Komið þið sæl(ir?;) og gleðilega verslunarmannahelgi.
Er með nokkra hluti hérna sem mér langar að sjá hvort einhver áhugi sé fyrir, en vinsamlegast sendið tilboð í einkaskilaboðum.
1) Logitech G110 leikjalyklaborð (nordic). Með baklýsingu (stillanlegur litur, sjá mynd 1) ásamt innbyggðu USB hljóðkorti. Á því eru jafnframt 12 forritanlegir "G takkar", en hægt er að útbúa samtals 3*12 = 36 eigin stillingar fyrir takkana með því að nota "M1, M2 og M3" stillingarnar (sjá mynd 1).
Í lyklaborðinu er einnig 1x auka USB (2.0) tengi fyrir annað tæki eins og t.d. mús, usb viftu (lifesaver! ) eða annað slíkt. Fullt af fleiri fítusum sem auðveldlega má finna með því að nota leitarvél sem nefnist Google (er nýbúinn að uppgötva hana, en hún er ansi öflug, get lofað ykkur því!).
Mynd 1: http://plaza.fi/s/f/editor/images/logitechg110_testi_1.jpg
2) Logitech V470 bluetooth þráðlaus mús. Mjög nákvæm (laser) og auðvelt að tengja við flest allar gerðir tölva. Endingartími rafhlöðu (lesist: batterýs) er um 6 mánuðir miðað við venjulega notkun (hef þó ekki nákvæma skilgr. á því hvað "venjuleg" notkun er ). Kostaði ný 9.990 kr. í Tölvulistanum fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ef áhugi er fyrir hendi, endilega henda á mig tilboði í einkaskilaboðum;)
3) Er svo með eitt stk. MacBook (þessi svarta fallega) sem er keypt seinni hluta árs 2007, búið að stækka RAM-ið í henni úr 1gb í 3gb ásamt því að henda út gamla harða disknum og setja í staðinn Corsair force 3 SSD 120 GB. Hún svínvirkar þó gömul sé, ef þið hafið áhuga og/eða viljið mögulega frekari upplýsingar, endilega verið í bandi í einkaskilaboðum.
Ef áhugi er til staðar, vinsamlegast sendið tilboð í einkaskilaboðum. Takk fyrir og góða verslunarmannahelgi! *beer*