*Selt* - Lenovo T60p til sölu

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Skjámynd

Höfundur
Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

*Selt* - Lenovo T60p til sölu

Pósturaf Hörde » Þri 11. Jan 2011 22:02

Sælt veri fólkið,

ég er hér með 2007 árgerð af umræddri tölvu, með 2gig af minni, 100gb harðdisk, og 2.33ghz Core 2 Duo (T7600) örgjörva. Skjákortið er ATI FireGL V5250 (workstation útgáfan af X1700 kortunum) og ræður því við CAD/DCC og hvað þau heita öll þessi plug-in. Skjárinn er 1400x1050 og þetta því 14.1 tommu módelið af vélinni.

Þar fyrir utan tók ég vélina í sundur um daginn og gjörhreinsaði hana. Ég skipti um kælikrem á örgjörva, hreinsaði úr viftu og kæliplötu, fór með bakteríudrepandi spritti yfir alla þá hluta vélarinnar sem þola slíkt (þar með talið lyklaborðið og touchpadinn), og henti í uppþvottavélina því sem ég gat. Vélin er því nokkurn veginn eins nýleg og hægt er að fá hana án þess að fara út í stærri aðgerðir. Utanfrá séð er hún eins og ný.

Það eru þó tveir smávægilegir gallar á henni. Annars vegar er batteríið komið til sinna ára, dugir í ca. 1.5 tíma í léttri vinnslu, og skv. PowerManager nær það 39% af upprunalegri hleðslu. Ekki beint í toppástandi sem sagt en vel nothæft. Hins vegar tókst mér að týna lokinu sem fer yfir harðdiskinn, en ég ætti að geta reddað nýju ef fólk treystir sér ekki í það sjálft.

Mér sýnist fólk reyna að selja þessar vélar á 300-500 dollara á Ebay svo ég held það gæti verið ágætis viðmið. Annars eru það bara tilboð.
Síðast breytt af Hörde á Sun 16. Jan 2011 14:44, breytt samtals 1 sinni.




doribenz
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2008 02:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo T60p til sölu

Pósturaf doribenz » Sun 16. Jan 2011 02:44

hvað segiru um ipot touch + 30 þúsund ?




gtice
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Fim 23. Feb 2006 10:50
Reputation: 9
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Lenovo T60p til sölu

Pósturaf gtice » Sun 16. Jan 2011 10:22

FYI .. Bæði lok og rafhlöðu má kaupa hjá Nýherja.



Skjámynd

Höfundur
Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: *Selt* - Lenovo T60p til sölu

Pósturaf Hörde » Sun 16. Jan 2011 14:46

Afsakið, ég hefði átt að vera búinn að breyta nafni þráðarins því vélin seldist í gær.

Takk fyrir áhugann.