Daz skrifaði:Þegar við á, þá eiga verðlöggur líka að koma inn og útskýra hví ákveðið "hátt" verð gæti verið sæmilega eðlilegt. Í þessu tileflli skil ég hátt verð á stökum örgjörva.
Ég er í 775 setupi með DDR2 minni. Að uppfæra í I3 myndi kosta mig yfir 30, líklega 35 þúsund. Að kaupa þennan örgjörva stakan gæfi mér álíka performance og Quad core fyrir minni pening, jafnvel 50% minna. Aftur á móti myndi ég ekki verðmeta þennan örgjörva jafn hátt sem part af setupi, því ef maður er að kaupa DDR2 minni og 775 móðurborð með, þá er heildarverðmunurinn orðinn mun minni í I3/I5 setup og því mun minna vit í að kaupa þenna örgjörva.
Hvort það finnst einhver kaupandi sem vill borga 20 þúsund er annað mál, en miðað við fyrsta boð 12 þúsund, þá er þetta verð ekkert fjarri lagi.
Hvernig færðu það út?
Ertu virkilega að bera saman verð á nýrri vöru og verð á notaðri sem er þar að auki rúmlega 5 ára gömul?
Bara verðið á nýjum örgjörva með hærri klukkutíðni er lægra en verðið á þessum sem er notaður, ekki í ábyrgð og svipaður að afli.Hægt er að kaupa
nýtt,endurtek,
nýtt 1155 móðurborð á um 12k (með 5x SATA 3gb og 4x USB 3), notað þá á um 7-8k.
i3 kostar nýr um 18k, notaður þá um 10-12k. Nú,
4GB DDR3 minni kostar nýtt undir 4k, notað um 3k
Samanlagt gerir þetta notað um 20k, nýtt rúm 33k með 2ja ára ábyrgð og í báðum tilvikum getur viðkomandi selt allt sitt notaða upp í.
Nýtt setup á 33k með 2ja ára ábyrgð en þetta minnst 5 ára gamla setup á 39k notað með engri ábyrgð???Augljóst er að DDR3 1333mhz minni á nýrri kynslóð af móðurborði með allskonar nýrri tækni eins og í USB og SATA og með nýlegan örgjörva er til samans mun betri kostur en að kaupa fimm ára gamlan örgjörva og reyna að nota á að sirka jafn gamalt móðurborð og minni.