Síða 1 af 1

[SELDUR] Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Mið 03. Feb 2010 20:32
af Tiger
Er með til sölu Aspire X-Cruiser silfur kassa sem er akkurat 2 ára gamall og í top standi.

Tilboð óskast hérna eða í kjartan [hjá] hive.is

Mynd

Mynd

*edit* Kassinn er án aflgjafa.

Re: Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Mið 03. Feb 2010 20:54
af svennnis
mátt endilega senda inn myndir af kassanum ''sjalfum'' eg er aðeins að forvitnast , langar í svona kassa

Re: Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Mið 03. Feb 2010 21:10
af lukkuláki
Býð 10.000 kr.

Re: Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Mið 03. Feb 2010 21:28
af Tiger
svennnis skrifaði:mátt endilega senda inn myndir af kassanum ''sjalfum'' eg er aðeins að forvitnast , langar í svona kassa


Hérna eru myndir af honum teknar með símanum. Að sjálfsögðu ekki ljós í honum þarna þar sem hann er ekki tengdur.

Mynd

Mynd

Re: Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Mið 03. Feb 2010 21:31
af svennnis
ég byð 11.000 þusund

Re: Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Mið 03. Feb 2010 23:05
af Tiger
Bæði tilboðin hérna að ofan reyndust ekki á rökum reist þannig að ekkert hámarkstilboð komið.

Re: Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Mið 03. Feb 2010 23:22
af lukkuláki
Snuddi skrifaði:Bæði tilboðin hérna að ofan reyndust ekki á rökum reist þannig að ekkert hámarkstilboð komið.


Heyrðu það er nú ósanngjarnt hvernig þú orðar þetta. "Ekki á rökum reist"
Þegar ég hringdi í þig og vildi ná í kassann þá fyrst kom í fyrst ljós að það er ekki spennugjafi í kassanum og það er ástæða þess að ég hætti við.
Þegar við vorum að tala samann í símann þá varstu nýbúinn að setja það inn á auglýsinguna.
Ég get keypt fína nýja turnkassa á 10.000 án aflgjafa og get líka keypt með aflgjafa á undir 10.000 en þetta hefði verið fínn kassi á 10.000 með aflgjafanum en án hans þá finnst mér þetta of dýrt.

Re: Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Mið 03. Feb 2010 23:51
af Tiger
Þetta var nú ekkert illa meint, nema síður sé, sat lengi og hugsaði hvernig ég ætti að orða þetta :) Við skildum alveg sáttir í símanum og no hard feelings.
En hann var samt ekkert auglýstur með aflgjafa... og því var þitt tilboð ekki byggt á réttum rökum ekki satt ;). En hitt tilboðið er svona "sé til þegar ég fæ útborgað - tilboð" og ætla ég ekki að bíða og neita öðrum á meðan, því vildi ég láta vita að fólki er velkomið að bjóða í hann áfram.

Re: Aspire X-Cruiser silfur Kassi

Sent: Fim 04. Feb 2010 20:01
af lukkuláki
Uppum þetta ég :) býð 6000 í kassann.