"Ripparinn" var búinn að segja við mig að hann ætlaði að kaupa fartölvuna af mér svo ég fer og geri allt klárt (afrita gögnin mín o.fl.)
Heyrði svo ekkert í honum í tvo daga, sendi honum skilaboð í gær að hann fengi frest til 18:00 í dag til að koma og sækja/tölvuna en hann hafði ekkert samband þrátt fyrir að hafa símanúmerið mitt.
Sé að hann loggaði sig síðast inn í dag um þrjú leitið.
Það er slæmt þegar menn segjast vilja tölvuna og segjast ætla að taka hana en standa síðan ekkert við það. Get sýnt fram á þessi samskipti sé óskað eftir því.
*Edit*added*
Kemur í ljós að það er búið að kvarta undan honum áður
--
asigurds skrifaði:Ripparinn
Var búinn að staðfesta boð og telja mér trú um að koma og sækja vélina til mín á gamlársdag "um hádegisbilið".
Varð til þess að ég eyddi öllum gamlársmorgni í að gera vélina klára og svo ekki heyrst orð frá honum síðan þrátt fyrir pósta um hvort hann væri hættur við eða ekki.
Frekar leiðinlegt.
Á að leyfa honum að leika sér hérna meira eða?