litli_b skrifaði:Dr3dinn skrifaði:Þetta er mjög gamalt, max 20-40k sem plex server ef menn bæta við hdd´s.. ekki nothæft í margt annað.
Ósamálla. Tölvan ætti að höndla mest alla leiki svo lengi sem maður þarf ekki ray tracing. Held að hún sé nothæf í mjög mikið. Og "mjög gamalt"? Mjög gamalt væri 6th gen intel og lægra. Þetta er 6 kjarna örgjövi, og kannski ekki nýjasti en er samt áreiðanlegur. Þetta er bara ein versta skoðunn sem ég hef heyrt í allt ár.
50þ er mjög fínt verð, ekki taka tilboðum undir 40þ.
Að segja t.d. "mjög gamalt" eða "tiltölulega nýtt" hefur enga fasta skilgreiningu svo það hjálpar ekki.
i7-8700K er ennþá vel nothæfur og ætti að ráða við lang flesta nýja leiki (ef ekki alla "min req") og hann er hér paraður við Z370 móðurborð sem gefur kleift að yfirklukka +5-10% auðveldlega og +20% og uppúr fyrir vana menn.
1080 kortið mun eiga í vandræðum með nýjustu "Triple-A" leiki en er samt nothæft og meira en það fyrir 98% af leikjum á steam (örfáir leikir "þurfa" ray tracing, í þeim fáu nýju leikjum sem ekki er hægt að slökkva in-game er yfirleitt hægt að slökkva í config file).
Aflgjafinn ætti að vera í lagi og endast, CORSAIR +80 BRONZE. þó hann sé kannski ekki mikils virði vegna aldurs og stærðar.
það væri gaman að vita hraðann á minninu en fyrir 8700k er það ekki eins mikilvægt eins og fyrir Ryzen cpu's frá sama tíma.
30k-50k tel ég vera sanngjarnt, bara fer eftir því hversu fljótt þú vilt selja hana.