessu hljóðtengis sambandsleysi vegna þess tölvur eru drasl sem bila fyrr eða síðar; hef séð þetta í fleiri tölvum, og einhver gestur braut annað USB tengið sem ég hef líka séð hjá fleirum. Ég kaupi mér frekar nýja tölvu á hverju ári en að standa í einhverju stappi.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:32
af BjarniTS
Drrrrrrrrrrrrr skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Voðalega er þetta orðið þreytt, þessi sömu óþolandi ófrumlegu fermingarbarnacomback.

AntiTrust skrifaði:Hver stakk ananas upp í rassgatið á þér?

Já, okei...

Það sem er að gerast hérna er að hér höfum við netsamfélag en í þeim er yfirleitt að finna ákveðnar týpur sem þróast í ákveðin hlutverk. Ég er viss um að þú hefur engan áhuga á þessari vél en ert einungis ein svona dæmigerð netsamfélagstýpa. Þetta er þannig að aðili byrjar á síðu, tjáir sig og fær viðbrögð. Að fá viðbrögð gefur honum ákveðna sælutilfinningu þannig að aðilinn fer að tjá sig mjög mikið en það minkar auðvitað nyt og gæði innleggjana. En aðilinn hefur í þáttöku sinni kynnst öðrum álíka aðilum og þeir mynda einskonar grúppu, eins og gerist t.d. í grunnskólum, þar sem að þeir styðja hvern annan og sýna að þeir ráða ákveðnu svæði.
Þið fáið ykkar kicks út úr þessari síðu, aðrir svipaðir úr öðrum síðum, en svo eru sumir eins og ég sem eru meira fyrir uppbyggjandi og holdleg samskiptiutan virtual-samfélaga. :D

Segi svona, eða ekki. Allavega, tölvan og allt um hana liggur á borðinu. X er að, Y er í lagi, hún er til sölu, mig vantar pening og málið er dautt. En nú egið þið ekki eftir að halda kjafti en það skiptir engu enda þráðurinn hvort sem er fuckt. Go nuts. lol

Hmmm , búinn að tala við umboð vegna sambandsleysis í móðurborði ?

Nei, hún er pöntuð að utan. Ég hef ekki gengið eftir þessu hljóðtengis sambandsleysi vegna þess tölvur eru drasl sem bila fyrr eða síðar; hef séð þetta í fleiri tölvum, og einhver gestur braut annað USB tengið sem ég hef líka séð hjá fleirum. Ég kaupi mér frekar nýja tölvu á hverju ári en að standa í einhverju stappi.


Auglýstu þessa tölvu bara annarsstaðar ef að þú ætlar að vera með svona mikinn kjánaskap.

Hvaða holdlegu samskipti ertu að tala um ? , ertu þá að meina handabönd og svona ?

Sem eru offline ?

Ég á alveg offline vini , eða svona þú veist , fór alveg út í gær að hitta félaga minn sem ég kynntist reyndar í gegn um irc, en þú veist þó að við séum í netsamfélagi þá erum við alveg að gera fullt í "the offline world"

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:32
af BjarniTS
Drrrrrrrrrrrrr skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Voðalega er þetta orðið þreytt, þessi sömu óþolandi ófrumlegu fermingarbarnacomback.

AntiTrust skrifaði:Hver stakk ananas upp í rassgatið á þér?

Já, okei...

Það sem er að gerast hérna er að hér höfum við netsamfélag en í þeim er yfirleitt að finna ákveðnar týpur sem þróast í ákveðin hlutverk. Ég er viss um að þú hefur engan áhuga á þessari vél en ert einungis ein svona dæmigerð netsamfélagstýpa. Þetta er þannig að aðili byrjar á síðu, tjáir sig og fær viðbrögð. Að fá viðbrögð gefur honum ákveðna sælutilfinningu þannig að aðilinn fer að tjá sig mjög mikið en það minkar auðvitað nyt og gæði innleggjana. En aðilinn hefur í þáttöku sinni kynnst öðrum álíka aðilum og þeir mynda einskonar grúppu, eins og gerist t.d. í grunnskólum, þar sem að þeir styðja hvern annan og sýna að þeir ráða ákveðnu svæði.
Þið fáið ykkar kicks út úr þessari síðu, aðrir svipaðir úr öðrum síðum, en svo eru sumir eins og ég sem eru meira fyrir uppbyggjandi og holdleg samskiptiutan virtual-samfélaga. :D

Segi svona, eða ekki. Allavega, tölvan og allt um hana liggur á borðinu. X er að, Y er í lagi, hún er til sölu, mig vantar pening og málið er dautt. En nú egið þið ekki eftir að halda kjafti en það skiptir engu enda þráðurinn hvort sem er fuckt. Go nuts. lol

Hmmm , búinn að tala við umboð vegna sambandsleysis í móðurborði ?

Nei, hún er pöntuð að utan. Ég hef ekki gengið eftir þessu hljóðtengis sambandsleysi vegna þess tölvur eru drasl sem bila fyrr eða síðar; hef séð þetta í fleiri tölvum, og einhver gestur braut annað USB tengið sem ég hef líka séð hjá fleirum. Ég kaupi mér frekar nýja tölvu á hverju ári en að standa í einhverju stappi.


Auglýstu þessa tölvu bara annarsstaðar ef að þú ætlar að vera með svona mikinn kjánaskap.

Hvaða holdlegu samskipti ertu að tala um ? , ertu þá að meina handabönd og svona ?

