Sælir.
Er með EFi-X V1 USB kubb til sölu. Hann kemur ekki upp í BIOS, og það er þekkt vandamál. Hafði samband við þá úti og fékk það svar að hann væri í ábyrgð og ég gæti sent hann út til viðgerðar, en ég einfaldlega nenni ekki að standa í því. Serial númerið á kubbnum er skráð, svo engin þörf er á nótunni. Ég hef ekki tollnótuna, en er með öll númer ef kaupandi þyrfti að nota hana.
Fyrir þá sem vita ekki hvað EFi-X er, þá er það BPU (Boot Processing Unit), sem gerir þér kleyft að keyra Mac OS X auðveldlega á réttum vélbúnaði. Nánar á http://www.efi-x.net.
EFi-X V1 er að fara á $150, $160 á eBay. $150 dollarar eru 18.500 kr. á genginu í dag.
Hingað komið með vask og tollafgreiðslugjaldi yrði hann á um 24.200 kr (miðað við $150 dollara, 24.5% virðisaukaskatt, 1.200 kr. tollafgreiðslugjöld og engan sendingarkostnað).
Ég borgaði um 26.000 kr. ef ég man rétt stuttu eftir áramót.
Kemur í kassanum sem hann kom í ásamt internal USB framlenginu.
Sendið tilboð í PM.
-Opes