Síða 1 af 1

[SELD]Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Sun 28. Feb 2010 23:28
af louise
*SELD*

Langar að sjá hvað ég get fengið fyrir smá tölvupakka sem ég er með.

Fyrst ber að nefna Fujitsu Siemens Scaleo C borðtölvu.
Tölvan er nýstraujuð með windows xp media center. Hún er með 1,2gb vinnsluminni, pentium 4 3,4mhz örgjörva, sjónvarpskorti, þráðlausu netkorti, minniskortalesara, dvd skrifara/spilara o.s.frv. Diskurinn í henni er held ég 250gb, á eftir að athuga það betur.
- Eini gallinn við þessa tölvu er að skjárinn framan á henni virkar ekki. Vantar sennilega einhverja drivera en mér hefur ekki tekist að finna þá ennþá, ekki það að þessi skjár er ekkert "must" hefur allavega ekki böggað mig að hann virki ekki

Mynd

Næst er það skjárinn, 19" scaleo view s19-1. upplausnin á honum er 1280 x 1024. Þessi skjár hefur hentað vel í myndvinnslu og að horfa á þætti/myndir en ég myndi nú ekki mæla með honum í hluti eins og tölvuleiki...
Það eru 2 gallar við skjaínn, eitthvað sambandsleysi við hátalarana en ég hef aldrei notað þá.. og svo er einn dökkur punktur á skjánum, ca 4-5mm í þvermál (ekki svartur heldur aðeins dekkri en restin af skjánum, einu skiptin sem ég tek eftir þessu er þegar ég hef verið að vinna myndir þá kemur þetta eins og sensor drulla :p)

Mynd

Að lokum er svo logitech x-530 hátalara kerfi. 5 hátalara og bassabox. Virkar vel við að horfa á video :)

Mynd

Svo eru auðvitað allar snúrur og þráðlaust lyklaborð og mús og fjarstýring.

Þetta er fín borðtölva en líka fín sem media center, eini gallinn við að hafa hana sem media center er að sjónvarpið þarf eiginlega að vera með VGA tengi, annaðhvort þarf að tengja tölvuna með VGA eða s-video við sjónvarpið.

Verð fyrir allan pakkan: 40þúsund krónur (verðskipting er þá ca: Tölva 15þús, skjár 10þús, hátalarar 10þús, Lyklaborð/Mús/fjarstýring 5þús)
Selst allt í einum pakka eða allt nema skjár!

Re: Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Mán 01. Mar 2010 01:01
af JohnnyX
Er hægt að skipta um skjákort í tölvunni og hvað ertu að hugsa um mikið fyrir hana? :)

Re: Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Mán 01. Mar 2010 01:08
af louise
það er pláss fyrir AGP kort...
hér er mynd ofaní og aftaná tölvuna

Mynd

Mynd

og ég honestly hef ekki hugmynd um hvernig maður á að verðleggja svona, óska helst eftir einhverjum tilboðum..

Re: Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Þri 02. Mar 2010 17:15
af louise
bömp

Re: Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Þri 02. Mar 2010 18:06
af bixer
4 þús fyrir tölvuna?

Re: Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Þri 02. Mar 2010 18:51
af louise
bixer skrifaði:4 þús fyrir tölvuna?


haha ég er ennþá að hlæja híhíhí :p en nei, þá á ég hana frekar bara sjálf ;)

Re: Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Þri 02. Mar 2010 19:07
af bixer
en ef þú sleppir dvd skrifara, hdd og draslinu sem er með skjánum? nefndu verð

Re: Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Þri 02. Mar 2010 19:51
af louise
bixer skrifaði:en ef þú sleppir dvd skrifara, hdd og draslinu sem er með skjánum? nefndu verð


ég hef ekkert að gera með dvd skirfara hdd og draslið ef ég er ekki með boxið ;)

Re: Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Þri 02. Mar 2010 19:52
af bixer
jæja en hvað ertu til í að selja hana á?

Re: [TS]Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Fös 14. Maí 2010 14:50
af louise
aftur komin á sölu :)

Re: [TS]Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Fös 14. Maí 2010 15:31
af FriðrikH
fylgir fjarstýring með tölvunni?
Veistu hvort að það sé þá bara micro-ATX móðurborð í tölvunni?

Re: [TS]Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Fös 14. Maí 2010 16:44
af louise
fridrih skrifaði:fylgir fjarstýring með tölvunni?
Veistu hvort að það sé þá bara micro-ATX móðurborð í tölvunni?


jebb fylgir fjarstýring ooog ég hef nú bara ekki hugmynd um þetta með móðurborðið :s

Re: [TS]Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Fös 14. Maí 2010 17:29
af FriðrikH
ég er tilbúinn að láta þig hafa 7 þús fyrir bara tölvuna ?

Re: [TS]Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Fös 14. Maí 2010 17:32
af louise
fridrih skrifaði:ég er tilbúinn að láta þig hafa 7 þús fyrir bara tölvuna ?


nei takk ómögulega

Re: [TS]Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Fös 14. Maí 2010 17:35
af biturk
10-15 væri allaveganna sanngjarnt bvara fyrir tölvuna, sérstaklega ef að það væri hægt að koma skjánum í lag

Re: [TS]Scaleo C media center tölva + fylgihlutir

Sent: Fös 14. Maí 2010 18:13
af louise
biturk skrifaði:10-15 væri allaveganna sanngjarnt bvara fyrir tölvuna, sérstaklega ef að það væri hægt að koma skjánum í lag


já ég er nokkuð viss um að þetta sé einhver driver sem vantar.. allavega þá datt hann út einhverntíma þegar ég var að formatta.. (en ekki það að ég tók ekki eftir því fyrr en eftir langan tíma að hann var úti, ekki það mikið að nota hann :p)