Sem eru offline ?

Ég á alveg offline vini , eða svona þú veist , fór alveg út í gær að hitta félaga minn sem ég kynntist reyndar í gegn um irc, en þú veist þó að við séum í netsamfélagi þá erum við alveg að gera fullt í "the offline world"

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 19:33
af Drrrrrrrrrrrrr
Hahaha. Jæja. :D

EDIT: En segið mér allavega hvað þið mynduð borga fyrir þessa vél. Þið ættuð að geta Googlað hvað hún kostar erlendis.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 20:51
af ElbaRado
Þú getur fært ábyrgðina yfir á EJS og þá er aðeins ábyrgð á varahlutum ekki vinnunni.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 20:53
af lukkuláki
Ég vil bara benda á varðandi það sem fólk kallar "alþjóðlega ábyrgð" hvort sem það er hjá DELL eða öðrum að hún er í rauninni ekki til nema að takmörkuðu leiti og í flestum tilfellum þarf að kaupa alþjóðlega ábyrgð sérstaklega þegar vélin er keypt.
Sjá http://www.ejs.is/Thjonusta/Thjonustuver/Leidbeiningar/Abyrgdarflutningur-milli-landa

Ef þú vilt fá vélina þína lagaða í ábyrgð á Íslandi þá þarftu að filla út þetta form http://support.dell.com/support/topics/global.aspx/support/dellcare/en/international_ownership_transfer_form1?c=us&cs=19&l=en&s=dhs&redirect=1 og senda.

Ég vil líka benda þér á að gera það áður en vélin fellur úr ábyrgð í því landi sem þú keyptir hana í því þó svo að EJS bjóði upp á 3 ára ábyrgð á þessum vélum þá er það samningur milli þín og EJS og gildir ekki um vélar keyptar annarsstaðar en hjá EJS eða umboðsaðilum EJS á Íslandi.
Víða erlendis er bara 1 árs ábyrgð skv. lögum viðkomandi lands. Og ábyrgðin uppfærist EKKI í 3 ár ! hún er bara í ábyrgð í þann tíma sem kemur fram hér http://support.dell.com/support/topics/global.aspx/support/my_systems_info/details?c=us&cs=19&l=en&s=gen&~ck=mn&servicetag=
En þú færð þetta ekki frítt sem fólk heldur líka oftast þú þarft að borga fyrir vinnuna en varahlutinn færðu ef þú ert búinn að flytja ábyrgðina.

Gangi þér annars vel að selja þessa tölvu.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 20:55
af Klemmi
Toshiba for the win :)

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 20:57
af BjarniTS
Klemmi skrifaði:Toshiba for the win :)


Segir nokkuð ,

Ég átti toshiba vél keypta í Danmörku á ósköp venjulegu verði , hún var í "alþjóðlegri ábyrgð" og ég fékk viðgerðir hérna heima frítt í 2 ár eftir kauptíma.

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 21:23
af Harkee
ég var að pæla í að bjóða í hana, en þessi gæji er svo mikill douche eitthvað að ég ætla sleppa því bara ::l

Re: TS: DELL Studio XPS 1340 fartölva

Sent: Fim 03. Jún 2010 21:33
af AntiTrust
Drrrrrrrrrrrrr skrifaði:Það sem er að gerast hérna er að hér höfum við netsamfélag en í þeim er yfirleitt að finna ákveðnar týpur sem þróast í ákveðin hlutverk. Ég er viss um að þú hefur engan áhuga á þessari vél en ert einungis ein svona dæmigerð netsamfélagstýpa. Þetta er þannig að aðili byrjar á síðu, tjáir sig og fær viðbrögð. Að fá viðbrögð gefur honum ákveðna sælutilfinningu þannig að aðilinn fer að tjá sig mjög mikið en það minkar auðvitað nyt og gæði innleggjana. En aðilinn hefur í þáttöku sinni kynnst öðrum álíka aðilum og þeir mynda einskonar grúppu, eins og gerist t.d. í grunnskólum, þar sem að þeir styðja hvern annan og sýna að þeir ráða ákveðnu svæði.
Þið fáið ykkar kicks út úr þessari síðu, aðrir svipaðir úr öðrum síðum, en svo eru sumir eins og ég sem eru meira fyrir uppbyggjandi og holdleg samskipti utan virtual-samfélaga. :D


Breytir engu hvort um þetta netsamfélag er að ræða, opinbert spjall annarstaðar eða viðræður í hinum raunverulega efnisheimi.

Ég er alltaf sama týpan - Týpan sem þolir ekki bullshitters, barnaskap og kjánalæti. Hefði verið gaman að sjá þig standa upp á sviði, kynna þessu tölvu til sölu, lesa þessar upplýsingar upp, einn aðili úr hópnum á gólfinu spyr "Bíddu, tölvan er í ábyrgð, afhverju ertu ekki búinn að láta laga hana?" .. Og þú svarar "Bíddu, hverskonar spurning er þetta?"

Ef kaupandi vill vita e-ð um vöruna, er einfaldast að svara. í 99% tilfella eykur það líkur á sölu. Til dæmis, vegna þessara spurninga sem hér voru settar fram, hefur komið fram að þrátt fyrir að tölvan sé í alþjóðlegri Dell ábyrgð, þurfi að borga fyrir vinnuna. Þetta, sem hugsanlegum kaupanda, hefði mér þótt gott að vita.