Sælir,
Ef það eru einhverjir sæmilegir makkagrúskarar á svæðinu gætu þeir haft áhuga á þessari...
15" MacBook Pro Aluminum (A1226) fartölva með 2,2GHz Intel Core2Duo, 320GB Sata2 HDD, GeForce 8600M GT skjákorti og 2GB DDR2 667MHz RAM.
Rafhlöðuendingin er um klukkutíma, ég held að geisladrifið sé meira eða minna í steik (nota það aldrei), harðdiskurinn er um eins árs gamall.
Ég er að keyra OSX Lion á henni núna og nota hana bæði í vinnu og til að horfa á vídeó. Það sem er að henni er klassísk MacBook bilun: lóðningarnar í skjákortinu eru orðnar lélegar þannig að það þarf að spenna skelina soldið til að kveikja á vélinni. Ef einhver á græjurnar og kann að reflow-a þessi apparöt er ekkert mál að laga þetta, en ég á hvorki hitabyssu né góðan hitamæli og er almennt að spá í að losa mig við allt þetta dót sem ég ætlaði að laga "við tækifæri" áður en ég verð skilgreindur sem "hoarder" og birtist í einhverri heimildarmynd.
Skoða öll tilboð í allt dótið eða staka íhluti.