Ætlaði að kanna með áhugann á einu stykki Acer Predator G9-593, keypt í janúar 2017. Nákvæmlega sama tölva og þessi, nema með 6700HQ örgjörva í stað 7700HQ (ca. 10-12% munur í afköstum eftir því sem ég kemst næst). GTX 1070 skjákort, 250 GB M.2 SSD, 16 GB RAM og 1 TB HDD.
Þetta er þrusugóð leikjavél, keyrir allt sem ég hef spilað í botni og fer létt með það. Frábær fyrir skyndi-LAN þar sem maður bara hendir henni ofan í bakpoka og er tilbúinn áður en aðrir eru búnir að taka borðtölvurnar úr skottinu. Hún er ennþá eins og ný og á ennþá 1,5 ár eftir í ábyrgð. Get skellt inn nokkrum benchmarks ef fólk vill.
Ég er ekki alveg 100% á því hvort ég vilji selja en ákvað allavega að kanna með áhuga. Skoða öll tilboð