Er með til sölu Fujitsu S920 sem ég keypti til að nota sem 2,5 GbE router — gaf mér svo ekki tíma til að klára útskipti á Unifi búnaðinum svo þetta hefur legið ónotað og væri gaman að einhver næði að nýta.
Þetta er vél sem tekur mjög lítið pláss, notar lítið rafmagn og hefur verið vinsæll kostur hjá þeim sem reka sem router, t.d. með OPNSense / pfSense / OpenWRT.
Kemur með QNAP Dual-Port 2.5GbE PCIe (1 fyrir WAN og annað port fyrir LAN) og nýjum 128GB mSATA SSD sem er feyki nóg fyrir router os hugbúnaðinn.
Kostaði um 30 þús. hingað komið með sendingarkostnaði og VSK. Tilbúinn að láta þetta á 25 þús.
Sjá umfjöllun um notkun á þessari vél í þessum tilgangi:
https://www.youtube.com/watch?v=uAxe2pAUY50