Síða 1 af 1

Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Fim 03. Sep 2009 15:42
af valdij
Daginn,

Er með til sölu ferðatölvuna mína sökum þess að ég ákvað að fá mér nýja. Þetta er semsagt Acer Aspire 5112, hún var keypt í New York fyrir 2 árum og er þal. ekki lengur í ábyrgð.

[edit] viftan í tölvunni hefur verið lagfærð og vélin því komin í toppstand! [/edit]

Vélin hefur ekki verið mikið notuð og lítur því enn mjög vel út, engar rispur eru á henni, engir dauður pixlar á skjá og batterýið virkar ennþá eins og daginn sem ég keypti vélina. Ég gerði þegar ég keypti hana, 2 uppfærslur á henni, það er að ég stækkaði minnið úr 1GB í 2GB, og harðadiskurinn er 150gb (skipt í 2 partition eins og þetta er núna), en ekki 120gb.

Hér koma lágmarksupplýsingar:
# Processor: AMD Turion 64 X2, TL-50 (1.6GHz, 256Kb x 2 cache)
# Chipset: ATI Xpress 200 (1100 ?)
# RAM: DDR2 1GB (512x2 533MHz), max. supported - 4GB DDR667 -> Þetta hefur verið uppfært í 2GB 2x 1GB kubbar.
# Video: Radeon x1600, 128Mb DDR2 (with up to 512 hypermemory), PCI-Express x16
# Sound: Realtek HD, 2 stereo speakers
# HDD: 120GB, 5400 RPM, SATA - Stækkaður í 150GB
# LCD: 15.4", WXGA, Acer CrystalBrite (Glossy), 200nit, 16ms response
# CD: DVD+-RW, Super-multi, Tray-load
# Ports: 4 USB 2.0, VGA, DVI, S-Video, Audio-In, Audio-Out, 1394, Lan, Mic-in, Modem
# Cards: 5 in 1 memory card reader, PC Type II card slot, Express card slot
# LAN: Realtek8169/8110 Gigabit (10/100/1000)
# Wireless: Bluetooth, Atheros B/G, Infrared
# Misc: Microphone
# Battery: Li-ion 8cell, 4800mAh, claimed life -- 3h
# Weight: 3Kg
# Dimensions: 358 x 269 x 33.8 mm (W x H x D)


Eins og ég segi er batterýið enn mjög fínt og endist ennþá í þessa rétt tæpu 3 tíma. Þar sem vélin er keypt í Bandaríkjunum er þetta bandarískt hleðslutæki en að sjálfsögðu fylgir með rafmagns-millistykki svo það sé nú hægt að hlaða þetta hér á Íslandi.

Á þessari síðu http://www.notebookreview.com/default.asp?newsID=3119 má sjá nákvæmar lýsingar á vélinni, ásamt myndum frá öllum sjónarhornum.

Vélin var keypt þegar dollarinn var hagstæður, og þessi vél ný á um 120-140 þúsund krónur ef mig minnir rétt. Verðið á henni núna eru 40 þúsund krónur.

Þetta er mjög hentug vél í skóla þar sem hún er ekki fyrirferðarmikil, er létt og býður upp á fína batterýs-endingu.

Endilega skjótið á mig PM hér, eða á valdimar@forlagid.is.

Með bestu kv,

Re: Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Fim 03. Sep 2009 22:03
af valdij
Ódýr og góð.

Re: Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Fös 04. Sep 2009 16:24
af valdij
Tölvan farin upp í Svar í viðgerð (laga vesenið með viftuna sumsé) og verður því seld í 110% lagi.

Enginn áhugi?

Re: Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Lau 05. Sep 2009 13:21
af valdij
*bump*

Re: Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Sun 06. Sep 2009 13:07
af valdij
....

Re: Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Sun 06. Sep 2009 15:05
af Krisseh
Ertu viss um að þetta er Sata diskur í henni? það varð major prentvilla hjá þeim og mín aspire er Ide/pata

Re: Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Mið 16. Sep 2009 13:19
af valdij
Reyndar þegar þú segir það, þá er ég ekki alveg viss.

En *BUMP*

Vélin var að koma úr viðgerð, þar sem skipt var um viftuna í vélinni og selst því í algjöru toppstandi!

Verð á vélinni er enn 40.000kr!

Re: Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Fös 18. Sep 2009 20:36
af srtbee
tjekk ur PM ég vill ganga frá þessu í kvöld helst :P

Re: Acer Aspire ferðatölvu til sölu -Hagstætt verð

Sent: Lau 19. Sep 2009 18:06
af srtbee
er tölvan seld ????? :) ég er tilbúinn með cash handa þér bara svara PM-inu mínu.